Fréttablaðið - 06.02.2019, Síða 37
Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti,
þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með
hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður,
skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum.
Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með
loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum.
Nýr Dacia Duster
Gerðu virkilega
góð kaup!
Verð frá:
3.690.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
2
0
2
D
a
c
ia
D
u
s
te
r
5
x
2
0
a
lm
e
n
n
f
e
b
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BORÐTENNIS „Þetta er ansi langur
tími. Fyrst var keppt í efstu deild
karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann
Örninn. Svo tók við sigurganga KR
á árunum 1976-94 og ég er nokkuð
viss um að faðir minn hafi verið í
öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007
vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa
Víkingur og KR skipst á að vinna,“
sagði Pétur Marteinn Urbancic
Tómasson í samtali við Fréttablaðið.
Pétur er hluti af liði BH sem
tryggði sér um helgina sigur í Raf-
landsdeild karla í borðtennis. Þetta
er í fyrsta sinn sem annað lið en KR
eða Víkingur vinnur efstu deild í
karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs
var sigurlið BH skipað bróður hans,
Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómas-
syni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi
Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-
inga er Tómas Ingi Shelton.
„Við erum 5-6 sem æfum með
meistaraflokki karla og svo er slatti
af krökkum í yngri flokkunum,“
sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru
í íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði en Pétur segir að félagið
sé nánast búið að sprengja æfinga-
aðstöðuna utan af sér. Það horfi þó
til betri vegar í þeim efnum.
Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku
áður með KR sem og Tómas þjálfari
þeirra. Magnús Gauti, sem er uppal-
inn hjá BH, er ríkjandi Íslands-
meistari í einliðaleik karla en hann
varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur
þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK
en færði sig síðan yfir í BH. Hann
var fjarri góðu gamni um helgina
þar sem hann er við æfingar hjá
sænsku liði.
„Þetta eru nokkrar túrneringar og
í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki.
Í heildina eru þetta tíu leikir en þú
spilar tvisvar sinnum við öll liðin.
Félögin skiptast á að halda túrn-
eringarnar,“ sagði Pétur um fyrir-
komulag deildarkeppninnar.
BH-ingar unnu allar tíu viður-
eignir sínar í deildinni og fengu
alls 20 stig, fjórum stigum meira en
Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf
stig og HK í því fjórða með sex stig.
Þessi lið komust í úrslitakeppni um
Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á
þar titil að verja en liðið bar sigur-
orð af BH í úrslitunum í fyrra.
Í undanúrslitum í karlaflokki
mætast BH og HK annars vegar og
Víkingur og KR hins vegar. Kvenna-
lið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu
deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta
Víkingum í undanúrslitum. Vík-
ingar urðu deildarmeistarar með
18 stig. Lið Víkings skipuðu þær
Nevana Tasic, Stella Karen Krist-
jánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir
og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðast-
nefnda er aðeins tólf ára gömul og
er yngsti deildarmeistarinn í borð-
tennis hér á landi.
„Þetta var einu sinni sami titill-
inn, deildar- og Íslandsmeistara-
titillinn, en þessu var breytt 2010.
Þá var úrslitakeppninni bætt við,“
sagði Pétur. Hann hefur trú á því að
BH nái að landa Íslandsmeistara-
titlinum; þeim fyrsta í sögu félags-
ins.
„Ég er nokkuð bjartsýnn. Við
fórum í gegnum deildina án þess að
tapa leik. Okkar leikmenn voru allir
með góða tölfræði. Magnús Gauti
tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“
sagði Pétur en undanúrslitin fara
fram 6. apríl og úrslitin þrettánda
sama mánaðar í Strandgötunni.
ingvithor@frettabladid.is
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings
BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild.
Fram undan er úrslitakeppni fjögurra liða um Íslandsmeistaratitilinn. BH er félag á uppleið og á Íslandsmeistarann í einliðaleik karla.
Deildarmeistararnir í borðtennis sem voru krýndir um helgina. Frá vinstri: Stella Karen Kristjánsdóttir, Agnes Brynjars-
dóttir, Nevena Tasic, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Magnús Gauti Úlfarsson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson
og Tómas Ingi Shelton (þjálfari BH). Á myndina vantar Þórunni Ástu Arnfinnsdóttur og Birgi Ívarsson. MYND/BTÍ
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
F
-9
6
5
4
2
2
3
F
-9
5
1
8
2
2
3
F
-9
3
D
C
2
2
3
F
-9
2
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K