Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.01.2019, Qupperneq 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: GoRed2019 Fyrirmyndin var fengin frá alþjóðlegum samtökum sem kenna sig við GoRed. Hjarta- og æðasjúkdómar herja ekki síður á konur en karla. Ein- kenni sjúkdómsins koma ekki endilega eins fram hjá báðum kynjum, en oftar en ekki höfðu rannsóknir á hjartasjúkdómum miklu fremur beinst að körlum en konum. Það að vitneskjan var minni þegar kom að konum og hvernig sjúkdómurinn getur birst bitnaði oft á þjónustu við þær. Þessi stað- reynd hefur verið mörgum konum til baga og nokkrum dýrkeypt. Því var stofnun samtakanna fyrst og fremst hugsuð í því skyni að stofna sjóð. Hann yrði nýttur til að auka rannsóknir, varðandi hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum, um leið og fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum væri beitt. Þessi fámenni hópur sem kom saman í upphafi hafði ekkert fjármagn á bak við sig – bara brennandi áhuga fyrir framgangi málsins. Síðastliðin ár hafa verið haldnar samkomur, oftast í kringum konudaginn, og þá einnig skrif- aðar greinar í blöð – þar sem það nýjasta úr heimi vísindanna á þessu sviði var kynnt – um leið og margt annað áhugavert hefur verið í boði. Konur hafa einnig komið fram og miðlað af reynslu sinni af sjúk- dómnum og sagt sögur sínar sem margt er hægt að læra af. Í tímans rás hefur bæst við fjölbreytt flóra samtaka sem hafa sömu markmið – sama áhuga á auknu heilbrigði kvenna og betri þjónustu þeim til handa. Nú í ár er boðið upp á einstak- lega fróðlega og uppbyggilega dagskrá. Þar fáum við að heyra áhugaverðar sögur – um baráttu og stóra sigra. Þetta er samkoma sem ég vona að áhugasamir láti ekki fram hjá sér fara. Hvað varðar stóra sjóðinn, sem við erum enn að safna í , þá hefur hann aldrei orðið digur af fjármunum. En við eigum mörgum góðum sjálfboðaliðum mikið að þakka. Það sem áunnist hefur er fyrst og fremst vitundarvakning, aukinn skilningur og samstaða þeirra sem málið varðar. Í ár er áranna tíu minnst með miklum glæsibrag með fjölbreyttri dagskrá. Ég treysti því og trúi, að það verði margir sem láti þetta mál sig varða, nú sem fyrr, því enn getum við stefnt að enn betri árangri í forvörnum, fræðslu og þjónustu. Ég trúi því að Íslendingar geti verið í fararbroddi í þessu verk- efni. Sjáumst heil og hress í Hörpu föstudaginn 1. febrúar. Samtökin eru komin til að vera og gera. Ingibjörg Pálmadóttir, verndari GoRed samtakanna á Íslandi Afmælishátíð Tíu ár eru síðan áhugasamir heibrigðisstarfsmenn tóku þá ákvörðun að stuðla að vitundarvakningu á Íslandi um varnir kvenna varðandi æða og hjartasjúkdóma. Ingibjörg Pálmadótir, verndari GoRed samtakanna á Íslandi Hjarta- og æðasjúkdómar herja ekki síður á konur en karla. NORDICPHOTOS/GETTY Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, fráfarandi for- maður GoRed Ísland Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður 1.6 fyrir heilbrigði kvenna „… og síðan eru liðin mörg ár“ segir í textanum. Þau voru býsna fljót að líða árin 10 sem GoRed hefur verið við lýði og ef við lítum yfir farinn veg þá hefur ótrúlega margt breyst á þeim tíma. GoRed var stofnað af baráttufólki fyrir betri heilsu og líðan kvenna með hjarta- sjúkdóma, örlítið lóð á vogarskál umræðu og til að opna augu bæði almennings og fagfólks á því hvernig konur, ólíkt körlum, upplifðu sín sjúkdómsein- kenni hvort sem þau voru vegna sjúkdóms sem var skammt á veg kominn eða skyndileg og alvarleg veikindi á borð við hjartaáfall. Þekkingin var oft gloppótt þegar kom að hjartasjúkdómum hjá konum. Á þessum 10 árum hefur umræða um heilbrigði kvenna náð nýjum hæðum. Nú hefur hver rannsóknin af annarri litið dagsins ljós þar sem skoðuð er hjartaheilsa kvenna í ýmsu tilliti og þekk- ingunni fleygir fram. Þetta varðar algenga sjúkdóma sem tengjast bæði erfðum og lífsstíl líkt og sykursýki, sem er afar mikilvægur áhættuþáttur fyrir einmitt konur hvað varðar