Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 11

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 11
frá barnæsku. Minnið byggist eklci aðeins á því sem gerst hefur heldur líka á þroskaferli manneskjunnar. Skynjanir virkja tilfinningalífið sem leiðir til þess að tiltekinn atburður rifjast oft ósjálfrátt upp hjá manni við það eitt að tilfinningin sem atburð- urinn vakti kviknar. Pessi vitneskja er mikilvæg þegar umgjörðin er búin til fyrir safnadagskrána. Lækning við alzheimer er enn ekki til en hluti af meðferð felst í því auka lífsgæði sjúk- linga. Lífsgleði og minna þunglyndi gera jú lífið léttara fyrir alla aðila, bæði sjúkling og aðstandendur. Hugs- anir manns í núinu hafa áhrif á til- finningar hans. Það eflir sjálfstraustið að skoðanir hans séu virtar og ekki sé efast um réttmæti þess sem hann segir. Pessi samkennd er nauðsynleg, ekki síst ef við viðurkennum það að reynsla okkar af atburðum er ekki alltaf í samræmi við aðra. Alzheimer-sjúklingur þarf eltki að vera listamaður til þess að skilja tjáningaform listaverks. Fyrir hann er listin leið til að tengjast lífinu. Hún hjálpar honum að finna sjálfan sig í tengslum við aðra, við umhverf- ið og atburðina sem eiga sér stað í kringum hann. í þessum skilningi verður myndverk fyrir einstakling með minnisskerðingu vettvangur „frásagnarinnar“. Ástæðan er meðal annars sú að myndlist krefst ekki skammtímaminnis og listaverkin hvorki hreyfast né breytast með tím- anum. Markmiðið er að vekja upp samræður og tengja við lífssögur þátt- takenda, vinna með styrkleika hvers og eins. Minningar eru hluti af því sem við erum, þær gefa olckur stað í lífinu og hafa áhrif á það hvernig við bregðumst við í samneyti við aðra. Þar hefur safngripurinn hlutverk. Hann hjálpar okkur að riíja upp hver við erum, hvaðan við komum og setja upp hvert ferðinni er heitið. Áskorunin liggur í því að hafa safn sem við náum að tengjast, að það endurspegli hvað- an við komum og hver við erum. Sérsniðin dagslcrá á safni Erlendis færist sífellt í vöxt að söfn bjóði upp á sérsniðna dagskrá fyrir einstaklinga með alzheimer og að- Heimsókn í kirkjuna San Juan de Díos sem tilheyrir safhkosti Fagurlistasafnsins. © David Frutos Ijósmyndari standendur þeirra. íslenskt samfélag á margt ógert í þeim efnum en þó má nefna að Listasafn íslands var fyrst safna á landinu til að reyna þessa leið áður en Listasafn Reykjavíkur fylgdi í kjölfarið. Önnur söfn eru hvött til fara sömu leið sem lið í að byggja upp safnasamfélag á íslandi og verða hluti af stærra safnasamfélagi af sama toga úti í heimi. Miðlun þekkingar og reynslu þykja lykilþættir í mótun þess hlutverks safna að lcoma til móts við ólíkar þarfir fólks í samfélaginu. Eitt eðli lista er að hreyfa við tilfinn- ingum manneskjunnar - gleði, reiði, sorg, undrun, aðdáun, andstyggð og fyrirlitningu. í sambandi við alzhei- mer-sjúlcdóminn er því markmiðið að ná til tilfinninganna, opna rás og fá sjúklinginn til að tjá sig um málefni myndarinnar eða hlutarins. Að virkja hann í gegnum tilfinn- ingaminnið og leiða viðkomandi að minningunni sem var áður óaðgengi- leg vegna sjúkdómsins. Tengingin milli taugamótanna hafði brotnað og því, með hjálp myndverksins, var önnur leið fundin að henni. Markviss menningarmiðlun er nauðsynleg til að gera listir og safn- gripi að verðmætum í lífi einstaklinga með alzheimer. Sá sem sér um leið- sögnina verður að beita til þess viðeig- andi aðferðum og vera búinn að læra um sjúlcdóminn áður en lagt er af stað. Hann þarf að hlúa að aðgengi, birtu og öryggi þátttakenda - bæði lílcam- legu og sjónrænu fyrir framan verkið - leggja áherslu á gildi myndverksins án þess að halda langan fyrirlestur og sýna samkennd. Slíkt jafnvægi í fram- setningu auðveldar tengingu við lista- verkið og hefur áhrif á viðbrögð þátt- takendanna og vellíðan. Ávallt ber að líta á þá sem fullorðið og reynslumikið fólk en ekki einstaklinga sem hafa gengið í barndóm. Peir eru enn sem fyrr hluti af samfélaginu, og fullfærir um að gefa slcapandi og hugmyndarík svör. Þá ber að hafa í huga að þeir eru að túlka og tjá sig frekar en að sýna hvað þeir vita eða muna. 11

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.