Mosfellingur - 22.08.2017, Síða 28

Mosfellingur - 22.08.2017, Síða 28
 - Fréttir úr bæjarlífinu28 Grilltímabilið stendur nú sem hæst og nær eflaust hámarki hjá mörgum Mosfellingum í götugrillum víðsvegar um bæinn um helgina. Hér kemur ein skotheld uppskrift að ljúffengum ham- borgurum sem tilvalið er að henda á grillið. BBQ-hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauk og hvítmygluosti (5 hamborgarar) • 2 rauðlaukar • 2 msk smjör • 1 tsk púðursykur • 600 g nautahakk • ½ dl Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce • 1 msk estragon • salt • pipar • hvítmygluostur Smjör er brætt á pönnu við miðlungsháan hita. Hökkuðum rauðlauk er bætt á pönnuna og látinn malla í smjörinu í 10 mínútur. Púðursykri er þá bætt á pönnuna og allt látið malla áfram í 10 mín- útur. Á meðan er hrært reglulega í lauknum. Ef laukurinn dökknar of hratt þá er hitinn lækkaður. Nautahakki, estragon, Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce, salti og pipar er blandað saman og mótaðir 5 hamborgarar. Hamborgararnir eru grillaðir á lokuðu grilli í um 3 mínútur, þá er þeim snúið við og ostsneiðar lagðar ofan á. Grillinu er lokað aftur og hamborgararnir grillaðir áfram í um 6 mínútur. Undir lokin er hamborgarabrauðum bætt á grillið og þau hituð. Hamborgararnir eru bornir fram með karamelluhúðaða rauð- lauknum, salati, góðri hamborgarasósu og jafnvel líka beikoni og avokadó. Við mælum með því að þú veljir rétt vín með matnum. Hér til hliðar eru tvær hugmyndir: Bæjarhátíðin Í túninu heima haldin um helgina • Einföld og þægilega uppskrift að hamborgurum Allt klárt fyrir götugrillið? Matarhorn Mosfellings karamelluhúðaðir hamborgarar á grillinu Piccini Memoro 3 lítrar Piccini svíkur engan – smá sætt, lítil tannín, dökk ber og vanilla. Yndislegt vín sem hentar við flest tilefni. Frábært með grillmat eða eitt og sér. Lindemans Shiraz Cabernet 3 lítrar Þetta frábæra ástralska vín hentar mjög vel í veisluna, matarboðið, götutjaldið eða við önnur tækifæri. Kirsu- berjarautt, mild sýra, lítil tannín og kröftugt. Endist í 4-5 vikur eftir opnun. Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar. Gengið var á fellið undir leiðsögn Skáta- félagsins Mosverja. Um 70 manns mættu í gönguna og var almenn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppnuð. Hringsjáin er lokahnykkur í verkefninu „stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ“ sem hófst 2009 sem samstarfsverkefni skátanna og Mosfellsbæjar en á upptök að rekja til ársins 2006 þegar hugmyndir að verkefninu komu fram. Nú hafa verið stikaðir um 90 km, sett upp 10 bílastæði, 12 upplýsingaskilti, 8 fræðslu- skilti, 30 vegprestar, 5 göngubrýr og göngu- kort prentað í um 25 þúsund eintökum. Útsýnið yfir Mosfellsbæ er einstakt til allra átta af toppi Reykjaborgar og eru Mos- fellingar hvattir til að kynna sér aðstæður. Hringsjá á toppi reykjaborgar Fjöldi Fólks gekk á toppinn haraldur bæjarstjóri og ævar skátaForingi Vel mætt á afmælisdagskrá Nánast daglegir viðburðir hafa verið í boði í ágúst, frá afmælisdegi Mosfellsbæjar þann 9. ágúst. Má þar nefna frisbígolfmót með Steinda Jr., Brúðubílinn í Meltúnsreit, kvöldvöku með Ágústu Evu í Hlégarði, fyrirlestra, göngur og margt fleira. Viðburðirnir voru settir upp í tilefni 30 ára afmæli Mosfellsbæjar og eru góð upphitun fyrir sjálfa bæjarhátíðina, Í túninu heima, sem fram fer um næstu helgi. steindi jr. kennir unga Fólkinu FolF margmenni í meltúnsreit skógræktarFélagsins

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.