Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.01.1932, Blaðsíða 15
STJARNAN 15 Smávegis Kína þarfnast 25,000,000 dollara næsta vetur, til aÖ hjálpa fólkinu í héruðum þeim, sem flóÖiÖ gekk yfir, eftir því sem T. V. Soong, f jármálaráÖherra Kínverja, og formaÖur líknarstarfseminnar í flæði- löndunum, skýrir frá. í veizlu einni, sem haldin var drukku menn mikið af víni. Ungri stúlku í sam- kvæminu var boðið vín, en hún þáði það ekki. “Skipaði ekki Páll Tímóteusi að neyta lítils víns vegna maga síns,” spurði mað- urinn, sem bauð henni og gjörði sig held- ur merkilegan. “Það getur verið,” svaraði stúlkan, “en mér er ekki ilt í maganum.” Fulltrúi Ameríkumanna í Þýskalandi á að hafa aðsetur sitt í Blucher kastala í Berlín. Bandarikin hafa keypt kastalann fyrir $1,705,406 þar verða einnig allar s'krifstofur Bandaríkjanna. Sagt er að um 200 miljónir manna, eða helmingur allra íbúa Kínaveldis, séu at- vinnulausir. Þeir draga fram lífið sem best þeir geta, vinna dálítið þegar kostur er á, betla, eða njóta styrks hjá ættingjum sínum.— Bandaríkin nota hér um bil einn fimta hluta af öllum sykri, sem framleiddur er í heiminum. California hefir nokkru fleiri automo- bíla heldur en einn fyrir hverja þrjá af innbúum ríkisins. Ráðherra Þýzkalands, Paul von Hind- enburg, fékk 150,000 bréf síðastliðinn af- mælisdag sinn. Hann var þá 84 ára að aldri. STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Western Canadian Union Conferenee S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um áriS I Canada, Bandaríkj- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og ráðsmaður: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Phone: 31 708 Sumstaðar í Indíana U.S. borga menn giftingarleyfi með hveiti, og bifreiða- verzlun ein í Arkansas auglýsir að hún taki móti bómull sem borgun fyrir bif- reiðar. Það er alkunnugt, aö kettir sjá betur i myrkri heldur en menn, en hve mikið sjón þeirra er skýrari var fyrst fundið út af náttúrufræðingi einum, Elrich Murr, við Königsberg háskóla. Tilraunir hans sýndu að sjón kattarins í myrkri er fer- tugfalt skýrari heldur en sjón mannsins. Bandaríkin eyddu 1,127,651,670 doll- urum beinlínis eða óbeinlínis til hermála 6 fyrstu mánuði þessa yfirstandandi árs. Uítið seglskip, “Santa María,” útbúið eins og Santa María, sem Kólumbus not- aði er hann uppgötvaði Ameríku, leggur af stað frá Palos einhvern tíma í febrúar. Skipstjórinn verður Julio Guillen 35 ára að aldri. Með honum fara 25 spánverskir sjómenn. Þeir ætla að fylgja sömu leið og Kólumbus fór. Með sér ætla þeir aS hafa nægan forða af brauði upp á tvo mánuði, og nóg vatn fyrir 5 mánuði. Þeir vonast eftir að sjá strendur Santa Do- mingo innan 50 daga frá því þeir fara af stað. Skipið á að flytja stein frá La Rapida klaustri til að setja í vita þann, sem á að reisa þar til minningar um Kólumbus.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.