Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 12
 - Fréttir af fólki12 Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli í Kjós 12 . október. Þar gafst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta. Þá fór fram verðlaunaafhending fyrir flottustu hrúta sýningarinnar og urðu úrslit eftirfarandi: Lambhrútar hvítir: 1. sæti Hrútur nr. 428 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn. 2. sæti Hrútur nr. 381 frá Grímsstöðum. Eigendur Ásta og Hreiðar. 3. sæti Hrútur nr. 244 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn. Lambhrútar kollóttir og mislitir: 1. sæti Hrútur nr. 19 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn. 2. sæti Svarti haninn frá Hraðastöðum. Eigandi Baddi. 3. sæti Golli frá Kiðafelli. Eigandi Björgvin. Veturgamlir hrútar 1. sæti Ljóri frá Meðalfelli (keyptur frá Snartar- stöðum). Eigandi Sigurþór og Sibba. 2. sæti Djúpur frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn. 3. sæti Borginmóði frá Reykjum (keyptur frá Miðdal). Eigandi Ingibjörg Ásta. Efstu þrír lambhrútarnir í flokki kollóttra og mislita. Efstu þrír lambrútarnir árið 2015. Hrútur frá Kiðafelli í efsta sæti. Sigurbjörn á Kiðafelli og Kristján á Grjóteyri. Sigurþór á Meðalfelli og Guðmundur í Miðdal.Svana í Miðdal, Maja á Morastöðum, Sibba á Meðalfelli og Bergþóra á Kiðafelli fylgdust spenntar með. Sameiginleg hrútasýning í Kjósinni • Hreppaskjöldurinn fór á Meðalfell • Lambhrútarnir frá Kiðafelli í efstu sætum Flottustu hrútarnir allir á einum stað Íslandsgarpar hylltir Íslandsgarpur er þríþraut sem felur í sér Tindahlaup Mos- fellsbæjar, hjólreiðakeppnina Jökulmíluna og Íslandsmótið í Víðavatnssundi og hljóta þeir keppendur sem klára þríþraut- ina á innan við ári nafnbótina Íslandsgarpur. Að þessu sinni voru Íslandsgarparnir fjórir, þau Guðrún Geirsdóttir, Rafnkell Jónsson, Irina Óskarsdóttir og Viðar Þorsteinsson. Móttaka var haldin af því tilefni í Lágafellslaug þriðjudaginn 13. október þar sem veglegir sérhannaðir verðlaunapeningar voru afhentir þessu öfluga fólki. Vinningar til þátttak- enda í Hreyfiviku Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 21.-27. september og stóð Mos- fellingum til boða göngur á fellin í Mosfellsbæ af því tilefni í fylgd með Ferðafélagi Íslands. Göngurnar voru í heildina sex talsins og þóttu heppnast vel. Þátttakendur fengu stimpla fyrir hverja göngu sem þeir kláruðu og komust þannig í pott þar sem vegleg verðlaun voru í boði. Að þessu sinni fengu allir þátttakendur verðlaun og má þar nefna dagsferð fyrir tvo með Ferðafélagi Íslands, gistingu fyrir fjóra í Langadal í Þórs- mörk í tvær nætur og 20 þúsund króna inneign í Fjallakofanum auk annarra glæsilegra vinninga. Ræða ástand og horfur í stjórnmálum Laugardaginn 31. október verður haldinn opinn fundur á vegum vinstri-grænna í Mosfellsbæ. Þangað mæta Svandís Svavars- dóttir alþingismaður og fyrrum umhverfisráðherra og Rósa Björk Brynjólfsdóttir framkvæmdastýra þingflokks VG og varaþingkona. Þær munu ræða ástand og horfur í íslenskum stjórnmálum og svara fyrirspurnum fundargesta. Fund- urinn verður haldinn á Kaffi­húsinu Álafossi og hefst kl. 13. Kvennakirkjan leiðir guðsþjón- ustu í Mosfellskirkju sunnudag- inn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafíu Jóhannsdóttur sem fædd var á Mosfelli 1863, og kom m.a. við sögu sem baráttukona þess málefnis. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prestur Kvennkirkjunnar prédikar og konur Kvennakirkjunnar taka þátt. Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi­ í Reykjadal. Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju Á fjögurra ára fresti er haldnir Evrópuleikar sem kallast European Masters games. Um er að ræða fjölsóttan viðburð með um 10.000 keppendum en keppt er í hinum ýmsu ólympíugreinum. Keppend- ur eru allir 35 ára eldri og er markmið leikanna ekki síst að hvetja til lífslangrar þátttöku í íþróttum. Tveir þjálfarar við tae- kwondodeild Aftureldingar voru meðal þátttakenda fyrir Íslands hönd, systkinin Arnar Bragason, yfirþjálfari hjá taekwondodeild Aftureldingar og María Bragadóttir. Arnar Bragason keppti í flokki 45 ára og eldri, -68 kg, A-class María Bragadóttir keppti í flokki 35 ára og eldri, -57 kg, A-class Árangur liðsins var stórkostlegur. Arnar hlaut silfur og María hlaut brons. Mótið fór fram í Frakklandi. Þjálfarar úr Aftureldingu á European Masters games systkinin María og arnar fyrstu íslands- garparnir krýndir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.