Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Mexíkósk kjötsúpa Í eldhúsinu Þóra Jónasardóttir og Guðmundur Ásgeirsson eru matgæðingar mánaðarins. „Við hjónin þökkum Kollu og Finni kærlega fyrir að gera okkur fræg í Mosfellsbæ með því að skora á okkur í „Í eldhúsinu“ í bæjarblaði okkar Mosfellinga, Mos- fellingi. Við skoruðumst ekki undan þessu annars erfiða verk- efni enda ekki á færi allra að fylgja eftir salsakjúkl- ingi með Mexíkó-osti. Við höldum okkur við Mex- íkó en tökum slaginn með einfaldri súpu, mexíkóskri kjötsúpu, sem klikkar ekki þó svo að sá á heimilinu sem eldar sjái aldrei um eldamennskuna.“ Mexíkósk kjötsúpa: • 200 gr nautahakk • 1 laukur, fínhakkaður • 1 rifið hvítlauksrif • 3 msk ólívuolía • 2 tsk cummin • 2 tsk paprikuduft • 1 tsk karrý • 1 msk oreganó • 3 msk tómatpuré • 1 lítri kjötkraftur (vatn og 1-2 kjötkrafts- teningar, mér þykir gott að nota nauta- og grænmetisteninga) • 4 kartöflur, skornar í teninga • 1 rauð paprika, fínhökkuð Steikið lauk og hvítlauk í olíunni og leggið til hliðar. Steikið nautahakk með kryddum og tómatpuré. Bætið laukunum út í ásamt kjötkrafti, kartöflum og papriku. Sjóðið í 30 mínútur. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole, nachos og heitu baguette. Guacamole: • 2 vel þroskuð avókadó, skorin í litla bita • 2 stórir tómatar, skornir mjög smátt • 1-2 hvítlauksrif, söxuð mjög smátt (má sleppa) • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt • 1-2 fersk rauð chili, kjarnhreinsuð og söxuð smátt • safi úr einni límónu (lime) • 1-2 búnt ferskt kóríander, saxað smátt • 1/2 tsk salt Blandið saman öllum hráefnunum og setjið í skál, lokið skálinni mjög þétt með plastfilmu og geymið í ísskáp í minnst korter áður en hún er borin fram. Guacamole geymist illa og ætti því að vera borið fram strax.  Vaaserbueno Þóra og Guðmundur skora á Guðmund Birgisson og Jónínu Ármundadóttur fyrir næsta blað. Hreyfingar- leystu þig úr læðingi Einn mesti skaðvaldur nútíma samfé- lags er hreyfingarleysi. Það er ástæð- an fyrir því að við erum að drepast í bakinu, hjartanu og belgnum. Það er stór áhrifaþáttur þegar kemur að andlegri líðan. Ef seinni hluta orðsins er eytt stendur eftir magnaðasta lyf sem völ er á; hreyfing. Lausnin við mörgum okkar vandamálum. En hvað er uppbyggileg hreyfing? Hversu flókið fyrirbæri er það? Það er nefnilega alls ekki flókið fyrirbæri þó það sé hægt að flækja það út í hið óendanlega. Í líkamsræktarfrumskóginum er nefnilega einfalt að villast. Uppbyggi- leg hreyfing eða heilsurækt er ekki það sama og afreksþjálfun. Þetta virð- ast margir misskilja. Heilsurækt snýst ekki um að æfa sjö sinnum í viku og vera í ólympíuformi. Alls ekki. Slíkt álag fer illa með líkamann til lengri tíma litið. Það er því heldur ekki gott að æfa of mikið. Þótt þú skítlúkkir á meðan. Sófadýrin sjá hreyfingu oft í þessu ljósi. Hindrun, vaxarræktarformið sem aldrei kemur. Ef þú vilt grenn- ast taktu þá frekar til í ísskápnum. Bumba er ekki afsökun til að hreyfa sig ekki. Því staðreyndin er sú að hóf- leg hreyfing er nóg til að kalla fram heilsubætandi kosti hennar. Röskur göngutúr á dag, hjóla í vinnuna eða leika við börnin. Flókið? Hvaða afsökun er þá eftir? Engin. Finndu þér eitthvað skemmtilegt að gera og hreyfðu þig. Ásgeir Jónsson - Heyrst hefur...28 hjá Þóru og gumm a Heyrst Hefur... ...að Hvíti riddarinn sé nú byrjaður að hafa opið í hádeginu. ...að markvörðurinn Davíð svansson hafi orðið þrítugur á dögunum. ...að team spinnigal sé að fá BMW sem helsta styrktaraðila og breytist jafnframt alfarið í konulið. ...að hrossakjötsveisla fari fram í Harðarbóli 31. október og munu m.a. Gísli einarsson og eyjólfur Kristjánsson stíga á stokk. ...að vetrarfrí standi yfir í grunnskólum bæjarins þessa vikuna. ...að konukvöld Lionsklúbbsins Úu fari fram á Hvíta riddaranum laugardaginn 7. nóvember. ...að svava Ýr íþróttakennari hafi orðið fimmtug á dögunum. ...að Maggi thorlacius úr Vio hafi verið að gefa út sitt fyrsta sólólag. ...að eldhúspartý fM957 hafi verið haldið í Hlégarði í fyrsta sinn á dögunum. ...að verið sé að blása lífi í körfuknatt- leiksdeild Aftureldingar. ...að Heiða og Bragi hafi gift sig um síðustu helgi. ...María Ólafs hafi verið að gefa út sitt fyrsta lag eftir eurovision-ævintýrið. Lagið nefnist someday. ...að Arnhildur organisti sé farin í fella- og Hólakirkju. ...að Mosfellingarnir í IceWind séu að gera góða hluti í sjóvarpsþáttunum toppstöðinni á rÚV. ...að Gilli í rituhöfða hafi haldið veglegt stórafmæli um síðustu helgi. ...að bókmenntahlaðborðið sívinsæla verði haldið í Bókasafninu þriðju- daginn 10. nóvember. ...að verið sé að græja stóran og flottan glersal fyrir neðan safnaðar- heimilið í Þverholtinu. ...að skítamórall spili á Halloweenballi á Hvíta riddararnum laugardags- kvöldið 31. október. ...að búið sé að ráða Keith reed sem nýjan organista í Lágafellssókn. ...að Dúndurfréttir verði með 20 ára afmælistónleika í Hlégarði föstudagskvöldið 6. nóvember. ...að nýja platan hans Kalla tomm komi út í dag. ...að bruninn í skeljatanga hafi ekki komið til vegna íkveikju heldur hafi kviknað í út frá útiljósi. ...að leikur Gróttu og Aftureldingar í handboltanum verði sýndur í beinni á rúv á laugardaginn kl. 16. ...að bókin „ungmennafélagið Drengur 100 ára“ sé að koma út. mosfellingur@mosfellingur.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltus lja... E .B A C K M A N www.fastmos.is í i: 586 0 www.mosfellingur.is ný heimasíða Jakob Hrannar fæddist 4. ágúst 2015. Hann var 51 cm 3345 g. Foreldrar eru Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen og Snorri Karl Pálsson og býr fjölskyldan í Dvergholti.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.