Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Qupperneq 16
Fíflaskip
Sé tekið mið af þeim vandræðum
sem steðjað hafa að kútter Sigurfara,
kemur upp í hugann myndin af
Fíflaskipinu. En í Ríkinu eftir gríslca
heimspekingin Plató, lýsir hann
skipi sem hefur á að skipa sundur-
lausri áhöfn. Skipstjórinn er stór og
sterkur, en heyrir og sér illa. Pekking
hans á siglingaleiðum er lítilíjörleg.
Aðrir áhafnameðlimir rífast eins og
hundur og köttur um það hver eigi
að stýra skipinu. Allir telja sig eiga
rétt á því að stýra, en enginn hefur
lært til þess. Ástandið um borð leiðir
til upplausnar, morða og skipstjór-
inn er færður í bönd. Enginn virðist
slcilja, eftir því sem Plató segir, að til
þess að stýra skipi þarf að samþylckja
kennivald þess sem stýrir. En til þess
að skipi sé siglt farsællega, þarf yfir-
gripsmikla þekkingu á veðri, árstíð-
um, stjörnum og vindi.
Elafa verður í huga að þessi hug-
renningartengsl mín við Fíflaskipið
eru táknræn og mælskuleg, enda
lýsing Plató á Fíflaskipinu dæmisaga.
Skipið sem ber flónin má ímynda sér
að sé kútter Sigurfari, nema hvað
hlutslcipti skipsins er kjánalegra en
hið sjófæra skip sem siglir með flónin.
Sigurfari hefur strandað í tvennum
skilningi; kútter Sigurfara hefur verið
komið fyrir uppi á land og á safni,
sem að mati sumra þykir eklci álitleg-
ur staður fyrir slíkan grip. Öll áform
um endurgerð og viðhald skipsins
hafa hrunið í tímans rás og fengið
skipinu ástand sem gerir það hættu-
legt þeim sem vilja vera nálægt því
eða stíga um borð. Allir sem þekkja
til sjómennsku og safnamennsku vita
að flónska getur verið áhrifavaldur að
slíku strandi.
Þetta flónska strand kútter Sigurfara
hefur vakið þá áhugaverðu hugmynd
að rífa það niður og breyta í annars-
konar upplýsingar. Hugmyndin gerir
það að verkum að nú riðjast áhuga-
menn um hugmyndina inn í gagna-
banka um sögu skipsins og afdrif þess
eftir að því hafði verið komið fyrir
á núverandi stað. Hvað voru menn
að hugsa, er spurning sem kviknar?
Hvernig er það hægt að koma málum
svona fyrir, eftir áratuga basl, háleitar
hugmyndir og milcil fjárútlát? Hefur
hvert flónið á fætur öðru komið að
verkefninu? Flónahópinn má í ljósi
þessara spurninga líta á sem fulltrúa
fyrir alla þá sem hafa með einhverj-
um hætti lagt lag sitt við strandið á
kútter Sigurfara á safninu.
En hvað voru menn að hugsa?
Forspraklca verkefnisins, jóni M.
Guðjónssyni, hefur verið lýst sem
„hugsjónamanni“ og sjálfsagt verið
að vísa til þess að hann hafi séð fyrir
sér nytsemi skipsins fyrir framtíðina.
í blaðaviðtali frá 1982 við þáverandi
safnstjóra, Gunnlaug Haraldsson,
kemur fram að varðveisla skipsins
átti að vera „sameiginlegt verkefni
þjóðarinnar" að varðveita skipið sem
„minjagrip og minnisvarða um eitt
merkilegasta tímabil í atvinnu- og
útgerðarsögu landsins - skútuöldina.“
Litið var svo á að tímabilið væri
„framfaraskeið" í sögu landsins og
„hornsteinn þeirrar atvinnubyltingar,
sem ætíð síðan hefur verið undirstað-
an að því velferðarþjóðfélagi, sem
íslensk þjóð býr við í dag“, eins og það
er orðað í blaðagreininni. Gamlir sjó-
menn og „skútukarlar“ styrktu verk-
efnið með fjárframlögum, ásamt fjöl-
mörgum öðrum, til að standa straum
af viðhaldi Sigurfara.7 Þann 1. júní
1985 var fimm þá lifandi skipverjum
kúttersins boðið til sérstakrar athafn-
ar eftir endurgerð skipsins og þeim
stillt upp við innganginn eins og þetta
væri eitthvað afar mikilvægt. Reyndist
þetta kannski eitthvað eins og hvert
annað grín í ljósi sögunnar?
Kannski geta menn tekið undir það að
það sé heppilegt að líkja fíflaskipinu
við kútter Sigurfara og afdrif þess.
Heppileiki þess er hins vegar málum
blandinn ef við skoðum sögu safna
hér á landi og reyndar víða annars-
staðar einnig. Oftar en elcki hafa
einstaklingar og hópar fólks farið af
stað með háleitar hugmyndir um söfn
sem líkja má við huglægt skip. Söfnun
og söfnunum er fleygt af stað, eins og
skipi er ýtt úr vör. Við slíkar fleytingar
eru vonir aðstandenda hástemdar um
gjöful aflabrögð.
Sáluhjálparsldp
Það er kannslci ósanngjarnt að leyfa
sér að halda því fram eða nefna að
kútter Sigufari og aðkoma fólks að
því verkefni sé tengt Fíflaskipinu
og áhöfn þess. Þeir sem hreyfa við
mótbárum geta alveg eins sagt að
heppilegra sé að bregða upp mynd af
Sáluhjálparslcipinu eða Örkinni hans
Nóa sem lýst er í Sköpunarsögu Gamla
testamentisins. Að kútter Sigurfari sé
hliðstæður við Örkina, þar sem henni
var ætlað að vera lífgjöf þeirra sem
um borð fóru í miklum hamförum.
Örkin gegndi sínu hlutverki og lifir
enn góðu lífi í dag í munnmælum
og myndgerðum á þessari mögnuðu
sögu. Það fór hins vegar svo um
Örkina sjálfa, eftir að hafa strandað
á eldfjallahryggnum Ararat á
mörkum Tyrklands og Armeníu,
að hún týndist, hefur líklega rotnað
og samlagast jörðinni. Sögusagnir
á Internetinu segja hins vegar frá
því að menn séu að leita að leyfum
Arkarinnar og að þær hafi fundist,
en ég tek því mátulega trúanlega.
Að líta á tímann sem hamfarir til
jafns við flóðið er ekki fjarri lagi.
Við þurfum ekki annað en að skoða
sögu safna og starf þeirra sem þar
hafa unnið til að bregða upp slíkri
samlíkingu. En tíminn hefur grandað
mörgum gripunum sem starfsmenn
safna hafa eytt ómældum tíma í við
að snúa við hjóli tímans. Skútur eins
og kútter Sigurfari hafa týnt tölunni,
ein af annarri, og einungis örfá eintök
í heiminum af þessum tækjum hafa
varðveist. Og nú blasir við að tíminn
hafi runnið út þegar kemur að kútter
Sigurfara, að hverfa til forföður síns,
Arkar Nóa, á eldfjallaeyjunni íslandi.
Örkin hans Nóa veitti lífgjöf þeim
sem um borð fóru, fjölskyldu Nóa
og ógrynni af dýrategundum. Þeir
sem farið hafa um borð í verkefninu
um kútter Sigurfara og veitt því
brautargengi, hafa hingað til trúað því
sama og þeir sem fóru um borð hjá
16