Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Síða 33
33Ljósmæðrablaðið - júní 2013
Norðurlandsdeild
Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags
Íslands var stofnuð 30. júlí 1968. Skráðir
félagar eru 47 talsins og eru þeir búsettir
víða um Norðurland.
Starfsemi deildarinnar hefur verið með
svipuðu sniði undanfarin ár. Haldinn er
einn aðalfundur og einn til tveir fræðslu-
fundir á ári, þar sem ljósmæðrum finnst
alltaf gaman að koma saman og ræða
málin.
Stjórnarmeðlimir hafa að miklu leyti
samskipti í gegnum tölvupóst og síma
auk þess að hittast af og til. Aðalfundur
hefur oftast verið haldinn á Akureyri en
stöku sinnum hefur hann þó verið haldinn
annars staðar á Norðurlandi. Í þeim
tilfellum hefur tækifærið verið notað
til að heimsækja ljósmæður á öðrum
stöðum, sjá aðstöðu þeirra og hafa gaman
um leið.
Á árinu 2012 voru haldnir tveir fundir,
aðalfundur og aðventufundur. Aðalfund-
urinn var haldinn á Siglufirði í maí þar
sem ljósmæður fóru saman í rútu þangað
og skoðuðu sjúkrahúsið þar. Eftir venju-
bundin fundarstörf var borðaður góður
matur á veitingastaðnum Rauðku. Þar
voru tvær ljósmæður gerðar að heiðurs-
félögum, þær Ása Marinósdóttir og Heba
Ásgrímsdóttir.
Aðventufundurinn var sl. desember þar
sem ljósmæður komu saman og borðuðu
og skiptust á jólagjöfum. Einnig vann
stjórnin í því að safna peningastyrkjum
fyrir fæðingardeildina á Akureyri til
kaupa á endurlífgunarborði fyrir nýju
fæðingarstofurnar sem teknar voru í
notkun sumarið 2012. Gekk það framar
vonum.
Félagar í NLMÍ er 47 og í stjórn eru
Hulda Magnadóttir, formaður, Birgitta
Níelsdóttir, varaformaður, Halla Harðar-
dóttir, meðstjórnandi, Eva Laufey Stef-
ánsdóttir, gjaldkeri, og Sigrún Rósa
Vilhjálmsdóttir, ritari.
Efri röð: Birgitta, Hrafnhildur, Anna María, Inga Vala, Ása, Sía, Malla, Eva Laufey,
Gunnjóna, María, Hallfríður og Ásrún. Fyrir framan:Inda, Hulda, Nína, Halla, Inga og
Freyja.
Gunnjóna að segja frá staðháttum á Siglufirði