Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Síða 20

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Síða 20
SÖFN OG HEILSA Pop-up Geðheilsa Með auknu upplýsingaflæði og samfélagslegum breytin- um hefur áhersla á samfé- lagslegt hlutverk safna aukist. Pessi áhersla er oft nefnd sem hin nýja safnafræði. Hér mun ég fjalla um tenginguna milli heilsu og menn- ingar, nánar tiltekið milli geðheilsu og safna út frá Pop-Up safni sem ég setti upp. Pop-Up safnið var hluti af lokaverkefni mínu til MA-gráðu í safnafræði sem kom út 2016. Ég vann lengi með fólki með geðfötlun og langaði þess vegna til að þróa verkefni sem tengir þetta tvennt saman. Heilsusafnafræði er sérfag innan safnafræðinnar1 þar sem söfn eru m.a. hugsuð sem meðferðarúr- ræði fyrir geðfatlaða. Á síðastliðnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning (e. paradigm shift) á málefnum fólks með fötlun. Á heimsvísu er áætlað að 650 millj- ón einstaklingar séu með fötlun í heiminum. Þrátt fyrir þennan fjölda eru þeir oft jaðarsettir og fá ekki sömu tækifæri og ófatlaðir. í þeim ríkjum sem sérstaklega er stutt við grunnréttindi fólks með fötlun lifa þeir einstaklingar innihaldsríku og sjálfstæðu lífi.2 Bent hefur verið á að nauðsynlegt sé að þeir sem eiga við geðræn vandamál, upplifi stuðning, skilning og virðingu til þess að geta mætt veikindum sínum. Geðfötlun er bæði sá fötlunarflokkur sem er stærstur og í mestum vexti.3 Sam- kvæmt þessu eru þarna tækifæri fyrir söfn á íslandi til að stíga inn í og bjóða upp á þjónustu við þennan ört vaxandi hóp. Kveikjan að Pop-Up safni fyrir fólk með geðfötlun er þessi nýja vitundarvakning í samfélaginu og einnig sjáanlegur skortur á um- íjöllun um fólk með geðfötlun á sýningum. Par að aulci bætist svo við hin samfélagslega ábyrgð að skila aftur til samfélagsins, með það að marlcmiði að verkefnið hafi jálcvæð áhrif á þátttakendur ásamt því að benda á mögulegt hlutverk safna sem meðferðarúrræði fyrir fólk með geðfötlun. Menningarpólitík hér á landi getur verið ansi þversagna- kennd. Á sama tíma og haldið er fram að söfn þurfi að sinna álcveðn- um hópum samfélagsins betur í anda lýðræðislegra hugmynda eru Qárframlög til þeirra skorin niður.4 Þess vegna valdi ég að nota Pop-Up formið sem er bæði ódýrt og einfalt í framkvæmd. Ég vildi líka búa til verkefni sem allir gætu tekið þátt í, þar sem bakgrunnur og áhugasvið skipti ekki máli. Samkvæmt skilgreiningu Michelle DelCarlo (2011) er Pop-Up safn rými þar sem einstaklingar deila sögum með öðrum og læra eitthvað um hvorn annan í gegnum samtöl. Að- almarkmið Pop-Up safnsins er að stuðla að samskiptum og virlcni. Safnið byggir aðeins á því innihaldi sem einstaklingarnir koma sjálfir með. Fyrst er valið þema og koma þátttalcendur með eitthvað því tengdu til að deila með öðrum. Þegar þátttakendur mæta skrifa þeir niður á miða hvaða merkingu hluturinn hefur fyrir þá. í lolcin taka svo allir hlutina með heim aftur. Það er ekki flóknara en það. Safnið er aðeins til í nokkrar kluklcu- stundir og staðsetning þess getur verið breytileg.5 Pop-Up Geðheilsa Markmiðið með því að halda Pop-Up safn sem er sérstaklega aðgengilegt einstaklingum með geðfötlun var þríþætt: Að finna leið til að tengja þátttak- endur við menningarstarfsemi af einhverju tagi til að auka virkni, þá helst söfn og starfsemi þeirra. Að verlcefnið snérist ekki um að skapa list. Það eru ekki allir list- rænir eða hafa áhuga á slíku. Því fannst mér milcilvægt að finna eitthvað sem allir gætu tekið þátt í, óháð áhugasviði. Að með verkefninu skapist ný samskiptamynstur og aðstæður þar sem þátttakendur gætu deilt reynslu og/eða minningu sem þeir hafa elcki deilt áður. Ég vildi að þátttakendur myndu upplifa að þeirra framlag skipti máli. Þeirra saga, reynsla og skoðanir skipta jafnmiklu máli og allra annarra. Safnið fór fram í húsi á vegum sveitar- félagsins sem þátttakendur hafa greið- an aðgang að. Allir tóku þátt af fúsum og frjálsum vilja og safnið var sett upp með samþykki forstöðumanns. Rýmið í húsnæðinu sem um ræðir var notað daglega af þátttakendum. Ég setti safnið upp tvisvar á sama stað og í bæði slciptin útbjó ég veggspjald sem á stóð Pop-Up safn til þess að breyta rýminu aðeins og auðvelt væri að sjá að eitthvað væri um að vera. Á staðnum var stórt borð, nokkrir stólar og sófi. Borðið var notað undir muni og miða með lýsingu. Viku áður hafði ég búið til auglýsingu fyrir Pop-Up safnið með útskýringum en auk þess 20

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.