Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu gaman saman Síðasta GAMAN SAMAN þessa vorönn í dag 27. apríl kl. 13:30. Glaða gengið ásamt Helga undirleikara mætir og fær góða gesti í heimsókn. Endilega komið og verið með. Kaffi og meðlæti í boði eftir skemmtun á 400 kr. Félagsvist Verður 21. apríl og 5. og 19. maí kl. 13:00 í borðsal Eirhamra, allir velkomnir að vera með. Verð 600 kr. innifalið kaffi, meðlæti og vinningur ef heppnin er með þér :) Bridge Bridge er spilað á Eirhömrum í borðsal kl. 13:00 á miðvikudögum. Ef þú hefur áhuga á að vera með, endilega kíktu, allir velkomnir. Nánari upplýsingar í félagsstarfinu. Vöfflukaffi Fyrsta miðvikudag í mánuði í vetur hefur verið vöfflukaffi í matsalnum við góðar undirtektir, allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og vaffla með sultu og rjóma kostar 400 kr. lEiKFimi FYrir Eldri BOrgara Minnum á að leikfimi er kennd alla fimmtudaga í íþróttasal Hlaðhömrum 2. Kennari er Karin Mattson og eru tveir hópar. Hópur 1 kl. 10:45 áhersla á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur. Hópur 2 kl. 11:15 almenn leikfimi, fyrir þá sem eru í ágætisformi. Minnum á nýju tækin sem Lions menn gáfu okkur. Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að búa í Heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina. Aðeins 2 tímar eftir, 27. apríl og 4. maí. Fréttir Nú styttist í að formlegri dagskrá félags- starfsins fari að ljúka, öll námskeiðin munu halda áfram næsta haust og jafnvel einhver ný og er skráning þegar hafin. Við hvetjum fólk til að halda áfram að mæta því öll þurfum við félagsskap og minnum á að félagsstarfið er einnig fyrir öryrkja á öllum aldri og atvinnulausa í Mosfellsbæ. Sumarfrí félagsstarfsins verður auglýst í næsta blaði - Fréttir úr bæjarlífinu6 Hreinsunarátak í Mosfellsbæ Þessa dagana stendur yfir hreins- unarátak í Mosfellsbæ. Íbúar eru hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Búið er að koma fyrir gámum fyrir garðaúrgang víðsvegar um bæinn. Íbúum er sérstaklega bent á að klippa og snyrta tré og runna sem ná yfir gangstéttar og stíga, en þetta hefur verði vaxandi vandamál undanfarin ár. Á þessu tímabili mun einnig fara fram þvottur og sópun gangstétta og gatna í bænum. Um síðustu helgi tóku iðkendur úr Aftureldingu og félagsmenn í skátafélaginu Mosverjum til hendinni á opnum svæðum bæjarins. Átakið mun standa til 3. maí, tökum höndum saman og gerum bæinn fallegan og snyrtilegan fyrir sumarið. Ráðin leikskólastjóri á Reykjakoti Þórunn Ósk Þórarinsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra á Reykjakoti. Hún tekur við af Gyðu Vigfúsdóttur sem hóf störf á Reykjakoti árið 1999 og lætur nú af störfum vegna aldurs. Þórunn hefur mikla reynslu innan grunn- og leikskóla og hefur starfað síðasta ár sem deildarstjóri á Höfðabergi. Hún hefur starfað á Reykjakoti og þekkir því vel til skólans og sérstöðu hans. Þrír umsækjendur sóttu um starfið. Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Um helgina er Blakdeild Aftureldingar gestgjafi á einu stærsta fullorðinsmóti sem haldið er á Íslandi, öldungamótinu í blaki eða Mosöld 2017 eins og mótið heitir í ár. Mótið er fyrir þá sem eru 30 ára og eldri og er um að ræða mjög stóran viðburð þar sem 167 lið eru skráð til leiks og reikna má með um 2.000 manns sem koma í Mosfells- bæinn þessa helgina til að spila og fylgjast með mótinu. Mikill undirbúningur hefur verið fyrir þetta stærsta öldungamót Blaksambands Íslands af hálfu blakdeildar Aftureldingar en þetta er 42. öldungamótið í röðinni. Öldungur mótsins er Guðrún K. Einars- dóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar en öldungur mótsins ber ábyrgð á mótinu og framkvæmd þess. Leikið verður á 10 völlum að Varmá en einnig verður leikið í Lágafelli og á Reykja- lundi. Fjöldi leikja á mótinu verða rúmlega 500 og verður leikið frá morgni til kvölds. Undirbúningur hefur í rauninni staðið yfir í heilt ár og eru öll íþróttamannvirki í Mos- fellsbæ undirlögð ásamt Varmárskóla sem nýttur er undir gistingu. Þúsund manns á lokahófi Fjölbreytt skemmtun verður einnig í gangi þá daga sem mótið er og lýkur mót- inu sunnudaginn 30. apríl með glæsilegu lokahófi en reiknað er með að um 1.000 manns verða að Varmá það kvöld. Blakdeild Aftureldingar er mótshaldari og mikil vinna er búin að vera í gangi í all- an vetur við skipulagningu og undirbúning mótsins. Það er því alveg ljóst að bærinn mun fyllast af blökurum um helgina. Mótið mun hafa áhrif vítt og breitt um bæinn og á fleiri deildir innan Afturelding- ar. Þá verður dagskrá í Hlégarði og á Hvíta Riddaranum alla helgina. Blakdeild Aftureldingar hvetur bæjarbúa til að koma í íþróttahúsin og kíkja á kepp- endur og aðstöðuna og upplifa stemning- una sem fylgir þessu skemmtilega móti en umtalað er hversu skemmtilegir og glaðleg- ir blakarar eru og leikgleðin sem einkennir þetta mót. Öldungamót Blaksambands Íslands haldið í Mosfellsbæ 28.-30. apríl • 1.400 þáttakendur Mosöld fer fram um helgina - bærinn fyllist af blökurum GestGjafar aftureldinGar halda risamót um helGina Heilsueandi Samfélag í Mosfellsbæ Vertu með! www.heilsuvin.is Viðmið fyrir tilnefningu Viðurkenninguna geta þeir hlotið sem hafa stuðlað að einu eða fleiru af eftirfarandi: • Hafa haft forgöngu um hverskyns hreyfingu til bættrar lýðheilsu • Hafa hvatt til bætts mataræðis eða stuðlað, með frumkvæði sínu, að heilsueflandi mataræði • Hafa stuðlað að eflingu og/eða viðhorfsbreytingu á sviði geðheilsu og bættri sjálfsmynd einstaklinga • Hafa á einn eða annan hátt hvatt til og/eða stuðlað að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan og lífsgæðum íbúa Mosfellsbæjar. HVernig er Hægt að tilnefna? Tilnefningar skulu sendar í gegnum vef Heilsuvinjar, www.heilsuvin.is, en þar er að finna sérstakt form til að fylla út. Beðið er um nafn á þeim einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun sem á að tilnefna auk rökstuðnings fyrir tilnefningunni. DómnefnD Dómnefnd verður skipuð fimm fulltrúum sem koma frá Mosfellsbæ, Heilsuvin, Aftureldingu, Félagi lýðheilsufræðinga og Embætti landlæknis. Gulrótin 2017 „gulrótin“ er ný lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenningunni sem felur í sér þakklæti fyrir frumkvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafnframt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu. Opið verður fyrir tilnefningar til miðnættis 10. maí 2017

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.