Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 22.10.2015, Blaðsíða 25
Aðsendar greinar - 25 Sorgin er hluti af lífinu. Hún er fylgikona ástar- innar því allir sem hafa elskað eiga það á hættu að missa og syrgja. Sorgin getur verið sársauka- full og erfið en við eigum þó aldrei að bæla hana niður eða afneita henni, ekki frekar en við vilj- um skiljast við minningarnar um þau sem við höfum elskað eða bæla ástina okkar niður. Það er misjafnt hvernig syrgjendur vinna úr missi eftir andlát ástvinar. Sumir heimsækja gröf hins látna reglulega, aðrir sjaldan eða aldrei. Sumum líður best með að hlutir hins látna séu óhreyfðir í langan tíma, aðrir vilja taka til og fjarlægja þá sem fyrst. Margir tjá sig á Face- book. Sumir tala um hinn látna eða skrifa béf til viðkomandi. Öðrum finnst minningarnar dofna fljótt. Suma dreymir lifandi drauma oft, jafnvel á hverri nóttu, um þann sem þau hafa misst. Þetta eru allt eðlileg viðbrögð. Þegar við syrgjum erum við að ná tökum á því sem hefur breyst í lífi okkar. Á sama tíma leitum við nýrra leiða til lifa áfram með því tómarúmi sem verður til við missinn. Til að lifa með sorg, söknuði, tómleika og ótta. Til að lifa án hennar eða hans sem hefur kvatt, til lifa án framtíðarinnar sem við töldum örugga. Þetta tekur tíma og rými í lífinu okkar, rétt eins og ástin og minningarnar. Í árinu eru nokkrir dagar sem eru teknir frá fyrir minningarnar og þakklætið. Einn þeirra er Allra heilagra messa sem við höldum upp á 1. nóvember. Í kirkjum landsins er boðið til fjölbreyttra bænastunda þar sem við minnumst látinna. Kirkjugarðarnir eru líka opnir. Þangað er hægt að fara, eiga sína stund, kveikja á kerti, minnast og þakka. Þú ert velkomin í garð og til kirkju, Guð blessi þig, blessi minningarnar þín- ar og ástina og helgi sorg þína. Ragnheiður Jónsdóttir og Árni Svanur Daníelsson. Sóknarprestar í Mosfellsprestakalli og Reynivallaprestakalli. Dagur minninga og þakklætis Hvað viltu? Að taka ákvörðun um að byrja á verki og takast á við það er skemmtilegt. Að ljúka verkefni vel fylgir mikil vellíðan. Það skiptir ekki öllu hvort verkefnið hafi verið stórt eða lítið. Allt frá því að negla upp myndina sem er búin að liggja á gluggakistunni síðustu fjórar vikur eða brjóta saman þvottahrúguna sem hylur sófann. Það getur líka verið stórt verkefni eins og að mála húsið eða klára viðbygginguna sem virtist ætla að verða endalaus. Svona verk krefjast sýnilegrar orku og við sjá- um árangurinn skýrt. Góða tilfinningin sem fylgir því að virða fyrir sér útkomuna, leyfa sér að njóta tilfinningarinnar og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk. Jafnvel þótt það sé bara myndin sem komst loks upp á vegg. Huglægu verkefnin eru snúnari. Þau eru ekki eins sýnileg. Allar ákvarðanir sem við tökum ættu að vera tengdar vitundinni um hvert við viljum stefna. Þegar við gleymum (eða frestum því) að hugsa um hvað við viljum og hvað okkur langar í lífinu, verður erfitt að taka stórar ákvarðanir og enn erfiðara að taka réttar ákvarðanir fyrir okkur sjálf. Ef við vitum ekki hvað við viljum erum við líklegri til að fresta því að taka ákvarðanir hvort sem þær tengjast vinnunni, flutningum, bílnum, börnunum, hreyfingunni og bara því sem hvílir á huganum. Ákvarðanirnar ættu að vera í takti við hvað við vilj- um og hjálpa okkur þá að stefna að því. Láta drauma rætast. Með því að gefa okkur tíma til að skoða langanir okkar og skoða möguleikana sem við höfum eða getum búið til, erum við að taka ákvörðun um að fresta ekki draumnum okkar heldur láta hann rætast. Gefðu þér tíma og hugsaðu eitt ár fram í tímann. Hér eru tvö verkefni: Skrifaðu niður stóran draum og gerðu eitthvað í dag til þess að færa þig nær honum. Vala Mörk, iðjuþjálfi. Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Nú þegar vetraræfingar á gervigrasvellinum eru farnar af stað á fullum krafti er rétt að benda á nokkur atriði sem koma til umræðu á hverjum vetri. Völlurinn er keyrður með hámarks kyndingu yfir vetrartímann eða með eins háu hitastigi og völlurinn þolir, hitakerfið und- ir vellinum ræður með því móti við að hita völlinn og bræða snjó að ákveðnu marki. Við viss skilyrði er mögu- legt að skafa snjó af vellinum sem hitalagnirnar ráða ekki við og er það gert um leið og aðstæður og veður leyfir. Komi sú staða upp, stefnum við að ljúka því áður en æfingar hefjast um miðjan daginn. Þessar aðstæður skapast stundum þegar snjóar mjög mikið og hitastig er rétt ofan við frostmark. Völlurinn er ekki mokaður þegar skafrenningur er og holklaki myndast í miklu frosti. Þá er besta leiðin að æfa á vellinum og troða þannig niður frosnu skánina/ klakann, þá molnar/brotnar hann niður og hitalagnir vallarins bræða hann. Ekki verður hjá því komist að æfingar og leikir munu falla niður einhverja daga í vetur vegna veðurs, jafnt hér eins og á öðrum gervigrasvöllum. Munum við reyna okk- ar besta til að halda vellinum opnum eins og aðstæður leyfa. Síðasta vetur kom á daginn að völlurinn að Varmá var mun oftar æfinga- og leikfær en vellirnir sem næstir okkur eru í Grafarvogi og Grafarholti. Fundað hefur verið með yfirþjálfara knattspyrnudeildar til að undirbúa þjálfara undir að hafa hjá sér plan B ef æfingar falla niður á vellinum í vet- ur, vegna snjóa eða veðurs, svo hægt sé að taka á móti iðkendum á æfinga- tímum og finna þeim verkefni. Við vonum að sjálfsögðu að þeir dagar verði færri en nokkru sinni fyrr. Með fótboltakveðju, Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi. Hanna Símonardóttir, vallarstjóri. Gervigrasvöllurinn að Varmá veturinn 2015 - 2016 M yn d/ Ra gg iÓ la Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar 2015 Verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00. Efni fundarins: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf 2. Önnur mál a) Félagsjakkar Harðar b) Lyklar í reiðhöllina Stjórn Hestamannafélagsins Harðar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.