Mosfellingur - 23.08.2016, Page 52
- Jákvæðir straumar52
Ólympíuskrokkar
Eitt af því skemmtilegasta við Ól-ympíuleika er að spá í líkams-
byggingu keppenda. Maður sér litla,
stóra, mjóa, breiða, langa, stutta,
þétta og þunna skrokka. Allt eftir
því í hvaða íþrótt skrokkarnir eru
að keppa í. Blakarar eru hávaxnir,
körfuboltaspírunar líka. Kastararnir
eru þungir og þéttir. Fimleikafólk-
ið vöðvaþrungið. Langhlauparar
vöðvarýrir. Hver íþróttagrein á sinn
uppáhaldsvöxt. Það er frábært. Það
er virkilega gaman að sjá að allir
þessir ólíku skrokkar og líkamsbygg-
ingar hafi fundið íþróttagrein við
hæfi. Þetta er eitthvað sem við, sem
erum ekki keppendur á Ólympíu-
leikum, getum lært af. Við höldum
nefnilega mörg að við getum breytt
okkur, sama hvaða líkamsbyggingu
við höfum, í einhvern annan. Bara ef
við æfum eins og viðkomandi.
Ég, sem er rétt tæplega 1.80 cm á hæð og með létta líkamsbygg-
ingu, get auðveldlega selt mér þá
hugmynd að ef ég æfi og borða eins
og Usain Bolt, þá geti ég orðið frábær
spretthlaupari. Nánast eins hraður
og hann. Ég þurfi bara að komast yfir
æfingaplanið hans og borða yams
í morgunmat eins og menn gera á
Jamaica. Þangað til ég skoða og ber
saman líkamana sem við fengum
í vöggugjöf. Usain Bolt er 1.95 cm
og rúmleg 25 kg þyngri en ég – af
vöðvum. Hann hefur forskot og sama
hvað ég æfi mikið og borða mikið
yams, þá verð ég aldrei 15 cm hærri
og 25 kg þyngri af vöðvum.
Ég hef hinsvegar fína líkamsbygg-ingu í að klifra og gera ýmsar
líkamsæfingar sem þyngri skrokkar
eiga erfitt með. Þar hef ég forskot.
Skilaboðin með þessum samanburði
á mér og Bolt eru þessi: Pældu í lík-
amsbyggingunni þinni. Vertu sáttur
við hana og nýttu þér styrkleika
þína. Þeir eru þarna.
Þú þarft bara að
uppgötva þá, vera
þakklátur fyrir þá
og rækta þá. Hver
veit, hugsanlega
kemstu á Ólymp-
íuleikana ef þú
finnur rétta sportið
fyrir þína líkams-
byggingu.
Heilsumolar Gaua
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Þverholti 2 • Mosfellsbæ
Fasteignasala
Mosfellsbæjar
Sími: 586 8080
www.fastmos.ishafðu samband E.BAC
K
M
A
N
Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali
Viltuselja...
E
.B
A
C
K
M
A
N
www.fastmos.is
2 fyrir 1
á ís
alla þriðjudaga
HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043
HE
IM
ILIS
MA
TU
R
Í H
ÁD
EG
INU
AL
LA
VI
RK
A D
AG
A
Lokaverkefni krakkanna í
Vinnuskóla Mosfellsbæj-
ar var að mála spakmæli á
gangstéttir bæjarins.
Hugmyndin var að vekja
upp jákvæðni og gleði meðal
bæjarbúa í tengslum við bæj-
arhátíðina Í túninu heima.
Á myndinni má sjá stolt
ungmenni með afraskturinn.
Jákvæð
skilaboð til
bæjarbúa