kransæðastíflu, og í auknum mæli áhrif áfalla og álags Megum ekki sofna á verðinum á hjarta og æðakerfi og hvernig streita og hraði í nútímasamfélagi knésetur áður hrausta og dugmikla einstaklinga. Það er í sjálfu sér ekki GoRed einu og sér að þakka að umræða um þessa hluti hefur tekið stakkaskiptum, en það er sannar- lega hluti af byltingunni í umræðu um heilsu kvenna. Það hefur verið tekið eftir rauða deginum, fyrirlestraröðum, greinaskrifum í blöðin, fyrirtækjaheimsóknum og ljósaverkunum – allt þetta sem við höfum gert til þess að ná athygli landans og fræða hann. Við megum aldrei sofna á verðinum og þurfum að gera eftirfylgni við hjartaheilsu okkar og heilbrigði að sjálfsögðum hlut. Við eigum að hlusta á líkam- ann og þekkja tölur hans; blóð- þrýsting, blóðfitur og blóðsykur. Þær eru okkar leiðarvísir um ástand okkar og við þurfum að geta brugð- ist við ef þær tölur verða okkur óhagstæðar. Við þurfum að hlusta á líkamleg einkenni álags og streitu. Við erum ekki þess umkomnar að sinna vinum og mökum, öldruðum ættingjum eða skutla börnum, elda, vinna og komast í gegnum allt sem á daga manns drífur ef við erum ekki heilbrigðar. Við getum ekki slegið heilsu okkar á frest og verðum að gera okkar innri heilsuskoðun að föstum lið í lífi okkar – allra vegna. Á afmælisár- inu tökumst við í hendur, GoRed vitundarvakning um hjartasjúk- dóma kvenna og ungur félags- skapur á Íslandi 1.6 fyrir heilbrigði kvenna, sjálfboðaliða- samtök og systurfélag 1.6 milljonerklubben í Svíþjóð. Markmið þeirra samtaka er að styðja við fræðslu um hvaðeina er varðar heilbrigði kvenna og fjöl- skyldna. Sterkur samhljómur er því með þessum tveimur félögum og vegna samstarfsins hefur yfirbragð fyrirlestra á ráðstefnu GoRed í Hörpu 1. febrúar nk. fengið víð- tækari skírskotun, en auk þess sem fjallað er um hjartaheilsu fáum við innsýn í áfallasögu kvenna, frásögn konu í kulnun og að heyra um magnaða lífsbreytandi áskorun. Við hlökkum til að sjá sem flesta á ráðstefnunni í Hörpu á GoRed deginum föstudaginn 1. febrúar nk. og óskum ykkur öllum heilbrigðis og hamingju. Helga Margrét Skúladóttir, for- maður GoRed Ísland Kopar & Zink ehf Reykjavíkurborg / borgarbókhald Hafnarfjarðarhöfn Fastus ehf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Nói-Síríus hf ÁTVR Vínbúðir Garðabær BBA Legal ehf Súðavíkurhreppur Pökkun og flutningar ehf Síldarvinnslan hf Landsnet hf SFR Stéttarfélag í almannaþjónustu Íslenskir aðalverktakar hf Olíudreifing ehf Geysir shops ehf Marz sjávarafurðir ehf Meitill-GT Tækni ehf Verslunarmannafélag Suðurnesja Verslunarskóli Íslands Bati - sjúkraþjálfun ehf Garðs Apótek ehf Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja,SSF Hagkaup Pólarhestar ehf 8931879 Stefán Ginger ehf Stólpi gámar ehf Danica sjávarafurðir ehf Snæfellsbær Snerpa,íþróttafélag fatlaðra Park Inn by Radisson Keflavik Menntaskólinn á Egilsstöðum Kökugerð H.P. ehf Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf Austurhlíð ehf, bílapartasala Stakkavík ehf Eskja hf Góa-Linda sælgætisgerð ehf Landssamtök lífeyrissjóða Bolungarvíkurkaupstaður Nonni litli ehf Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf JS-hús ehf Egersund Ísland ehf Gunnars ehf Mosfellsbakarí hf Reiknistofa fiskmarkaða hf Rarik ohf Gjögur hf Visitor, ferðaskrifstofa VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna Raftákn ehf Grafía-stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum Nýja bílasmiðjan hf Fögrusteinar ehf Verkvík - Sandtak ehf Reykjavík Helicopters ehf Sveitarfélagið Ölfus Norlandair ehf Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar FISK seafood Hafnarfjarðarbær Brunavarnir Suðurnesja Seðlabanki Íslands Loðnuvinnslan hf Hvalur ehf Þökkum stuðninginn 2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U RHJARTAÐ ÞITT 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 7 -0 5 3 0 2 2 2 7 -0 3 F 4 2 2 2 7 -0 2 B 8 2 2 2 7 -0 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.