Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 8
Rafræn þjónusta í stöðugri þróun Ein af meginstefnuáherslum Mosfellsbæjar er að vera leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og að leggja áherslu á gott aðgengi að þjónustu. Nýjasta viðbótin í rafrænni þjónustu er sú að úthlutun leikskólaplássa verður framvegis með rafrænum hætti. Hægt er að sækja um leikskólapláss á íbúagátt Mosfells- bæjar og send verður tilkynning til umsækjanda í tölvupósti þegar barnið hefur fengið úthlutað plássi. Nýverið var tekin í notkun kortasjá. Þar eru meðal annars teikningar fasteigna í bænum aðgengilegar milliliðalaust. Þá geta eigendur fasteigna eða aðrir áhugasamir sótt teikningar húsa. Einnig er að finna á heimasíðu bæjarins ábendingakerfi. Þar er hægt að staðsetja á korti þann stað þar sem einhverju er ábótavant og senda skilaboð til Mosfellsbæjar. Að síðustu má nefna að bæjar- stjórnarfundir eru nú bæði teknir upp í hljóði og mynd og stefnt er að því að þeir verði framvegis sendir út beint á netinu. Nánari upplýsingar um það verður að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar. Kviknaði í út frá útiljósi í Skeljatanga Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Skelja- tanga aðfararnótt sunnudagsins 4. október. Leigubílstjóri sem átti leið hjá varð eldsins var, vakti íbúa hússins og hjálpaði til við að bjarga út tveimur börnum sem þar voru. Slökkvistarf gekk vel og tók um eina og hálfa klukkustund. Eldurinn kom upp í rekkverki í timburklæðningu á skjólvegg við kjallara hússins. Í fyrstu var talið að um íkveikju væri að ræða en samkvæmt upplýsingum Mosfellings þykir ljóst að kviknað hafi í út frá útiljósi. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Okkur vantar allar gerðir bíla á staðinn 100 bílar | ÞverhOlti 6 | sími 517 9999 | 100bilar@100bilar.is Hamrar hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ Óskum eftir starfsmanni við umönnun á Hömrum hjúkrunar- heimili Mosfellsbæ, í 80% starf, aðallega á dagvinnutíma. Einnig vantar okkur starfsmann við ræstingar í 63% stöðu. Nánari upplýsingar veita: Fríða Pálmadóttir deildarstjóri Hömrum í síma 860 7980. Umsóknir má einnig senda rafrænt á: frida@eir.is Hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, sími 522 5700 Þemadagar í Varmárskóla Það var margt um að vera á þemadögum í Varmárskóla sem haldnir voru 7.-9. október. Yfirskrift þemadaganna var Heilbrigði og velferð, sem er einn af fimm grunnþáttum menntunar. Einnig er þetta í takt við stefnu Mosfellsbæjar um heilsueflandi samfélag. Öllum árgöngum var blandað saman sem er nýjung á þemadögum skólans. Á áttunda hundrað nemenda var skipt í 36 hópa. Nemendur 10. bekkjar voru hópstjórar en kennarar sáu um stöðvar- stjórnun. Allir nemendur fóru í gegnum níu stöðvar þar sem tekið var fyrir m.a. sjálfsmynd, forvarnir, skyndihjálp, hrein- læti, heimilisfræði, myndlist, leikir, hvíld og jóga. Þemadagar voru mjög vel heppnaðir. MOSFELLINGUR kemur næst út 12. nóVember Bókmenntahlaðborð Alger veisla Í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20-22 Höfund r: Auður Jónsdóttir Árni Bergmann Bjarki Bjarnason Jón Kalman Stefáns on Kristín Helga Gunnarsdóttir Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum að vanda Tónlist: Tónlist leikin frá 19:30 þar til dagskrá hefst Veitingar: Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins Aðgangur ókeypis Bókmenntahlaðborð Alger veisla Í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20-22 Höfundar: Auður Jónsdóttir Árni Bergmann Bjarki Bjarnason Jón Kalman Stefánsson Kristín Helga Gunnarsdóttir Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum að vanda Tónlist: Tónlist leikin frá 19:30 þar til dagskrá hefst Veitingar: Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins Aðgangur ókeypis

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.