Mosfellingur - 22.10.2015, Side 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Sunnudagurinn 18. október
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur
Prestur sr. Skírnir Garðarsson
Sunnudagurinn 25. október
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00
Kvennakirkjan leiðir stundina
Stuttur leikþáttur:
Guðrún Ásmundsdóttir
Kirkjukaffi í Reykjadal
að aflokinni guðsþjónustu
Sr. Auður Eir og sr. Arndís Linn
Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Sunnudagurinn 1. nóvember
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur
Prestur sr. Skírnir Garðarsson
Sunnudagurinn 8. nóvember
Kvöldguðsþjónusta - GOSPEL
í Lágafellskirkju kl. 20:00
Umsjón tónlistar: Jónas Þórir
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Sunnudagaskólinn
er í Lágafellskirkju
á sunnudögum
kl. 13:00
HeLgiHaLd næStu vikna
Vilja Laxnesssetur
á Gljúfrasteini
Þingmenn allra flokka á Alþingi
hafa lagt fram tillögu til þingsálykt-
unar um að hefja uppbyggingu
Laxnessseturs á Gljúfrasteini í
Mosfellsbæ. Fram kemur að Alþingi
álykti að fela mennta- og menn-
ingarmálaráðherra í samvinnu við
bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og stjórn
Gljúfrasteins að hefja uppbyggingu
Laxnessseturs á Gljúfrasteini.
Leiðarljós Laxnessseturs verði að
halda á lofti minningu Halldórs
Laxness, veita fræðslu um verk hans
og leggja áherslu á að Mosfellssveit
og -bær var hans heimabyggð. Þar
verði miðstöð allrar þekkingar um
Halldór Laxness. Laxnesssetur verði
jafnframt bókmenntasetur þar
sem aðstaða verði til rannsókna og
fræðistarfa.
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu að í ár séu 60 ár síðan
Halldór hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels og af því tilefni sé tímabært
að horfa til þess að byggja upp
menningarhús. Landsvæði hafi
þegar verið tryggt til að byggja
Laxnesssetur með tengingu við
heimili skáldsins á Gljúfrasteini.
Mosfellska sprotafyrirtækið IceWind tekur
þessa dagana þátt í frumkvöðlaþáttum á
RÚV sem nefnast Toppstöðin. Átta hópar
taka þátt og vinna undir leiðsögn sérfræð-
inga. Um 140 verkefni sóttu um þátttöku en
einungis átta komust áfram.
IceWind var stofnað árið 2012 með það að
markmiði að þróa og koma á markað sam-
keppnishæfum og endingargóðum vind-
túrbínum. „Við erum mjög ánægðir með að
fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni,“
segir Sæþór Ásgeirsson vélaverkfræðingur.
Auk hans eru það Gunnar Eiríksson renni-
smíðameistari og Þór E. Bachmann við-
skiptafræðingur sem standa að fyrirtækinu
en allir tengjast þeir Mosfellsbæ.
Sjálfbært strætóskýli við Hörpu
„Við erum með samfélagslegt verkefni
þar sem við ætlum að setja tvær litlar vind-
túrbínur á stætóskýli fyrir framan Hörpuna.
Túrbínurnar munu sjá um alla orkuþörf
skýlisins, lýsingu, auglýsingaskjá o.þ.h.
Hægt verður að hlaða farsímann í skýlinu
og fara frítt á netið.
Í dag, 22. október, fer í gang hópfjár-
mögnun á Karolina Fund til að fjármagna
þetta verkefni og stendur söfnunin yfir í
þrjár vikur. Við ætlum að einbeita okkur
að fyrirtækjum þar sem seldar verða aug-
lýsingar á annars vegar túrbínublöðin sjálf
og hins vegar á stafrænan auglýsingaskjá.
Auðvitað er almenningi líka velkomið að
styrkja okkur,“ segir Sæþór.
Ýmsar styrktarleiðir eru í boði og þeim
sem vilja kynna sér það er bent á www.
icewind.is eða www.karolinafund.com.
Lokaþátturinn í beinni útsendingu
Lokaþáttur Toppstöðvarinnar fer fram
í beinni útsendingu þann 5. nóvember
og þá er það almenningur sem velur sig-
urvegara í símakosningu. „Við gerum ráð
fyrir mikilli samkeppni og þurfum á öllum
hugsanlegum stuðningi að halda. Þetta
kvöld hafa dómararnir ekkert vægi, aðeins
símakosningin og við þurfum að stóla á að
þjóðin kjósi okkur,“ segir Sæþór og hvetur
Mosfellinga sérstaklega til að standa við
bakið á þeim.
