Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudaginn 30. apríl Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn sunnudaginn 7. maí Guðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudaginn 14. maí Guðsþjónusta í Lágafellsskóla kl. 20:00 Skráning fermingarbarna vorið 2018 Sr. Ragnheiður og sr. Arndís Linn - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Leita að nafni á íþróttamiðstöðina Í vetur hefur risið við Hlíðavöll í Mosfellsbæ glæsileg ný aðstaða Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Stefnt er á að opna efri hæð hússins í maí. Á efri hæðinni verða skrifstofur, veit- ingasala og veislusalur. Á neðri hæð hússins verður glæsileg aðstaða til iðkunar og æfinga golfs innandyra og stefnt að því að sá hluti hússins verði tilbúinn fyrir næsta vetur. Nú er leitað að nafni á þetta glæsilega hús. Í verðlaun fyrir bestu tillöguna er félagsgjald í Golfklúbbi Mosfellsbæjar sumarið 2017 eða sumarpassi á golfbíl hjá klúbbnum sé sigurvegarinn núverandi félags- maður GM. Skilafrestur er til 12:00 föstudaginn 5. maí og skal senda tillögur á golfmos@golfmos.is. Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar verður haldinn í safnaðar­ heimilinu 11. maí kl. 20:00. Vertu með í sókninni! www.lagafellskirkja.is Opnað fyrir umsóknir fyrir matjurtagarða Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Vegna uppbyggingar á lóðum við Desja- mýri eru matjurtagarðarnir þar ekki lengur í boði, en þeir sem hafa haft garða þar ganga fyrir við úthlutun garða við Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana. Leiguverð fyrir matjurta- garða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Umsóknir skal senda á netfangið tjonustustod@mos.is Matjurtagarðarnir verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí. Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1.065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Það er meiri kosningaþátttaka en mælst hefur í sambærilegum verkefnum í Reykjavík og Kópavogi. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem hefur slegist í hópinn með þeim tveimur fyrrnefndu og framkvæmt lýðræðislegt sam- ráðsverkefni eins og Okkar Mosó sem felur í sér bæði hugmynda- söfnun meðal íbúa og einnig kosningu um þær hugmyndir sem fram komu. 24 milljónir í framkvæmdir sem hefjast fljótlega Á kjörskrá voru um 7.700 einstaklingar en það voru 16 ára og eldri íbúar í Mosfellsbæ sem gátu tekið þátt í kosningunni. Faghóp- ur á vegum Mosfellsbæjar vann úr öllum innsendum hugmyndum og alls var kosið um 25 hugmyndir. Þar af voru 10 sem hlutu braut- argengi og framkvæmd þeirra mun kosta um 24 milljónir. Allar innsendar hugmyndir hafa fengið málefnalega umfjöllun. Sumar voru sendar í framkvæmd strax og aðrar verða sendar til frekari umfjöllunar í nefndum og ráðum bæjarins. Yfirlit um afdrif hugmyndanna verður aðgengilegt og uppfært á vef Mosfellsbæjar. Til stendur að endurtaka verkefnið Okkar Mosó. Þá er tilvalið fyrir hugmyndasmiði að senda sínar hugmyndir inn aftur hafi þær ekki náð í gegn í þetta sinn. Framkvæmdir hefjast fljótlega og hægt verður að fylgjast með þeim í sumar á vef Mosfellsbæjar. Rúmlega þúsund atkvæði greidd í íbúakosningu • Til stendur að endurtaka verkefnið lýðræðisverkefninu Okkar Mosó vel tekið af bæjarbúum Nafn Kostnaður Atkvæði Stekkjarflöt útivistarparadís 3,5 m. 476 Aðgengi að göngu- og hjólastígum 2,5 m. 466 Bekkir fyrir eldri borgara við Klapparhlíð 1 m. 462 Vatnsbrunnar og loftpumpur 2,5 m. 378 Ungbarnarólur á róluvelli bæjarins 1,5 m. 375 Útileikvöllur fyrir fullorðna 4,5 m. 370 Göngustígur gegnum Teigagilið 1,5 m. 344 Göngugatan: Laga bekki og gróður 1,5 m. 311 Bæta aðgengi á göngustíg við trjágöngin 3,5 m. 281 Fuglafræðslustígur með fram Leirvoginum 2 m. 255 verKefNi sem KosiN voru til frAmKvæmdA vatnspóstum og strandblakvelli verÐur komiÐ FYrir á stekkjarFlöt EINFALDARA! ENN Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu. útileikvöllur FYrir FullorÐna verÐur dýrasta Framkvæmdin Anton Kroyer Antonsson er 17 ára Mos- fellingur sem farinn er að láta til sín taka í tónlistaheiminum. Anton eða DJ Kroyer eins og hann kallar sig gaf nýlega út lag og myndband sem nefnist Find You. „Ég var að gefa út þetta lag og það hefur fengið góðar viðtökur. En það sem kom mér af stað í þessu var að ég bar sigur úr býtum í plötusnúðakeppni grunnskólanna 2016,“ segir Anton. valinn plötusnúður grunnskólanna „Þessi keppni fór þannig fram að ég sendi inn smá myndbút af mér og því sem ég er að gera og dómarar völdu 10 stráka sem komust áfram. Við spiluðum svo fyrir framan dómnefnd en í henni voru stór nöfn í DJ bransanum. Þetta var dæmt eftir frumlegheitum og hverjir í rauninni voru að gera þetta sem best.“ Anton sigraði í þessari keppni. Aðalvið- urkenningin var að fá að spila á Sumar- hátíðinni fyrir framan 4.000 manns ásamt veglegum vinning frá Ölgerðinni og fjöl- mörg gjafabréf. stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum „Ég er eitthvað að koma fram en í augna- blikinu vil ég reyna að einbeita mér að því að semja mína eigin tónlist og koma henni á framfæri. Ég spila sem mest á hljóðfæri í mínum frítíma og reyni að gera sem mest úr því. Draumurinn er að komast á tónlistar- styrk í einhvern háskóla í Bandaríkjun- um, ég er að vinna að því,“ segir þessi ungi og efnilegi drengur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. ungbarnarólum verÐur FjölgaÐ Byrjaði allt með sigri í plötusnúðakeppni framhaldsskólanna Dj kroyer gefur út lag upprennandi listamaÐur MOSFELLINGUR Hvað er að frétta? senDu Okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.