Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 36

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 36
UM MIKILVÆGI SAFNASTARFSEMI í FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI Nemendur í heimsókn á Byggdasafni Skagfirdinga. Sigrídur Sigurdardóttir ferðamanna. Einnig er tekið fram að húsakostur safna í sveitarfélaginu sé ákjósanlegur til varðveislu og sýn- inga. Þarna eru greinileg merki um það að sveitarfélagið vilji að söfnin séu aðgengileg.2 Sveitarfélög þurfa að gera það upp við sig hvort þau líta á söfnin sem þjónustuaðila fyrir ferðaþjónustuna eða hvort þeir telja að söfnin eigi að „mala gull“ á ferðaþjónust- unni. Ef það á að vera þannig þá þurfa sveitarfélögin að fjármagna grunnstarfsemi og uppfylla skyldur en um leið setja fjármagn í markaðssetningu og þróunarstarf í þjónustu safna við ferðamenn. Eigendur safnanna, þeirra er valdið og um leið ábyrgðin á því að ákveða hversu stórt þeir telja hlutverk safnanna sinna í ferðaþjónustu vera og hversu mikil áherslan eiga að vera á þeim þætti í starfseminni. Söfn eru annað og meira en postulíns- stopp á hringferð um landið. Dæmin sýna að söfn og ferðaþjónusta geta vel starfað saman í góðri sátt. Söfnin eru mörg hver með áratuga reynslu af rekstri og móttöku gesta og tilbúin til samstarfs. Félagsmenn FÍSOS eru alla jafna tilbúnir til samstarfs við aðila í ferðaþjónustu. Við minnum samt á allan þann fjölda verkefna sem er á borði t.a.m. viðurkenndra safna og hvetjum til öflugs skipulags á sam- starfi safna og ferðaþjónustu. Félagar reyna að bregðast við og þjónusta ferðahópa eins vel og þeir geta, jafnvel þó hópurinn sé ekki fleiri en tveir gestir! Við þurfum líka að hafa í huga, að eins og náttúran er viðkvæm fyrir átroðningi þá geta safngripir og sýn- ingar svo eklti sé talað um minjastaði verið viðkvæmir fyrir ágangi gesta. Söfnin eru tilbúin til samræðna um það sem má gera betur og um það sem vantar upp á þjónustuna. Fjölgun gesta skilar fleiri krónum í leassann fyrir báða aðila og auknar tekjur veita söfnum ráðrúm til að gera enn betur. Já, það er opið hjá okkur og þið eruð öll hjartanlega velkomin! 1 Vefur. Safnaráð. Vefslóð: www.safnarad.is —* Fréttir —► 2. nóv 2016 Málþing um söfn og ferðaþjónustu 18. nóv- ember næstkomandi í Safnhúsinu við Hverfisgötu. 2 Vefur. Fljótsdalshérað. Vefslóð —*■ www.fljotsdalsherad.is -*Leit: Menningarstefna Fljótsdalshéraðs Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS 36

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.