Mosfellingur - 23.08.2016, Side 24
- Fréttir úr bæjarlífinu24
dúndur
LAGErHrEInSun
hjá heildversluninni Mirellu,
Háholti 23 (2. hæð).
Verðdæmi:
Val um 5 flíkur á kr. 2.000.-
Stakir dömu- og herrabolir
frá kr. 800.-/1000.-
dömu- og herra nærbuxur
frá kr. 300.- Boxerar frá kr. 500.-
Nærfatasett á börn (stærðir 2-12)
frá kr. 1.000.-
ÍtöLSk GæðI
Mjög gott úrval
og margir litir
Opið
mán-fös
kl. 13-17 Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / mirella@simnet.is / facebook.com/mirella.ehf
HáHolti 13-15 - Sími: 416 0100
Í tilefni opnunar Apóteks MOS
bjóðum við 15% afslátt
af Panodil Zapp, Otrivin
og Voltaren geli út september.
Verið velkomin
Við Reykjalund í Mosfellsbæ er Múlalundur
með vinnustofu sína og rekur þar einnig
glæsilega ritfangaverslun, en bæði Reykja-
lundur og Múlalundur eru í eigu SÍBS.
„Hérna rekum við stóran vinnustað með
um 40 starfsmönnum þar sem fatlaðir og
ófatlaðir starfa saman. Flest okkar starfs-
fólk á það sameiginlegt að vera með skerta
starfsorku á einhvern hátt og eins og aðrir
góðir vinnuveitendur leggjum við okkur
fram um að mæta hverjum og einum á
sínum forsendum.
Við framleiðum fjölbreyttar vörur fyr-
ir fyrirtæki og verslanir um allt land og
leggjum mikinn metnað í að framleiða
gæðavörur,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson
framkvæmdastjóri Múlalundar.
Glæsileg ritfangaverslun
„Verslunin okkar er, að því er við höld-
um, eina ritfangaversluninn í Mosfellsbæ
og viljum við hvetja bæjarbúa til að nýta
sér fjölbreytt úrval okkar af góðum vörum.
Við höfum að undanförnu verið að bæta
verslunina til muna og tökum fagnandi á
móti Mosfellingum.
Við bjóðum bæði upp á okkar eigin
framleiðsluvörur og aðrar hefðbundnar
skóla- og skrifstofuvörur. Einnig erum við
með öfluga netverslun á mulalundur.is þar
sem við leggjum áherslu á gott vöruval, góð
verð og frábæra þjónustu.
Verslunin er opin frá kl. 8:00 til 16:30 alla
virka daga nema á föstudögum, þá lokum
við kl. 16:00,“ segir Sigurður að lokum og
bætir við að sérstaða þeirra sé að Múla-
lundur er góðgerðafyrirtæki. Með því að
versla vörur frá þeim sé fólk að fá gæðavör-
ur, styðja starfsemina og skapa vinnu fyrir
fólk sem á erfitt með að fá vinnu annars
staðar.
Múlalundur er stærsta og elsta öryrkjavinnustofa landsins
Reka ritfangaverslun
að Reykjalundi
skrifstofuvörur
í miklu úrvali
öflugir
starfsmenn
Hrein upplifun
Íslenskar froðusápur sem sótthreinsa og mýkja húðina
Miana handsápur fást í verslunum og apótekum um land allt