Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 42
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
GT Akademían opnaði hermikappaksturssetur í Ármúla 23 í desember en
það er það fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi. „Hingað getur fólk komið
til að upplifa hvernig er að keyra
kappakstursbíl,“ segir Hinrik
Haraldsson stofnandi setursins. Í
setrinu er að finna átta fullkomna
akstursherma sem eru kapp-
aksturssæti á hreyfitjökkum sem
líkja eftir togkröftum sem myndast
í alvöru kappakstursbílum. Þann-
ig finnur fólk þegar það tekur af
stað, bremsar, beygir, keyrir yfir
kanta, þegar dekkin missa grip
og svo framvegis. „Upplifunin er
eins nærri raunveruleikanum og
hægt er nema að fólk finnur ekki
eins fyrir miðflóttaaflinu og svo er
óttinn við dauðann aðeins minni,“
segir Hinrik glettinn.
Hægt er að stilla hermana á fjöl-
breyttan máta. „Maður getur valið
mismunandi eiginleika. Til dæmis
hvort maður vill aka rallíbíl, form-
úlutýpu, touring bíl eða GT bíl.
Svo má stilla hverjum bíl upp með
dekkjum, föðrun og fleira.“
Forritið sem notað er í hermana
heitir Project Cars 2. „Það er talið
eitt fullkomnasta hermiforritið og
svo hefur komið til okkar kapp-
aksturssérfræðingur, svokallaður
„race engineer“, til að stilla bílana
eins og hann myndi stilla þá í
alvörunni.“
Ekið er eftir mismunandi
brautum sem til eru í raunveru-
leikanum. „Í gamla daga voru þær
búnar til í þrívíddarforriti en í dag
eru brautirnar leiserskannaðar og
því nákvæmar upp á millimetra.
Hver einasta hola sem ekið er ofan
í í herminum er þar líka í raun-
heimum.“
Hermisetrið er það fyrsta á
Íslandi en Hinrik segir þó hermi-
kappakstur hafa verið stundaðan á
landinu í tuttugu ár. „Fólk var fyrst
að spila Gran Turismo á PlayStation
með fyrstu stýrunum sem komu á
markað. Síðan hefur tæknin þróast
mikið og orðið flóknari og í dag er
fólk komið með fullkomna herma
í stofuna hjá sér,“ lýsir Hinrik og
segir þó nokkra taka þátt í kapp-
ökstrum á netinu.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið
Fyrsta mótið í Íslandsmeistara-
mótaröð í hermikappakstri fer fram
í GT Akademíunni í dag. „Þetta er
sjö móta röð og keppt á nýrri braut
í hvert sinn. Fyrsta brautin er Imola
á Ítalíu og næsta mót fer fram á
Laguna Seca í Bandaríkjunum,“
segir Hinrik. Tímatökur ákvarða
hvaða 24 keppendur fá þátttöku-
rétt á hverju móti. Keppendur safna
stigum og á lokamótinu keppa átta
stigahæstu til úrslita um Íslands-
meistaratitil en það er opinber titill.
Því þurfa keppendur að vera með-
limir í akstursíþróttafélagi sem er
innan akstursíþróttasambandsins
AKÍS. „Okkur þykir mjög spenn-
andi hvað akstursíþróttasamfélagið
tekur jákvætt í þetta starf en við
erum í samstarfi bæði við AKÍS og
kvartmíluklúbbinn.“
Samstarf við Team Spark
Háskóli Íslands og Háskólinn í
Reykjavík eru með lið í stúdenta-
formúlu. Liðin smíða bíla sem þau
keppa á erlendis. „GT Akademían
hefur hafið samstarf við lið HÍ,
Team Spark, um að þjálfa ökumenn
liðsins fram að keppninni. Okkur
finnst þetta ofsalega spennandi
enda held ég að þau geti bætt
árangur sinn í keppninni mikið
með þessum hætti,“ segir Hinrik.
Góð skemmtun
Ekki aðeins einbeittir áhugamenn
um hermikappakstur eru vel-
komnir í GT Akademíuna því allir
geta haft gaman af því að prófa
hvernig er að aka kappakstursbíl.
„Hingað koma margir vinnustaða-
hópar og vinsælt er að koma hingað
með gæsir og steggi.“
Hinrik segir að það sé afar ólíkt
að aka kappakstursbíl og venju-
legum bíl. „Það er gaman að sjá
hvað fólk er fljótt að bæta sig, eftir
klukkutímaakstur er það komið
með ágæt tök á akstrinum.“
Íslandsmót í hermikappakstri
Fyrsta Íslandsmeistaramótaröðin í hermikappakstri hefst í dag í glænýju hermikappaksturssetri
GT Akademíunnar. Keppendur aka GT3 kappakstursbílum á hinni þekktu Imola braut á Ítalíu.
Hinrik Haraldsson, stofnandi GT
Akademíunnar í Ármúla.
Keppendur geta lifað sig fullkomlega inn í kappaksturinn. MYND/EYÞÓR
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
3
-B
B
3
4
2
2
6
3
-B
9
F
8
2
2
6
3
-B
8
B
C
2
2
6
3
-B
7
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K