Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 24
- Aðsendar greinar24
Út með kassann
Settist niður til að skrifa pistil um mikilvægustu styrktaræfingu
okkar tíma, róður í böndum. Frábært
mótvægi við kryppustöðuna sem við
mannkynið erum að vinna okkur inn
í með síaukinni snjallsíma- og tölvu-
notkun. Einföld æfing, þráðbeinn
líkami, hælar í jörðu, hendur halda í
kaðal eða bönd sem hanga neðan úr
trjágrein eða slá. Upphafsstaðan er
útréttar hendur, svo togar maður sig
hægt upp þangað til hendur nema
við brjóstkassa, líkaminn beinn allan
tímann. Því láréttari sem líkaminn
beini er, því erfiðari er æfingin. Gott
að gera þessa æfingu reglulega, hún
réttir vel úr brjóstbakinu og leiðréttir
kryppustöðuna.
En svo langaði mig frekar að skrifa pistil um mikilvægi þess að læra
í gegnum leik. Að kenna börnum
íþróttir með því að leyfa þeim að
ærslast og leika sér. Setja leikina
þannig upp að þau læri ómeðvit-
að hreyfingar sem nýtast þeim í
íþróttum. Sitjandi rugby er til dæmis
góð leið til að æfa grunnhreyfingar
í brasilísku jiu jitsúi. Við prófuðum
þetta tveir pabbar um síðustu helgi
með 4-12 ára krökkunum okkar og
ætlum að halda áfram að vinna með
þessa aðferð enda mjög skemmtileg.
Mig langaði líka í þessum pistli að hrósa bæjaryfirvöldum í
Mosfellsbæ. Það gleymist oft að láta
vita af því sem vel er gert. Mosfells-
bær er að verða mikil fyrirmynd
varðandi hreyfingu og heilsu. Fyrir
utan sparkvellina, sundlaugarnar,
íþróttasalina og önnur mannvirki,
þá bætist jafnt og þétt í flóru göngu-
og hjólastíga í bæjarfélaginu. Það er
frábær þróun sem hvetur okkur öll til
þess að stunda meiri útivist og koma
okkur á milli staða án þess að nota
bílinn. Ég þarf sjálfur að taka mig
hressilega á í þeim
efnum, nota bílinn
alltof mikið til að
skottast á milli
staða í Mosó, en
lofa bót og betrun.
Sem sagt, út með kassann, leikum
meira og munum
að hrósa.
Heilsumolar Gaua
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Mæður íslands
svipMyndir frá fruMsýnin
gu