Stjarnan - 01.01.1932, Síða 1

Stjarnan - 01.01.1932, Síða 1
STJARNAN -g^. Nýárs óskir Á þessum áramótum, þegar margir ganga í blindni og sjá ekkert Ijós fram undan, þegar stjórnmálamenn örvæntast um að friður geti haldist til lengdar, verzl- unarmenn efast um betri tíma, bankamenn eru á- hyggjufullir, vegna þess að litlar líkur eru til þess að fjármálum heimsins verði nokkurn tíma kipt í samt lag aftur, verkamannaleiðtogar sjá ekki fyrir afleiÖ- ingunum af stríðinu milli verkalýðsins og auðvaldsins og sannkristnir menn sjá, að ástandið á trúmálasvið- inu innan kirknanna versnar en ekki batnar, stafar Stjarnan geislum sínum inn á mörg heimili vestan hafs og austan með alúðar nýárs óskum til allra kaupenda. Ósk hennar er að hann, sem sendir himintunglin með reglu út eftir ákveðnum brautum, og talar til hjartna manna bæði með rödd vetrarbylsins og sumarblæsins, þegar náttúran stendur í blóma sínum, hvísli friðarmáli að þér, kÉeri vinur. Enn fremur, að hann, sem getur breytt ríki náttúrunnar eftir vild sinni, einnig breyti kringumstæðum þínum til þess betra, að þetta nýja ár verði þér í alla staði farsælt og blessunarríkt. —D. G. I J

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.