Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 13

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 13
BÓKARÝNI / Guðni Tómasson, blaðamaður Mósaíkmynd af minjum Söfn í eigu þjóða, sem varðveita dýrustu hnoss og sjaldgæfustu muni þeirra, hafa þá ríku skyldu í samtíma okkar að miðla starfsemi sinni með fjölbreyttum hætti. Þegar horft er til Þjóðminjasafns íslands sést greinilega að frá því að safnið hóf á ný starfsemi sína í nýuppgerðum húsakynnum við Suðurgötu árið 2004 hefur þessi áhersla aukist jafnt og þétt. Dæmin er að íinna í sýningum safnsins, útgáfu og allri ásjónu þess gagnvart almenningi, en safnið er á allan hátt mun opnari stofnun en áður var. Sérsýningar safnsins varpa ljósi á einstaka undirflokka þjóðminjanna til hliðar við grunnsýninguna en miðlun- in á innri þáttum starfseminnar verð- ur líka sífellt íjölbreyttari. Til dæmis hafa samfélagsmiðlar verið nýttir með ýmsum hætti á síðustu árum og mynd- skeið og ljósmyndir veitt forvitnilega innsýn í störf einstakra starfsmanna. Einnig hefur fýrirlestrum verið miðlað á myndveitum netsins og bókaútgáfa safnsins staðið í miklum blóma. Hvað síðastnefnda atriðið varðar nægir að nefna sem dæmi fjölbreytta útgáfu Ljósmyndasafns íslands, sem er deild innan Þjóðminjasafns, en hún hefur treyst stoðir íslenslcrar ljósmyndasögu svo um munar á undanförnum árum. Nýlegt rit Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar sem ltom út í fyrra og heitir einfaldlega Þjóðminjar gefur góða innsýn í ijölbreytileilca starfsem- innar í Þjóðminjasafninu á síðustu árum, auk þess sem saga safnsins er rakin sem sýnir glöggt hvernig áhersl- ur í safnamálum hafa breyst í tímans rás. Við lestur textans og í gegnum jjölbreytt og forvitnilegt myndmál bókarinnar fær maður ríka tilfinningu fyrir því hvernig safhið hefur breyst frá forngripasafni með helst til dauð- um hlutum og yfir í nútíma menn- ingarstofnun sem leggur áherslu á söfnun, skráningu, rannsóknir og ekki síst miðlun í starfsemi sinni. Þetta mikla rit er að hluta til eins konar skýrsla Margrétar Hallgríms- dóttur um stofnunina sem hún hefur veitt forstöðu frá aldamótum, en þjóðminjavörður er skipaður til fimm ára í senn og starfar Margrét því nú á sínu fjórða embættistímabili. Margrét, sem tólt í raun við lokuðu safni árið 2000, hefur farið fýrir starfsmönnum sínum í þeirri viðleitni að treysta stoð- ir starfseminnar og opna hana fyrir almenningi á ýmsan hátt. Fjölmörg verkefni sýna fram á þetta, en sérstak- lega má nefna sýningarhald í Safna- húsi við Hverfisgötu og nýtt varð- veislu- og rannsóknarsetur safnsins í Hafnarfirði. Margt í ytri aðstæðum Þjóðminjasafnsins hefur líka komið sér vel við það verkefni að opna safnið gagnvart almenningi en frá aldamót- un hefur stafræna miðlunarbyltingin vitanlega fest sig í sessi og fjöldi ferða- manna hér á landi margfaldast. Vel heppnaðri og öflugri menningar- stofnun í samtímanum má allt eins líkja við vel búsældarlega könguló sem situr í miðjum vef sínum sem teygist vítt og breytt. Köngulóin þarf að vera iðin við að spinna, og það hefur Þjóðminjasafnið verið á síðustu árum. Einhverjir þræðir liggja til samstarfsaðila erlendis og sem höfuð- safn hefur Þjóðminjasafnið ríkum skyldum að gegna gagnvart þeim að- ilum sem sitja í vef þess um land allt. Að mörgu er að huga og starfsemin er gríðarlega íjölbreytt. Jafnframt er nauðsynlegt að upplýsingar um starf- ið liggi fyrir og allt viðmót gagnvart almenningi, jafnt sem stjórnmála- öflum og hagsmunaaðilum sé opið og gagnsætt. Bók Margrétar er hluti þessarar viðleitni, kannski dálítið ít- arleg og óvenju ríkuleg innsýn í innra gangverk safnsins og stöðu þjóðminja í landinu, en gríðarlega forvitnileg. Allir þættir starfseminnar fá sitt pláss og safnkostinum er velt á ýmsa lund, hugað til dæmis að öryggi þjóðminja- arfsins og viðbótum við hann þegar horft er til framtíðar. Bókin er ríku- lega myndskreytt og gefa myndirnar lesandanum góða tilfinningu fýrir safnkostinum og starfseminni. í bakgrunni bókarinnar er hin sífellda endurmótun og sjálfskoðun sem stofn- un á borð við Þjóðminjasafn íslands þarf að stunda. Köngulóin þarf nefni- lega að vera heimspekilega þenkjandi, hún þarf að endurmeta stöðu sína á hverjum tíma. Þjóðminjasafnið verður að huga að þjónustuhlutverki sínu gagnvart eigendum sínum, íslensku þjóðinni, og huga jafnt að fortíð og framtíð. Á tímum þar sem veröldin hefur skroppið saman og blasir jafnvel við oklcur í einum tölvuskjá, ef við kjósum svo, er algjörlega nauðsynlegt að safn sem hugar að fortíðinni sé alltaf að velta fyrir sér hvernig það tali til samtíðar sinnar og framtíðar. Þeim mikilvægu vangaveltum er vel skilað í bók Margrétar Hallgrímsdóttur. Segja má að orð sem Kristján Eldjárn, fýrrum þjóðminjavörður, lét falla í tilefni eitt hundrað ára afmælis safnsins árið 1963 eigi enn vel við nú þegar rúm hálf öld hefur bæst við virðulegan aldur safnsins. Kristján sagði Þjóðminjasafnið vera „safn dauðra hluta en í lífsins þjónustu." Við lestur bókarinnar Þjóðminjar má ljóst vera að lífið hefur aldrei verið meira í Þjóðminjasafninu. Köngulóin er við góða heilsu og hún skiptir okkur öll miklu máli. 13

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.