Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 2
Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 12. nóvember Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Haustið er skollið á í allri sinni dýrð og einhver talaði um að mínustölurnar á hitamælinum væru ekki langt undan. Er ekki bara viss sjarmi yfir hverri árstíð? Eða er það klisja? Árið er alla vega svona temmi- lega langt þannig að maður hlakkar alltaf til komandi tíma. Í blaðinu í dag birtum við skemmtilegar myndir frá stóðrétt- um og hrútasýningu. Alltaf gaman að halda sem lengst í sveitarómantíkina í okkar ört vaxandi bæjarfélagi. Af hverju breytum við ekki bara nafninu á Mosfellsbæ aftur í Mosfellssveit og höldum áfram að vera svolítið sveitó? Það væri saga til næsta bæjar. Það er gaman að fylgjast með öll-um þeim listamönnum sem senn skríða út úr fylgsnum sínum með ný verk, svona í aðdraganda jóla. Enda mikil vertíð framundan. Nýjar bækur og plötur líta dagsins ljós og kórar og hljómsveitir byrja að æfa jólalög og halda tónleika. Og hér í Mosfellsbæ höfum við alla þessa flóru. Sjarminn í sveitinni Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 www.isfugl.is héðan og þaðan Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali ÍþRÓTTahÚSIð að VaRMÁ Húsið var reist á árunum 1975-77. Arkitekt er Gísli Halldórsson og byggingarstjóri Hreinn Þorvaldsson. UMFA félagar lögðu mikið af mörkum með sjálfboðavinnu og réðust m.a. í það stórvirki að byggja einbýlishús í Arnartanga og hagnaður af sölu þess rann til íþróttahússins. Ýmsir verktakar og vörubíl- stjórar lögðu til efni og vinnu fyrir UMFA til byggingarinnar. Íþróttahúsið var vígt við hátíðlega athöfn 4. desember 1977 og gjörbreytti aðstöðu bæði til kennslu og íþróttaiðkunar í Mosfellssveit. Heimild: Dagrenningur. Myndir úr safni Áhaldahúss Mosfellsbæjar. Grunnurinn lagður. Aftan á þessa mynd skráði Hreinn Þorvaldsson byggingar- stjóri: Íþróttahúsið stendur á stöplum, súlurnar þar ofan á og halda undir sperruenda á þakinu. Það tók 11 daga að gera húsið fokhelt. Jón M. Guðmundsson oddviti flytur ávarp þegar hann tekur fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsinu 24. maí 1975.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.