Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 20
Síðustu tvö ár hefur verið afar mikið að gera í sam-runamálum, ekki ein-vörðungu hvað varðar fjölda mála heldur einnig umfang. Allmargir þessara
samruna hafa varðað aukna sam-
þjöppun og á mikilvægum mörk-
uðum. Í slíkum tilvikum skiptir
miklu máli að standa vörð um sam-
keppni og hagsmuni almennings,“
segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, í samtali
við Markaðinn. Vísar hann meðal
annars til þeirra stóru samruna á
smásölumarkaði sem Samkeppnis-
eftirlitið samþykkti í fyrra með
ströngum skilyrðum.
Skemmst er þó að minnast þess
þegar tilkynnt var um fyrirhugaða
yfirtöku Icelandair á WOW air í
byrjun nóvember. Samruninn var
umfangsmikill og flókinn, og tíminn
var naumur.
„Erfiðleikar í flugrekstri íslensku
flugfélaganna, sér í lagi hjá WOW
air, kölluðu á mjög skjót viðbrögð
og Samkeppniseftirlitið brást mjög
skjótt við. Nær öllum öðrum verk-
efnum var ýtt til hliðar og gagna-
öflun gekk greiðlega svo rannsóknin
var langt á veg komin þegar fyrir-
tækin hættu við,“ segir Páll Gunnar.
Samrunaáform íslensku flug-
félaganna vörðuðu ekki einungis
íslensk yfirvöld. „Sameiningin
hefði haft talsvert vægi á nokkrum
áfangastöðum í nágrannalöndum
og í samkeppni yfir Atlantshafið og
því fylgdust erlend samkeppnisyfir-
völd vel með málinu þótt formleg
rannsókn hafi ekki verið hafin ann-
ars staðar en hér. Það gleymist oft
í umræðu um samkeppnismál á
Íslandi að við erum hluti af stærra
kerfi, bæði vegna EES-samningsins
og samstarfs samkeppnisyfirvalda
á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Páll
Gunnar. Spurður um líklega niður-
stöðu málsins segir hann að það
sé ekki ábyrgt að slá því föstu hver
endanleg niðurstaða hefði orðið,
fyrst ekki kom til hennar. „Aðilar
málsins gerðu sér hins vegar aug-
ljóslega grein fyrir því að það væri
eðli máls samkvæmt á brattann að
sækja að fá svo veigamikinn sam-
runa samþykktan án íhlutunar.“
Vilja ekki stýra mörkuðum
Rannsókn samruna gengur þann-
ig fyrir sig að Samkeppniseftirlitið
hefur rannsókn eftir að fyrirtækin
sem eiga í hlut senda inn tilkynn-
ingu með tilheyrandi gögnum og
að sögn Páls Gunnars er gríðarlega
mikilvægt að vandað sé til verka
þegar samruninn er tilkynntur. Það
geti oft ráðið úrslitum um hversu
skjótt sé leyst úr málinu.
„Það hendir of oft að samruna-
tilkynningin sé ekki fullnægjandi.
Það er slæmt fyrir meðferð málsins,
ekki síst í stærri málum,“ segir hann.
„Við ætlum okkur að draga lærdóm
af undanfarinni samrunahrinu með
það í huga að skýra ferla okkar og
kröfur sem eru settar á samruna-
aðila til þess að greiða fyrir meðferð
málanna.“
Þá segir Páll Gunnar að samruna-
aðilar geti snúið sér til Samkeppnis-
eftirlitsins áður en tilkynningin er
send. Það geti oft verið gagnlegt til
þess að unnt sé að ræða málin og
auðvelda málsmeðferðina í fram-
haldinu. Upphafsskrefin skipti
miklu máli.
Í framhaldi af samrunatilkynn-
ingunni hefur Samkeppniseftir-
litið 25 virka daga til að meta hvort
ástæða sé til frekari rannsóknar. Ef
sú er raunin er II. fasi rannsóknar
virkjaður og hefur eftirlitið 70 virka
daga til að komast að endanlegri
niðurstöðu. Telji eftirlitið líkur á
að samruninn skaði samkeppni
er frummatið um það sett fram í
andmælaskjali og samrunaaðilum
þannig gefið tækifæri til að bregðast
við frummatinu.
