Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 24
Ég hygg að það sé oft vanmetið hvað fermingin er mikilvæg fyrir börnin. Ég held að flest taki þau ferming- una alvarlega og kannski birtir það bara virðing- arleysi fyrir börnunum að halda öðru fram. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Yfir fermingardeginum mínum er bara birta. Mér finnst veðrið hafa verið mjög gott. Ég man mjög vel eftir því hvað ég skammaðist mín fyrir að fermingarsystur mínar fóru að hlæja í kirkjunni. Mér fannst það fyrir neðan allar hellur. Ég jafnaði mig þegar presturinn hafði gert gott úr því um leið og við stilltum okkur upp fyrir utan kirkjuna til að taka við hamingjuóskum frá kirkjugestum. Það er líka mjög eftirminnilegt að við fjölskyldan fluttum inn í nýtt hús nokkrum dögum áður en ég fermdist og mömmu tókst á nokkrum dögum að búa til voða fína veislu heima með fullt af fínum veitingum,“ segir séra Elínborg og finnur enn málningarlyktina í nýmáluðu hús­ inu þegar hún hugsar til fermingar­ dagsins síns, 30. maí 1982. Hjá Elínborgu var fullkomlega sjálfsagt að fermast. „Ég ólst upp við mjög jákvæða afstöðu til kirkju og kristni og að sjálfsögðu bað ég alltaf bænir á kvöldin áður en ég fór að sofa. Presturinn talaði við okkur krakkana um að við þyrftum að taka ákvörðun okkar alvarlega, hún mætti ekki vera léttvæg og hann áréttaði við okkur að það væri engin skylda að fermast. Þess vegna kom ég heim úr kirkjunni einn daginn eftir fermingar­ fræðslu og sagði að ég væri að hugsa um að fresta fermingunni minni um eitt ár. Foreldrar mínir fengu mig ofan af því eftir smá samtal, en á þessum tíma þekktist ekki annað í Hólminum en að allir krakkar fermdust.“ Fermingin reyndist Elínborgu mjög mikilvæg og dýrmæt. „Ég var mjög heppin með að fermingarfræðslan var skemmtileg og eðlilegt framhald af því sem ég hafði reynslu af úr sunnudagaskól­ anum, starfi í Hvítasunnusöfnuð­ inum, starfi í Barnastúkunni og hjá St. Fransiskussystrum. Allt þetta kristilega starf mótaði mig mjög, hafði djúp áhrif á mig og þess vegna bar ég kannski mikla virðingu fyrir kirkjunni og boð­ skap trúarinnar. Fermingarárið mitt var ánægjulegt og það kom að minnsta kosti ekki í veg fyrir að ég færi í guðfræði,“ segir Elínborg sem lærði heimspeki áður en hún fór í guðfræðinám. Presturinn sem fermdi Elín­ borgu valdi ritningarversið. „Hann skrifaði í sálmabókina mína þessi orð úr 2Kro 15:7: „En verið þér öruggir og látið yður eigi fallast hendur, því að breytni yðar mun umbun hljóta,“ upplýsir Elínborg sem minnist þess ekki að hafa óskað sér neins sérstaks í fermingargjöf nema að fá að fara til útlanda. „Sú ósk rættist og ári eftir fermingu fékk ég að fara til Frakk­ lands að heimsækja móðursystur mína og fjölskyldu hennar sem bjó og býr enn í París. En ég var mjög glöð og ánægð með allar mínar fermingargjafir og fermingarskrif­ borðið er enn í notkun!“ segir hún og brosir. Hálffullorðnir einstaklingar Alls fermast um tuttugu börn í Dómkirkjunni í Reykjavík í ár. „Þetta er fyrirmyndarhópur. Fermingarbörnin eru augljóslega vel uppalin í skólastofunni því þau kunna vel að vera virkir þátttak­ endur í fermingarfræðslunni sem hefur gengið prýðilega. Það eina sem ég finn fyrir er að mörg þeirra hafa mjög mikið að gera og margar skyldur. Þessi kynslóð barna er svo virk á svo mörgum sviðum, í íþróttum, tónlistarnámi, leiklist og fleiru, þannig að það er f lókið að finna tíma fyrir fermingar­ fræðsluna sem hentar öllum,“ upp­ lýsir Elínborg og vonar að börnin njóti fræðslunnar og hafi gagn af henni. „Mikilvægasta veganestið úr fermingarfræðslunni er að Guð elskar þau eins og þau eru og vill að þau láti sér annt um sig sjálf og samferðamenn sína. Og að þau geti ræktað með sér trú sem gagnast þeim á lífsgöngunni, bæði í með­ byr og mótbyr. Svo vona ég að þau finni og skynji að kirkjan vill vera þeim bakland á lífsgöngunni,“ segir Elínborg sem hefur mikið dálæti á fermingunni. „Það er alltaf mjög hátíðlegt að sjá fermingarbörnin ganga inn kirkjugólfið svo falleg og uppá­ búin. Maður getur ekki annað en skynjað hvað þetta er stór stund, ekki síst fyrir foreldrana. Það eru tímamót að vera fermingarforeldri og þegar frumburðurinn minn fermdist fannst mér nauðsynlegt að fá mér nýjan sparikjól, mér fannst þetta svo hátíðleg stund. Á þessari stundu finna foreldrarnir sterkt fyrir því hvað tíminn hefur liðið hratt og hve ósköp stutt er síðan börnin þeirra voru agnar­ smá kríli sem þau báru á höndum. Þetta gerir f lesta foreldra bæði stolta en líka svolítið viðkvæma,“ segir séra Elínborg um stór tíma­ mót í lífi fjölskyldna. Fermingarbörnin séu iðulega full af eftirvæntingu og gleði. „Þau eru fullorðinsleg á þessum degi og vita að þau eru að stíga inn í tímabil sem hálffullorðnir einstaklingar. Ég hygg að það sé oft vanmetið hvað fermingin er mikilvæg fyrir börnin. Ég held að flest taki þau ferminguna alvar­ lega og kannski birtir það bara virðingarleysi fyrir börnunum að halda öðru fram. Mikilvægast er samt að gefa þeim tækifæri til að átta sig á kristnum lífsgildum, rækta með sér trú og gefa sér tóm til að kynnast því að fara til kirkju. Mörgum finnst líka mikilvægt að láta gott af sér leiða með því að kynnast hjálparstarfi kirkjunnar og taka þátt í söfnun fyrir brunnum í Afríku,“ upplýsir Elínborg sem nýtur þess að sinna fermingarstarfinu. „Það er ögrandi og tengir mann við unga fólkið. Við prestarnir þurfum sífellt að hugsa um það hvernig við komum kristnum boð­ skap að sem gagnlegu veganesti út í lífið fyrir nýja kynslóð. Kannski þurfum við líka að huga meira að því að rækta tengslin við foreldra barnanna og mæta þeim, því vita­ skuld eru það foreldrarnir sem hafa mest áhrif á börnin.“ Stolt en líka viðkvæm stund Séra Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, fermdist í Stykkishólmskirkju á hvítasunnudag 1982. Hún segir vanmetið hvað fermingin sé mikilvæg fyrir fermingarbörnin. Elí nborg fermdist í Stykkishólmskirkju en er nú prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. MYND/SIGTRYGGUR ARI 8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 8 -A 7 8 0 2 2 6 8 -A 6 4 4 2 2 6 8 -A 5 0 8 2 2 6 8 -A 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.