Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Qupperneq 26

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Qupperneq 26
Þjóðminjasafnið var að ljúka viðgerð- um á Pakkhúsinu á Hofsósi hann spurði mig hvort ekki væri hægt að setja upp sýningu þar. Þetta fannst mér bráðgóð hugmynd og við fengum leyfi til að setja þar upp sýningu á veg- um byggðasafnsins um Drangeyjarút- veg og hákarlaveiðar. Með þeirri sýn- ingu var sleginn nýr taktur; að setja upp sýningu annars staðar en í gamla bænum í Glaumbæ. Þetta var upphafið að samstarfi við ýmsa aðila á svæðinu, auk Þjóðminjasafnsins. Valgeir Þorvaldsson, sem hafði gert við Pakkhúsið fyrir Þjóðminjasafnið, fékk hugmynd um að setja upp aðra sýn- ingu á Hofsósi sem myndi fjalla um ferðir íslendinga til Vesturheims á 19. öld og vildi vita hvort byggðasafnið gæti lánað honum gripi til hennar. Mér fannst skynsamlegt að byggða- safnið setti upp sýninguna fýrir hann og benti honum á að hann skyldi ekki kalla þetta safn því að það fylgdu því kvaðir. Á þessum árum vann Þjóð- minjaráð að því að setja slcilyrði um hlutverk og starfsemi safna, sem var fyrsti vettvangur í safnageiranum um stöðluð vinnubrögð. Valgeir tók því vel. Við fengum styrk til að setja upp sýn- ingu og úr varð Vesturfarasetrið. Þetta var fýrsta setrið af mörgum. Þetta var á árunum 1995-96. Á tímabilinu 1996-2002 setti byggðasafnið svo upp fjórar sýningar fýrir Vesturfarasetrið, sem sá um gæslu á Pakkhúsinu fyrstu árin eftir viðgerðina, bæði á sýn- ingunni frá byggðasafninu og á sjálfu húsinu fyrir Þjóðminjasafnið. Fljótlega eftir aldamót var Pakkhússýningin tekin niður. Húsið fór ekki nógu vel með munina. Skildir voru eftir flekar og myndir sem eru þar enn fólki til gagns og gamans. Reynslan af sýn- ingarhaldinu á Hofsósi varð til þess að ég setti upp fleiri sýningar fýrir aðra. Sýningar með aðkomu safnsins hafa verið settar upp víðar s.s. á Hólum. Byggir þetta á mótaðri hugmynd eða var lílct og þetta hafi lent í fanginu á þér? Sýningar í annarra húsum eru engar tilviljanir því að þetta er orðað í fyrstu safnstefnu safnsins frá 1995 og komu lílca til vegna fenginnar reynslu frá sýningarstarfsemi í Paklchúsinu. í safnstefnunni kemur fram að áhersla yrði lögð á að hafa sýningar víðar en í gamla bænum í Glaumbæ. Byggða- safnsnefnd samþykkti þessa fýrstu safnstefnu og héraðsnefndarmenn vildu stækka safnið og gera það öfl- ugra. Þeir áttuðu sig á því að safnið gæti með þessum hætti bætt við starf- semi sína. Þá var ég heppin með sam- starfsfóllc á hinu pólítíslca sviði. Safnið þarfþann stuðning til að vera vel í stakk búið að þjóna heimahéraðinu. Með því að opna safnið fyrir samstarfi fengust fleiri til samvinnu og meðvit- und fóllcs og áhugi fyrir því jókst, sem styrkti ímynd safnsins og sjálfsmynd íbúa svæðisins. Þessi áhersla varð til dæmis til þess að fólk fór að hringja og spyrja hvort safnið hefði áhuga á því að eiga hitt og þetta eða hvort ekki væri spennandi að rannsalca þetta og hitt í minjaumhverfinu: Fólk fékk almennt meiri áhuga á safninu og minjum í umhverfi sínu. Á 50 ára afmæli safnsins, árið 1998, var ráðinn fornleifafræðingur í hálft starf. Sú ráðning var liður í því að kanna minjaumhverfið betur. Var það safnið sem átti frumkvæðið að því að hefja fornleifaskráningu og í kjölfarið rannsóknir? Já, þetta lcom lílca fram í stefnu safns- ins frá 1995 og var hluti þess sem mér þótti nauðsynlegt en ritun byggðasögu svæðisins hófst einmitt um þetta leyti. Mér fannst að þetta ætti að gerast á sama tíma, það er að við ættum að kynnast því betur hvað lá undir í búsetu manna á svæðinu. Safnið átti frumlcvæðið að því að skrá fornleifar á starfssvæðinu. Framan af vorum við á eftir byggðasöguriturum að skrá og kanna en síðustu 10 árin höfum við verið í samfloti eða á und- an þeim í því að skoða áhugaverð svæði og slcrá og gera holur eða prufuskurði. Það var borðleggjandi að gera þetta svona. Byggðasögu- ritarar eru á kafi í frumheimildum og við getum að hluta til nýtt þeirra vinnu. Við höfum t.d. getað kannað eyðibyggðir og afdali Skagaijarðar mjög vel í samfloti með þeim. Það er mikil söguhefð héma, hér er elsta sögufélag landsins og eitt elsta héraðsskjalasafnið, svo að hér er frjór jarðvegur fyrir safnastarfsemi? Mér finnst ég ekki vera að vinna í neinu tómarúmi hérna. Satt að segja er það nokkuð ævintýralegt hvernig okkur hefur tekist að hneppa saman söguritun og förnleifarannsóknum. Á síðasta áratug hefur viðhorfið til forn- leifaskráningar og rannsókna gjör- breyst. Fyrir ekki svo mörgum árum 26

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.