Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 9

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 9
Samspil mismunandi sýningarefnis leggst á eitt um að gesturinn geti sett sig í spor fiskþvottakvenna. í samtali við sýningarstjórann Helgu Pórsdóttur kom fram að lcostnaður við sýningargerðina næmi nú um sex milljónum króna. Enn eru ýmsir lausir endar í frágangi og miðlun. Samkomulag varð um að velja þann framgangsmáta að opna í sumar frekar en bíða þar til allt yrði tilbúið. Upplifunin bar þess nokkur merki en úr því verður bætt með fleiri gripum, fatnaði og myndum en aðstæður í húsinu bjóða vel upp á frekari við- bætur og aukna og bætta miðlun. í sýningarriti kemur fram að fjöldi fólks kom að gerð sýningarinnar. Niðurstaðan er sú að máltækið „Holl- ur er heimafenginn baggi“ á vel við sýninguna Ég var aldrei bam í Byggðasafni Vestíjarða. Andrúm TUrn- húss í Neðstakaupstað er ágæt um- gjörð þar sem spilar saman efni, lykt og áferð. Þegar sýning Byggðasafnsins var fýrst opnuð í Tjöruhúsinu árið 1982 markaði hún á vissan hátt spor í sýningargerð á íslenskum byggðasöfn- un. Þá var sleginn nýr tónn með því að leika á strengi Turnhússins og um- hverfi þess. Nú hefur verið saminn nýr kafli í það tónverk. Einkennismerki ísafjarðar eru fleiri en sjómennska og sjóminjar. Á ísa- firði höfuðstað Vestfjarða blómstruðu verslun og iðngreinar. í Byggðasafni Vestfjarðar eru varðveittir gripir og gögn sem nýtast mundu vel til þess að gera skil þeim atvinnugreinum. Þá mundu Krambúðin og Faktorshúsið verða þátttakendur í því að skapa ámóta umgjörð um þá og Turnhúsið gerir um sjómennsku og fiskvinnslu. Það sem kórónar þó safnið á ísafirði er sú gæfa sem menn með Jón Pál Halldórsson í fararbroddi báru til þess að vernda og viðhalda hinni merku húsheild í Neðstakaupstað. Það var ekki fyrirhafnarlaust og því mega ísfirðingar ekki láta þar við sitja heldur halda áfram að byggja upp og styrkja öfluga safnastarfsemi og metnaðarfulla sýningagerð. Heimsóknin í Turnhúsið daginn eftir magnaða máltíð í Tjöruhúsinu er áminning þess að söfnin í landinu hafa miklu hlutverki að gegna í bráð og lengd. Þau mega ekki kvika frá markmiðum sínum og þurfa að geta tryggt gæði í sýningum sem þau standa fyrir, rannsóknum og fræðslu hvers konar. 9

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.