„Eftir það eru í flestum tilvikum
komin fram fullnægjandi gögn í
málinu sem gerir eftirlitinu kleift að
taka ákvörðun. Í öllu þessu ferli hafa
samrunaaðilarnir kost á því, annað
hvort strax í upphafi eða síðar, að
koma fram með tillögur að skil-
yrðum sem fela í sér að samruna-
aðilarnir skuldbinda sig til ákveð-
inna aðgerða sem koma eiga í veg
fyrir samkeppnishindranir vegna
samrunans,“ segir Páll Gunnar.
Sem kunnugt er birti Sam-
keppnis eftirlitið ákvarðanir í tveim-
ur stórum samrunamálum á árinu.
Annars vegar vegna samruna Haga
og Olís, og hins vegar N1 og Festar.
Báðum samrunamálunum lauk með
þeim hætti að fyrirtækjunum voru
sett ströng víðtæk skilyrði um sölu
á eignum og um háttsemi félaganna.
Samkeppniseftirlitið leggur áherslu
á það að tillögur um slík skilyrði
komi frá samrunaaðilunum sjálfum.
„Samkeppniseftirlitið vill ekki
stýra mörkuðum. Við reynum hins
vegar að útskýra helstu ályktanir
okkar þegar þær verða til og þau
áhyggjuefni sem við okkur blasa.
Það er síðan hlutverk samrunaaðila
að leggja fram tillögur að úrlausnum
svo að samruninn geti gengið fram.
Það er einfaldlega þannig að það
er ekki gott þegar opinber stofnun
tekur stjórn á atburðarás í atvinnu-
lífinu. Ég held að fæstum hugnist
það þegar upp er staðið. Betra er
að fyrirtækin sem eiga í hlut greiði
sem kostur er úr málinu,“ segir Páll
Gunnar.
„Þegar ferlinu er lokið tekur
maður stundum eftir kvörtunum
um að gott hefði verið að vita fyrr
Hlutverkið ekki fallið til vinsælda
Samkeppniseftirlitið tók veigamiklar ákvarðanir í samrunamálum á síðasta ári. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir stofnun-
ina oft vera vettvang átaka um ólíka hagsmuni. Erlend samkeppnisyfirvöld fylgdust vel með samrunaáformum Icelandair og WOW air.
Páll Gunnar hefur áhyggjur af því að orðræða um að geðþótti liggi að baki ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins sé til þess gerð að fæla fyrirtæki frá því að hafa samskipti við SKE. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Finna má betri útfærslur á viðmiðum
Samkeppniseftirlitið fær fjölda
mála á hverju ári á sitt borð enda
ber að tilkynna um samruna ef
farið er yfir ákveðin viðmið. Sem
stendur þarf að tilkynna um
samruna ef samanlögð heildar
velta er 2 milljarðar eða ef hið
minnsta tvö fyrirtæki eru með
200 milljóna króna veltu. Þessum
viðmiðum var síðast breytt árið
2008 en Páll Gunnar segist opinn
fyrir því að finna betri útfærslur
til að Samkeppniseftirlitið geti
einbeitt sér að stærri málum.
„Það er eðlilegt að huga reglulega
að því hvort þetta séu réttu veltu
mörkin eða ekki. Samkeppnis
eftirlitið setur sig ekki upp á móti
því að veltumörkin séu hækkuð
svo fremi sem almannahagsmuna
sé gætt. Keppikeflið hlýtur að
vera að tryggja almannahags
muni með sem skilvirkustum
hætti. Staðreyndin er sú að það
eru dæmi um markaði sem skipta
heilmiklu máli fyrir almenning en
eru kannski ekki veltumiklir. Öðru
hvoru koma slík mál á okkar borð.
Ef veltumörk eru hækkuð þarf
að tryggja að eftirlitið geti a.m.k.
brugðist við slíkum aðstæðum
með því að kalla eftir samruna
tilkynningu.“
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Það er vandfundin
stofnun í íslensku
stjórnkerfi sem þarf að
standa skil gjörða sinna með
sama hætti og Samkeppnis-
eftirlitið
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
F
-C
7
B
4
2
2
3
F
-C
6
7
8
2
2
3
F
-C
5
3
C
2
2
3
F
-C
4
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K