Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 22
Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi er fyrir stráka og stelpur í 3.-7. flokki (6-16 ára) Þjálfarar frá Liverpool FC – Íslenskir aðstoðarþjálfarar – Sér hópur fyrir markmenn Mosfellsbær 13.-15. júní • Akureyri 10.-12. júní Innifalið: Ávaxtabiti, heitur hádegismatur, LFC bolti. 10% systkinaafsláttur. Nýtt í ár: Tilboð á árgjaldi í Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Verð: Með árgjaldi í Liverpoolklúbbinn kr. 24.400 kr. Annars: 23.900 kr. Skráning á www.afturelding.felog.is Allar nánari upplýsingar á fotbolti@afturelding.is og í síma 695-2642. Mosfellingurinn Huginn Hilmarsson varð Íslandsmeistari í 400 m fjórsundi á ÍM 50 9. apríl. Þá varð hann í 2. sæti í 200 m fjór- sundi en hann æfir með Breiðabliki. Sveit Breiðabliks varð líka í 2. sæti í 4x200 m skriðsundi og í 3. sæti í 4x100 m skrið- sundi, í sveitinni voru bæði Huginn og Davíð Fannar Ragnarsson sem er líka úr Mosfellsbæ. Á myndinni má sjá Hugin með sund- bikar UMSK sem hann hlaut á dögunum. - Íþróttir22 Þær María Guðrún Sveinbjörnsdóttir og dóttir hennar Vigdís Helga Eyjólfsdóttir voru á dögunum valdar í íslenska lands- liðið í taekwondo og eru þær á leiðinni á Evrópumót í Grikklandi í byrjun maí. Mæðgurnar æfa báðar taekwondo hjá Aftureldingu ásamt yngri börnum Maríu, þeim Sigurjóni Kára sjö ára og Iðunni Önnu tólf ára en hún er einnig í landsliðinu. „Ég byrjaði að æfa fyrir átta árum, mamma var þá ólétt að bróður mínum. Henni leist svo vel á þetta að hún byrjaði þegar bróðir minn var fjögurra vikna,“ segir Vigdís sem er að verða 16 ára og er í Varmárskóla. Fjölskyldulífsstíll „Það er rosalega öflug taekwondo-deild í Aftureldingu. Við erum ekki stærsta félagið en við erum yfirleitt með flesta krakkana á mótum og við viljum meina að við séum með flesta Íslands- og bikarmeistarana. Það eru margir krakkar að æfa en við get- um alveg bætt við iðkendum í fullorðins- flokknum. Við erum ekki einu mæðgurnar í deildinni, þetta er rosalega skemmtilegt fjölskyldusport. Við köllum okkur taek- wondo-fjölskylduna, þ.e. fólkið sem til- heyrir deildinni, það eru allir til staðar fyrir alla,“ segir María sem starfar sem vélaverk- fræðingur hjá Össuri. Sjálfsvarnarnámskeið Taekwondo-deild Aftureldingar hefur verið að bjóða upp á sjálfvarnarnámskeið fyrir almenning þar sem þær mægður ásamt fleirum eru að kenna. „Taekwondo er mjög skemmtileg íþrótt, það er eiginlega hægt að skipta þessu í þrjá parta, tæknihlutinn þar sem iðkandinn er einn á gólfinu og gerir ákveðna tækni, bardagahlutinn þar sem iðkendur berjast en eru vel varðir með hlífum, brynjum og hjálmum og svo er það sjálfsvarnarhlut- inn,“ segir María. „Við höfum ekki lent í því að keppa hvor á móti annarri í bardaga en ég væri alveg til í það og sjá hvor okkar er betri,“ segir Vigdís hlæjandi að lokum. María Guðrún og Vigdís Helga eru á leið á Evrópumót Mæðgur í lands­- liðinu í taekwondo taekwondo er skemmtilegt fjölskyldusport Ís­lands­- meis­tari í 400 m fjórs­undi Afturelding verður að vinna FH í kvöld • Staðan er 0-2 Að duga eða drepas­t í Kaplakrika í kvöld Meistaraflokkur karla í handknattleik er 2-0 und- ir í baráttunni við FH í undanúrslitum Olísdeild- arinnar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaviður- eignina en Afturelding hefur einmitt leikið til úrslita gegn Haukum síðustu tvö ár. Leikurinn í kvöld fer fram í Kapla- krika og hefst kl. 20:00. Upphitun fyrir stuðn- ingsmenn verður á Hvíta Riddaranum frá kl. 18 og frí rúta á leikinn. Komi til þess að ein- vígið haldi áfram eftir kvöldið, eins og Mosfell- ingar ætla sér, verður leik- ið mánudaginn 1. maí að Varmá kl. 20.00. elvar ásgeirsson skorar gegn fh Afturelding náði þeim magnaða árangri að verða tvöfaldur bikarmeistari í blaki því bæði karla- og kvennalið félagsins fögnuðu sigri í bikarúrslitum Kjörísbikarsins. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalið félagsins verður bikarmeistari og má með sanni segja að sigur þeirra á Stjörnunni hafi verið ótrúlegur. Konurnar fögnuðu einnig bikarmeistaratitli eftir 3-0 sigur á HK. Þetta er þriðja árið í röð sem Afturelding verður bikarmeistari í kvennaflokki. Árangur helgarinnar er ekki síst vitnisburður um það frábæra starf sem unnið er innan blakdeildar Aftureldingar. Afturelding tvöfAldur biKArMeistAri Í blAKi karla- og kvennalið aftureldingar í laugardalshöll M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.