Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 21
fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Verið hjartanlega velkomin HáHolti 13-15 • s. 564 4500 Opið alla daga kl. 12:00-23:00 HREYSTINÁMSKEIÐ ELDINGAR Hreystinámskeið Eldingar er fyrir krakka sem voru að klára 6. 0g 7. bekk og vilja fjölbreytta, skemmtilega og einstaklingsmiðaða þjálfun. Nánari upplýsingar gefa Halla Heimis, íþrótta- og lýðheilsufræðingur (halla@fmos.is) SuMARLESTuR sumarlestur fyrir börn hefst 22. maí og stendur til 8. september. Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og auka þannig lesskilning og orðaforða. Auk þess upplifa börnin ævintýraheim bókanna. Skráning verður í afgreiðslu Bókasafnsins RITLISTARNÁMSKEIÐ Ritlistarnámskeið fyrir 10-12 ára börn verður 8.-10. júní eftir hádegi fimmtudag og föstudag og fyrir hádegi laugardag. Námskeiðið verður í Bókasafninu. Gerður Kristný rithöfundur stýrir námskeiðinu. Boðið verður upp á hressingu, ávexti og ávaxtasafa. Námskeiðið er frítt. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að! Skráningarblað má sækja í afgreiðslu safnsins og skila því þangað sem fyrst. SuNDNÁMSKEIÐ sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju. Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og lágafellslaug fyrir börn fimm ára (fædd 2011) frá 8. – 21. júní. Nánari upplýsingar á heimasíðu Mosfellsbæjar og skráning í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754. HANDboLTASKóLI AfTuRELDINGAR Er haldinn 8.- 11. ágúst og 14.- 18. ágúst. Börn fædd 2004 – 2010. Farið verður yfir sendingar, grip og skot, sóknar- og varnarleik og ýmsar tækniæfingar. skipt verður í hópa eftir aldri. Handboltagestir koma í heimsókn. Skráning í sigrunmas@gmail.com GoLfNÁMSKEIÐ Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Námskeiðin verða með nýju sniði en þau verða byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Skráning á námskeiðin hefst 1. maí á heimasíðu GM, www.golfmos.is. Nánari upplýsingar um námskeiðin í gegnum netfangið dg@golfmos.is SuMARLEIKjA- NÁMSKEIÐ ÍToM Íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar verður með námskeið fyrir nemendur í yngstu 4 bekkjum grunnskóla og einnig fyrir börn sem hefja skólagöngu á komandi hausti. lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á mos.is og í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754. Skráning hefst 2. maí. KNATTSpYRNuSKóLI AfTuRELDINGAR Knattspyrnuskólinn verður haldinn á vegum Afturelding- ar. Meginmarkmið er að börn á aldrinum 7 til 15 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. sex námskeið verða í boði yfir sumarið. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar í gegnum netfangið bjarki@afturelding.is KöRfuboLTASKóLI AfTuRELDINGAR Körfuboltaskóli Aftureldingar og subway. leikjanámskeið fyrir 7 – 10 ára þar sem markmiðið er að hafa gaman með körfubolta í hönd. sumaræfingar fyrir 10 – 12 ára þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaðar æfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar. Nánari upplýsingar og skráning á www.afturelding.is ÆvINTýRA- oG úTIvISTARNÁMSKEIÐ skátafélagið Mosverjar stendur fyrir námskeiðum sem tilvalin eru fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nánir upplýsingar á harpa@mosverjar.is og í síma 896-33455. Skráning fer fram á www.mosverjar.is/aevintyranamskeid LEIKGLEÐI Í bÆjARLEIKHúSINu leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu leik- og tónlistarnámskeiðum í sumar. Í boði verða nám- skeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára. á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúa að leikhússtarfi. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði,www.leikgledi.is REIÐSKóLI HESTAMENNTAR Reiðskóli Hestamenntar er í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ. Reiðnámskeið fyrir 6 – 14 ára hefst 12. júní til 18. ágúst. stubbanámskeið fyrir 4 – 6 ára hefst 17. – 21. júlí. Nánari upplýsingar er að finna inn á hestamennt.is og í síma: 899-6972- Berglind. Skráningar eru sendar á netfangið hestamennt@ hestamennt.is NÁMSKEIÐ HjÁ RAuÐA KRoSSINuM Börn og umhverfi námskeiðið verður haldið 8. – 11. maí. Farið er í þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir, algeng- ar slysahættur og og kennslu í skyndihjálp. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd 2005 og fyrr. Kennslan fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar í síma 898-6065 og á hulda@redcross.is SuMARöNN Í fIMLEIKuM Fimleikadeild Aftureldingar býður upp á sumarönn í fimleikum. Námskeiðið er opið börnum frá 6 ára aldri og er engin krafa gerð um að börn hafi æft fimleika eða aðra íþrótt áður. Kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haustönn. Einnig tilvalið fyrir krakka sem hafa aldrei æft fimleika áður og langar að prófa íþróttina. Skráning fer fram á afturelding.felog.is. Nánari upplýsingar á www.afturelding.is/ fimleikar eða á fimleikar@afturelding.is. NáNari upplýsiNgar um NámskeiðiN á mos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.