Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 23

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 23
VINNUSKIPTI OG SJÁLFBOÐALIÐAR Vinnuskiptin við Borgarsögusafn voru að mínu frumkvæði og strax vel tekið í beiðnina. Fyrst kom starfsmaður frá safninu á minn vinnustað, Byggðasafn Árnesinga, og veitti faglega aðstoð við uppsetningu á sýningu. Pað var mikill ávinningur fyrir safnið að fá þann starfsmann þó aðeins hafi verið um viku að ræða, bæði var vinnufram- lagið gott og nýr vinkill gagnlegur en einnig skipti félagskapurinn máli. Vik- an mín á Ljósmyndasafni Reykjavíkur var eins og starfskynning þar sem ég fékk virkilega góða innsýn í störf fagfólks. Ég vann svo við skráningu og eitthvað lítillega við greiningu á ljós- myndum. Prátt fyrir að starfsfólk hafi eytt tíma í að leiðbeina mér tólc það mig ekki langan tíma að öðlast sjálf- stæði í vinnubrögðum. Ég tel að með vinnuskiptum geti safnamaður bæði bætt við sérþekkingu sína, öðlast nýja reynslu í starfi og styrkt samvinnu og samstarf jafnvel á milli ólíkra safna Linda Ásdísardóttir, safnfræðingur í mars 2016 fékk ég að kynnast því góða starfi sem starfsmenn Byggðasafns Árnesinga inna af hendi. M dvaldi ég í viku í Frímannshúsi á Eyrarbakka og aðstoðaði við uppsetn- ingu á sýningu í safnhúsinu Kirkjubæ. Öll forvinna hafði þegar farið fram: rannsókn, val á gripum, textagerð og grafísk hönnun. Hvort sem mað- ur starfar á litlu eða stóru safni eru vandamál í sýningaruppsetningu svipuð en alltaf er gott að fá annað sjónarhorn á efni sem maður hefur unnið með lengi. Uppsetning gekk vonum framar þrátt fyrir úrhellisrign- ingu sem olli því að flæða tók í kjallara sýningarhússins. Skjót viðbrögð starfs- fólks og heimamanna björguðu því að elcki hlaust skaði af. Ég var vitni að því hvað góð samvinna við heimamenn slciptir miklu máli í rekstri safns og hve safnið spilar stóra rullu í samfé- laginu. Ég mæli með vinnuskiptum milli safna; það styrkir samvinnu safna, eykur skilning á starfinu og opnar augu manns fyrir nýjum úr- lausnum í hinum daglegu verkefnum. Pað er einnig gott að stíga út úr sína daglega amstri og beina sjónum sín- um annað. Fyrir vikið kemur maður endurnærður til baka. Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga Að vera sjálfboðáliði Ég legg oft leið mína í Safnahúsið í Borgarnesi, sem geymir bóka-, muna- og skjalasafn. Skjalasafninu berast sífellt gögn, gömul og ný, sem þarf að flokka og númera. Þetta er meira verk en skjalavörðurinn kemst yfir ásamt því að sinna dag- legri afgreiðslu. Ég er ekki bundin við skylduverk og finnst gott að koma þarna og hjálpa til við undir- búningsvinnuna. Ég lcem íjóra daga í viku og er í þrjá til fjóra tíma. Mér finnst gott að hafa þetta verkefni og skemmtilegt að hitta starfsfólk og gesti. Það er öllum nauðsynlegt að blanda geði við samferðafóllcið og talca þátt í mannlífinu. Ragnheiður Kristófersdóttir 23

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.