Stjarnan - 01.04.1927, Page 11

Stjarnan - 01.04.1927, Page 11
STJARNAN 59 MóÖirin: (stendur upp í skyndi og nær i köku) “Hérna, taktu viö og steinþeg- iðu svo, og flýttu þér að eta hana áöur en hinir krakkarnir koma.” BarniÖ: (við annaÖ barn) “Mamma gaf mér köku.” Yngra barniö: “Eg vil líka fá köku.” Barnið: “Já, bara orgaðu, og þá gef- ur mamma þér líka, þaö gerði eg, og þá gaf hún mér.” Hver bar hér sigur úr býtum? Óneit- anlega barnið. Og hvað hafði það svo upp úr því? Ekkert nema ilt eitt. Af móðurinni lærði það ósannsögli, ósjálf- stæði, óþolinmæöi og hugsunarleysi. Sjálft æfðist það í óhlýðni, þverlyndi og heimtufrekju. Hvernig getur svo slík móðir ráðiS viö barnið sitt þegar það vex upp, og hvaða virðingu ætli aö það 'beri fyrir henni? ■Hverjar eru venjulega afleiðingarnar af slíkri hugsunarleysis-meðferð á börnun- um? Skömm, vonbrigöi og sorg fyrir móöurina, tjón og spilling fyrir barnið! “Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist, mun hann ekki af honum beygja.“ Orðskv. 22, 6. fÞýtt úr Ev. S.) ELLA SAMSON 3. KAPÍTULI. Heitnkoman um jólin, tilfinningar móð- urinnar og tóbak föðursins. “Hér er hún, kona! Gættu nú vel að, hvort þér finst hún vera nokkuð lík því að vera geggjuð.” “Geggjuð? Hvað meinar pabbi?” Þetta var alveg ný athugasemd um hana og kom á svo óvart, að hún vissi varla hvern- ig hún átti að snúa sér. Frú Samson hafði ákveðið að láta Ehu ekki vita neitt um allar þær samræður é

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.