Fréttablaðið - 06.02.2019, Qupperneq 36
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 6. febrúar 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Stjórnar-
maðurinn
05.02.2019
Kerfið sem Bolli Héðinsson
taldi að þyrfti að afnema er í
raun grundvöllur fyrir því að
sjávar útvegurinn getur
greitt milljarða króna á
hverju ári í veiðigjald og
aðra skatta.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar
Verðmæti
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra kynnti á dögunum
fjölmiðlafrumvarp sitt. Helstu
nýmælin eru þau að fjölmiðlar
geta átt von á endurgreiðslu 25%
ritstjórnarkostnaðar úr ríkissjóði.
Hver fjölmiðill fær að hámarki 50
milljónir en áætlað er að heildar-
kostnaður nemi 300 til 400 millj-
ónum. Svo virðist sem hindranir
til að eiga rétt á endurgreiðslu
séu fremur lágar. Prentmiðlar
skulu koma út að minnsta kosti 48
sinnum á ári, en vefmiðlar miðla
nýju efni daglega. Varla er hægt
að segja annað en að auðvelt sé að
uppfylla síðarnefnda skilyrðið.
Það er nefnilega himinn og haf
á milli þess að halda úti frétta-
stofu í hefðbundinni mynd með
tilheyrandi yfirbyggingu og
kostnaði, eða að skrifa stöku
fréttir eða skoðanagreinar á netið.
Varla verður sagt að hér á landi séu
reknar f leiri en þrjár fréttastofur
í einkaeigu. Hjá Sýn, Morgun-
blaðinu og Fréttablaðinu. Það er
heldur ekki svo að þeir sem halda
út þessum fréttastofum græði á tá
og fingri á kostnað minni keppi-
nauta. Þetta eru stórir vinnu-
staðir sem veita umgjörð utan
um rótgróin vinnubrögð og sinna
almannaþjónustuhlutverki. Slíkt
kostar og með tilkomu nýmiðla
eins og Facebook og YouTube, auk
áframhaldandi dekurs við RÚV,
hefur rekstrarumhverfið orðið
sífellt erfiðara. Einkaaðilar standa
ekki í slíku til lengdar.
Viðfangsefnið ætti að vera að
spyrja sig hvort áfram sé æskilegt
að reknar verði öf lugar fréttastof-
ur á Íslandi. Einyrkjar og bloggar-
ar verða alltaf í einhverri mynd, og
ekki verður séð að sérstök vöntun
hafi verið á slíku framtaki síðustu
ár. Þvert á móti. Því virðist sem
Lilja hafi misskilið vandamálið
með frumvarpi sínu. Ef henni væri
alvara með að viðhalda starfsemi
öf lugra fréttastofa ætti hún að
einblína á að styrkja þá miðla sem
halda úti öf lugri starfsemi.
Langstærsta búbótin fyrir þá
miðla væri auðvitað ef ríkið hætti
áratugadekri sínu við RÚV sem
á ári hverju tekur ekki bara á
fimmta milljarð af skattborgurun-
um, heldur bætir um betur og selur
auglýsingar fyrir rúmlega tvo til
viðbótar. Ef Lilju væri alvara með
að styðja einkamiðla myndi hún
byrja á því að taka RÚV út af aug-
lýsingamarkaði. Með því mætti
berja í mestu markaðsbrestina.
Vitlaust
vandamál
Ragnar Jónasson, sem hefur starfað sem
yfirlögfræðingur GAMMA Capital
Management frá árinu 2015, hefur
ráðið sig yfir til Arion banka. Þar
mun hann taka til starfa á fjárfest-
ingabankasviði bankans, samkvæmt
heimildum Markaðarins.
Ragnar, sem er jafnframt stunda-
kennari við lagadeild Háskólans í
Reykjavík, var forstöðumaður skrifstofu
slitastjórnar Kaupþings á árunum 2009
til 2015. Þar áður var hann forstöðu-
maður lögfræðiráðgjafar Arion banka,
þá Nýja Kaupþings, frá 2008 til 2009
Samhliða störfum sínum í fjármála-
geiranum hefur Ragnar fengist við
ritstörf og þýðingar en útgáfuréttur
á spennuskáldsögum hans hefur verið
seldur til fjölda landa á undanförnum
árum. – hae
Ragnar Jónasson til Arion banka
Ragnar
Jónasson.
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
F
-A
0
3
4
2
2
3
F
-9
E
F
8
2
2
3
F
-9
D
B
C
2
2
3
F
-9
C
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K