„Við fjármögnum einnig fyrirtækið okk-
ar IceWind og erum búnir að opna fyrir
örfjárfesta, þar sem almenningur getur
fjárfest og fengið hlut í fyrirtækinu. En
framtíðarhorfur fyrirtækisins einskorðast
ekki eingöngu við vindtúrbínur heldur
stefnir fyrirtækið á að stækka með nýjum
hugmyndum og vörum. Fyrirtækið stefnir á
að vera leiðandi í grænni orku á Íslandi auk
þess að vera með starfsemi á heimsvísu,“
segir Sæþór að lokum.
Mosfellingarnir Helga Kristjánsdóttir og Leifur Guðjónsson
eru nýir eigendur að Blómasmiðjunni í Grímsbæ við Bústaða-
veg.
„Við tókum við rekstrinum þann 1. júlí og erum mjög ánægð
með viðtökurnar. Við erum með mikið úrval af afskornum
blómum, pottablómum og fallegri gjafavöru. Við flytjum einnig
sjálf inn ákveðnar vörur eins og reykelsi og fleira. Við leggjum
mikið upp úr svokallaðri árstíðarbundinni gjafavöru eins og
sumarblómum, jóla- og páskavörum og fleiru,“ segir Helga sem
hefur unnið í faginu í 30 ár.
góð og persónuleg þjónusta
„Úrvalið hjá okkur af samúðarskreytingum og samúðar-
kertum er mjög gott. Við erum með góða þjónustu fyrir brúð-
kaup, jarðarfarir og allt þar á milli, einnig erum við með heim-
sendingarþjónustu. Við reynum að vera með fjölbreytt úrval og
allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo leggjum við
metnað okkar í það að veita góða og persónulega þjónustu,“
segir Helga.
„Búðin er vel staðsett með góðu aðgengi og nóg af bílastæð-
um og erum við ánægð með hvað Mosfellingar eru duglegir að
koma og versla hjá okkur. Við hvetjum alla til að kíkja til okkar,
það er opið alla daga,“ segir Leifur að lokum.
Sprotafyrirtækið IceWind valið í hóp átta fyrirtækja til að taka þátt í Toppstöðinni á RÚV
Hugmynd verður að veruleika
Helga og Leifur leggja áherslu á árstíðabundna gjafavöru • Taka vel á móti Mosfellingum
tekin við rekstri Blómasmiðjunnar
Sæþór, gunnar og þór hugmynd að verkefni icewind
IceWind vindmylla nýtt til orkunýtingar.
helga og leifur
í blómaSmiðjunni
Áskorun til ríkis
stjórnar Íslands
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum
fimmtudaginn 15. október sl. að
fela bæjarstjóra að senda ríkisstjórn
Íslands fyrirliggjandi áskorun
bæjarráðs um að hún beiti sér
fyrir breytingum á tekjustofnum
sveitarfélaga. Jafnframt verði
afrit sent öllum þingmönnum. Í
áskoruninni eru tilteknar leiðir til
að tryggja fjölþætta og sveigjanlega
tekjustofna sveitarfélaga. Þar segir
að ljóst sé að verði ekkert að gert
mun rekstrarkostnaður sveitarfélaga
hækka langt umfram tekjur þeirra
á næstu mánuðum. Því liggi fyrir
að við óbreyttar aðstæður munu
sveitarfélög ekki geta staðið undir
hlutverki sínu og skyldum á næstu
misserum með sama hætti og verið
hefur. Áskorunin í heild sinni er að-
gengileg á heimasíðu Mosfellsbæjar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
1
3
1
5
VIÐ VITUM HVAÐ
UNGA KYNSLÓÐIN
SKIPTIR MIKLU MÁLI
Nú brosa börn F plús viðskiptavina allan hringinn þegar þau, koll
af kolli, taka á móti nýju húfunum frá okkur. Unga fólkið skiptir
okkur höfuðmáli og er því sérstaklega ánægjulegt að færa þeim
hlýjar og fallegar húfur fimmta árið í röð. Snúðu þér til næstu
þjónustuskrifstofu VÍS og tryggðu þér skínandi húfu í glaðlegum lit.