Stjarnan - 01.01.1932, Síða 12

Stjarnan - 01.01.1932, Síða 12
12 STJARNAN Rússa á tímum keisaraveldisins, geta varla gert sér hugmynd um hve strang- lega þetta var tekið upp fyrir hinum unga manni. Þótt sumir útlagarnir bæru enga lotningu fyrir tilbeiðslu eSa dýr- gripum ríkiskirkjunnar, þá var ekki mik- ið til þess tekiÖ. En fyrir meÖlim kirkj- unnar a8 vanrækja slíka helga dóma, það var nokkuð, sem ekki var hægt að láta viðgangast. Þar hafði kirkjan valdið í trúmálum, þar var alment álitið að allir ættu að vera skyklaðir til að hlýða reglum kirkjunnar. Presturinn var Guð þeirra og konungur. Við réðum þessum unga manni að fara varlega konu sinnar vegna, en hann spurði okkur blátt áfram, hvort við meintum að hann skyldi breyta þvert á móti orðum Biblíunnar. Auðvitað réðum vér honuin ekki til að gjöra það, en þekking hans á Guðs orði var ekki orðin rótgróin ennþá, svo við vorum hræddir um að ofsóknir þær, er hann yrði að mæta, mundu verða meir en hann gæti staðist. Foreldrar hans, sem áður höfðu verið vingjarnlegir, snerust nú á móti okkur. Paðir hans skipaði okkur að flytja út úr húsinu. En við þurftum ekki að hlýða þeirri skipun, af því þau báðu ekki vörð- inn aS gefa okkur hana. Foreldrarnir voru mjög reið við son sinn. Bæði þau og þorpsbúar yfirleitt á- litu að hann og við ættum að vera reknir í útlegð lengra norður, nema því aðeins að hann vildi taka upp aftur sínar fyrri trú- arbragðaæfingar, en ungi maðurinn sagði, “Aldrei framar skal eg hneigja mig fyrir dýrðlinga myndum, eða kyssa hönd prestsins, því eg hefi lært af Guðs orði hvernig eg á að biðja.” Hann hafði oft tækifæri að koma til okkar og fá tilsögn. Þegar menn reyndu að fá hann til að hætta við þessa nýju stefnu, sem hann hafði tekið, þá reyndi hann til að skýra fyrir þeim hvers vegna hann breytti eins og hann gjörði, en þeir vildu ekki hlusta á hann. Sumir ráðlögðu föður hans að berja hann, það jafnvel gekk svo langt að fað- ir hans gaf honum utan undir. Alex- ander var bráðlyndur aS náttúrufari, en hann tók þessu rólega. Hann sagði við föður sinn að hingað til hefði hann ekki verið góður sonur, og hann hefði stund- um verið svo vondur við yngri bróður sinn að hann hefði orðið að flýja heim- ilið. Þá hefði enginn sett mikið út á breytni hans, en nú, þegar hann hafði snúið frá hinum vonda vegi, þá var hann barinn og illa um hann talað. Um þessar mundir kom sóknarprestur- inn til þorpsins. I ræðu sinni í kirkjunni gjörði hann snarpar árásir á utankirkju trúflokka, að því loknu mintist hann á að' nokkurir þessara meinvætta væru þar i bygðinni, og brýndi hann fyrir fólkinu,. að það skyldi ekki líða þá í húsum sín- um. Hefðum við ekki verið undir gæziu lögreglunnar, þá er það víst að ofsókn hefði verið hafin gegn okkur samkvæmt fyrirmælum prestsins. Siðari hluta dagsins er vér sátum und- ir borðum, ruddist presturinn og þjónn hans, ásamt fjölda þorpsbúa, inn í her- bergi okkar. Við heilsuðum þeim kurt- eislega og buðum prestinum sæti. I fann afþakkaði það reiðulega og heimtaði að við sýndum honum Nýja Testamentið, sem við hefðum gefið Alexander. Hann fullyrti að það væri ekki hið sama og notað væri í rússnesku kirkjunni, og kvaðst vera kominn til að handtaka það- og senda það á lögreglustöðvarnar til að fá vissu um, hvort það væri i samræmi við hina rétt-trúuðu kirkju. Nokkrum dögum áður hafði Alexander farið út á fiskiveiðar, og var hann ekki kominn heim aftur. Efann hafði Testa- mentið altaf með sér, svo presturinn gat ekki fengið það í þetta sinn, en hann skipaði föður Alexanders að fara og sækja það. Þótt vegurinn væri langur þá hlýddi faðirinn mótmælalaust, og fór á bátnum sínum til að sækja Testamentið. Biblian, sem kennarinn lánaði okkur lá

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.