Mosfellingur - 23.08.2016, Qupperneq 10

Mosfellingur - 23.08.2016, Qupperneq 10
Rannsaka þjóðleiðir um Mosfellsheiði Umhverfisstyrkir úr Samfélagssjóði Landsbankans voru afhentir í sumar. Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk var rannsókn á gömlum þjóðleiðum um Mosfellsheiði og ritun leiðarlýsinga sem munu koma út á bók í samstarfi við Ferðafélag Íslands vorið 2017. Markmiðið með bókinni er að opna augu almennings fyrir þeirri merku sögu sem tengist gömlu þjóðleiðunum. Rannsóknin er á vegum Brúar- smiðjunnar. Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir tóku við styrknum sem nemur 250.000 kr. Með styrkþegunum á myndinni eru dr. Guðrún Pétursdóttir formaður dómnefndar og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Íbúar á Kjalarnesi mótmæla Esjuferju Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér tilkynningu fyrirhugaðr- ar svifbrautar (kláfs) á Esju. Íbúa- samtökin leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samn- ing um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju. Gert er ráð fyrir að neðri stöð farþegaferjunnar verði í grennd við bílastæði við botn Kollafjarðar, miðjumastur hennar á Rauðhóli og endastöðin á Esjubrún. Andstaða íbúasamtakanna snýst um staðsetningu kláfsins og þess óafturkræfa jarðrasks og breyttrar ásýndar á svæðinu. Hugmynd Esjuferða kom fyrst upp árið 2010 og er áætlað að framkvæmdirnar kosti um 3 milljarða. Nýr skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæ Ólafur Melsted landslagsarkitekt hefur verið ráðinn sem skipulags- fulltrúi Mosfellsbæjar. Ólafur hefur áður starfað sem skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveit- ar, framkvæmda- stjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæj- ar, hjá Skipu- lagsstofnun, VSÓ Ráðgjöf og kennt við Garðyrkjuskólann og Land- búnaðarháskólann. Ólafur hefur mastersgráðu í landslagsarkitektúr frá Þýskalandi og MBA-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ. Ólafur tekur við af Finni Birgissyni sem hefur láti af störfum vegna aldurs. - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Óskum Mosfellingum góðrar skemmtunar GleðileGa Flugumýri 6 Sími 566 6705 velsveinn@velsveinn.is www.velsveinn.is bæjarhátíð! Í túninu heima Í túninu heima Við bjóðum ykkur velkomin í útibú okkar í Mosfellsbæ þegar Bæjarhátíð Mosfellsbæjar hefst föstudaginn ��. ágúst. Skólakór Varmárskóla kemur í heimsókn til okkar kl. �� og syngur nokkur lög. Íbúar Sparilands, Bíbí, Blaki og Ari mæta á svæðið og heilsa upp á gesti auk þess sem í boði verður andlitsmálun fyrir börnin milli kl. �� og ��. Hlökkum til að sjá þig! Hátíðarkveðjur, starfsfólk Arion banka í Mosfellsbæ M yn d/ H ilm ar Í júlí samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar einróma að úthluta lóð úr landi Sólvalla undir byggingu einkarekinnar heilbrigðis- stofnunar og hótels. Talsvert hefur verið rætt og skrifað um verkefnið. Umræðan hefur einkum snúið að tveimur þáttum. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt að frekari einkarekstri og möguleg áhrif á eftirspurn eftir faglærðu heilbrigðisstarfs- fólki. Hins vegar hefur töluvert verið rætt um trúverðugleika forsvarsmanna verk- efnisins. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar felur hún ekki í sér afstöðu til þessara þátta. Aðkoma Mosfellsbæjar skipulagsmál Á aðalskipulagi er umrædd lóð skipulögð undir heilbrigðisstarfsemi. Ástæðan fyrir því er sú að sambærilegt verkefni hefur áður komið til umfjöllunar hjá bæjar- og skipulagsyfirvöldum í Mosfellsbæ. En það var árið 2011 sem aðalskipulagi var breytt og lóð undir sjúkrastofnun og hótel sett á skipulag á þessum stað. Allir flokkar í bæjarstjórn stóðu að þeirri breytingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Þar segir einnig að úthlutun lóðarinnar gangi eingöngu út á uppbygg- ingu á heilbrigðisþjónustu og/eða hóteli. Aðalskipulag og lóðaleigusamningur kemur í veg fyrir að félagið hafi kost á því að fara í annars konar uppbyggingu á lóðinni. Hagsmuna gætt í samningagerð Samningurinn sem gerður var við MCPB ehf felur í sér tvo fyrirvara af hálfu Mosfells- bæjar. Annars vegar ber félaginu að leggja fram viðskiptaáætlun, upplýsingar um fjármögnun og tímaáætlanir í síðasta lagi 1. desember 2017. Hins vegar þarf að hefja framkvæmdir innan tveggja ára frá undir- ritun samnings og greiða gatnagerðargjöld. Verði þessum skilyrðum ekki fullnægt er Mosfellsbæ heimilt að rifta samningnum. Í samningnum er einnig tekið á atriðum eins og gatna- og lagnagerð en félagið mun sjálft standa straum af kostnaði við þær framkvæmdir. MCPB ehf mun greiða ígildi gatnagerðargjalda sem nema um 500 milljónum til Mosfellsbæjar áður en framkvæmdir hefjast. Það eru því veruleg- ir hagsmunir fyrir Mosfellsbæ ef af þessum áformum verður. Auk beinna einskiptis- greiðslna í bæjarsjóð er áætlað að fast- eignagjöld af byggingunum nemi um 150 mkr. á ári auk ruðningsáhrifs verkefnisins. Töluverð áhrif á atvinnumöguleika Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir: „Hér var eingöngu verið að tryggja að ef af verkefninu yrði þá yrði uppbyggingin í Mos- fellsbæ. Það var alltaf ljóst að verkefnið væri af þeirri stærðargráðu að það hefði töluverð áhrif á atvinnumöguleika í Mosfellsbæ. Okkar hlutverk er að hugsa til framtíðar og stuðla að uppbyggingu atvinnutækifæra fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Ef það verður ekki af þessu verkefni þá hefur það engin áhrif á stöðu Mosfellsbæjar öðruvísi en svo að við tökum lóðina aftur og hún verður mögulega valkostur fyrir aðra aðila með sambærilegar hugmyndir.“ Mosfellsbær úthlutar lóð úr landi Sólvalla • Lóðin áður skipulögð undir heilbrigðisstarfsemi Áætlanir um sjúkrahús og heilsuhótel í Mosfellsbæ horft yfir sólvelli við hafravatnsveg

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.