Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 29
fyrir löngu hætt ef ég væri ekki alltaf
að vinna mörg spennandi verkefni
með skemmtilegu fólki.
Mun eitthvað breytast árið 2018?
Pað er margt framundan. Nú erum við
að fara að endurslcoða stefnu safnsins
því þessi sem er í gildi rennur sitt
skeið árið 2018. í þeirri vinnu þarf
sannarlega að slcoða hvernig best er að
tækla þá vinkilbeygju sem hefur verið
tekin í varðveisluhúsnæðismálum og
svo þarf að ljúlca deiliskipulagsgerð
fyrir safnsvæðið í Glaumbæ. Fyrir
fjárhagsáætlunargerð næsta haust
þarf líka að vera komin niðurstaða
um það hvernig nýr samningur við
Pjóðminjasafnið mun líta út, um
rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ.
Hver verða áhrif nýs
samnings við Þjóðminjasafnið
á starfsemi safnsins?
Nú fer eftir því hvaða áherslur verða
lagðar í samningnum. Pjóðminjasafnið
leitar eftir því að byggðasafnið taki
að sé rekstur fleiri húsa í húsasafni
Þjóðminjasafnsins. Um er að ræða
átta hús að meðtöldum Glaumbæ. Fari
svo getur slíkur samningur haft í för
með sér eðlisbreytingu á starfsemi
safnsins og þar með litað allt starfið.
Með samningi um rekstur fleiri húsa
á svæðinu myndi byggðasafnið talca
þéttar í hönd Þjóðminjasafnsins og
við munum einblína enn frekar á
byggingararfmn en áður. Taki safnið
á sig þessa ábyrgð þarf það sennilega
noklcurra ára aðlögun. Nú er staðan sú
að byggðasafnið fær allan aðgangseyri
en Þjóðminjasafnið, eða öllu heldur
Glaumbænum, er ætlaður 800.000 lcr.
hlutur af honum til reksturs og
viðhalds. Nú fer Þjóðminjasafnið fram
á prósentuhlutfall af aðgangseyrinum
til að dekka eftirlits- og rekstrarkostn-
að við fleiri hús. Verði farið að nýta
húsasafnshúsin með öðrum hætti en
nú er gert þarf að fjármagna gæslu
og eftirlit með húsunum og lágmarks
viðhald. Framlag til viðgerða þessara
húsa, frá ríkinu, hefur rokkað fram
og til baka þannig að með samningi
um prósentuhlut af aðgangseyri í bæ-
inn í Glaumbæ yrði til öryggisventill
fyrir Þjóðminjasafnið og fjármagnið
sem hlytist færi þá í eftirlit m.a. með
Grafarlcirkju, Víðimýrarkirkju, Pakk-
húsinu á Hofsósi, Nýjabæ á Hólum,
Þingstofu og bæjardyrum á Stóru-
Ökrum, bæjardyrum á Reynistað og
Sjávarborgarkirkju, auk Glaumbæjar.
Ég er ekki viss um að við getum fjár-
magnað rannsóknir af sama lcrafti
og áður ef stór hluti aðgangseyris að
gamla bænum í Glaumbæ færi til
viðhalds og reksturs annarra húsa
í húsasafni Þjóðminjasafnsins hér í
Skagafirði, nema framlag eigenda til
safnsins verði aukið sem því nemur.
Rannsólcnir eru safninu mikilvægar,
hvort sem þær snúast um minjaum-
hverfið eða munina.
Má húast við því að minna
fjármagn fáist til rannsókna?
Við erum vel sett í dag. Það er mikil
eftirspurn eftir þeirri þekkingu sem
starfsfólk safnsins býr yfir og við höf-
um getað fjármagnað eitt starfsgildi
með útseldri vinnu. En þá eru það
yfirleitt elcki rannsóknir innan héraðs
eða á okkar forsendum. Ef eigendur
safnsins, sem eru Sveitafélagið Slcaga-
fjörður og Akrahreppur, legðu fram
jafnmikið fjármagn til safnsins eins
og það yrði af við nýjan samning við
Þjóðminjasafnið munu rannsókn-
aráherslur ekki breytast. Núna eru
tekjur safnsins af aðgangseyri það
háar að sveitarfélögin hafa getað
dregið hlutfallslega úr framlögum
sínum á undanförnum árum. Árið
2017 er gert ráð fyrir 50 milljónum í
aðgangseyri og við höfum fengið 10
milljónir í styrki til rannsólcna. Með
sama mannskap og með aukinni
meðgjöf frá eigendum safnsins ætti
safnið að geta haldið áfram öflugu
rannsóknarstarfi.
Sldpti máli að fá
Safnaverðlaunin í fyrra?
Við kunnum vel að meta þessa viður-
kenningu og já hún skiptir máli og
alveg sérstaklega í þeim húsnæð-
istengdu áföllum, ef svo má orða, sem
við höfum upplifað á þessu ári. Vegna
Safnaverðlaunanna í fyrra stöndum
við, starfsmenn safnsins, styrkari sem
einstaklingar og sem fagfólk í þeirri
trú að við höfum verið að gera það
rétta, fullviss um að það sáu það ein-
hverjir. Það er góð tilfinning. Svo getur
verið að safnaverðlaunin hafi vakið
það mikla athygli að fleiri vilji njóta
góðs af, fýrst safnið gengur svona rosa-
lega vel. Getum við hin þá ekki bara
tekið við? Er þetta ekki bara orðið gott
hjá ykkur? Hér er kominn eins konar
legsteinn yfir starfið, takk og bless. Ég
hef túlkað verðlaunin sem stuðning
og styrk frá safnaumhverfinu, ég finn
stuðning fagfólks í safnageiranum og
það skiptir verulegu máli.
Finnst þér að samstarf
meðal safnamanna hafi
styrlct þig í starfi?
Já, til dæmis bara það að hittast á
haustin í Farskólanum hefur orðið
til þess að maður þekkir orðið vel til
annarra safna og getur hiklaust leitað
aðstoðar til samstarfsfólks um allt
land. Með fyrsta Farskólanum árið
1988 var lagður grunnur að fagsam-
félagi safnafólks. Sá 25 manna hópur
sem þar var hefur vaxið upp í 100
og eitthvað manna félag í dag. í ljósi
þess sem ég hef upplifað á árinu er
augljóst hve mikilvægt það er að geta
átt samtal við marga. Hvort sem það
eru starfsmenn safna eða fólk sem býr
hér á starfssvæði safnsins. Svo eru það
stjórnmálamennirnir, sem sumir eru
settir í einhverjar nefndir, án þess að
hafa nokkurn áhuga eða þekkingu á
viðfangsefni nefndarinnar eða þá að
þeir hafa ofuráhuga á að gera eitthvað
allt annað en skynsamlegast reynist
hverju sinni. Á þeim vettvangi þarf
greinilega að vera vakandi yfir að
allir skilji og sjái hvað felst í áformum
safnanna, sem m.a. kemur fram í
starfsstefnu þeirra. Það þarf að fýlgja
starfsstefnum vel eftir og fylgjast með
því að samstarfsfóllc og fulltrúar í
nefndum og ráðum, átti sig á við hvað
söfnin eru að fást hverju sinni og hvað
er framundan, auk þess sem mikil-
vægt er að kynna starfsemi safnsins
við hvert tækifæri sem til þess gefst.
29