Mosfellingur - 22.10.2015, Qupperneq 6

Mosfellingur - 22.10.2015, Qupperneq 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í vEtur JÓLaHLaÐBOrÐ Í hádeginu föstudaginn 27. nóv kl 12:00 á Grand Hótel Reykjavík. Jólahlaðborð 4.410 kr. Innifalið í því verði er maturinn og kaffi en ekki aðrir drykkir. Rútufargjald sem greiðist í rútu kostar 1.000 kr fram og til baka. Mæting í rútu er 11:30 frá Eirhömrum. Skráning í síma 586-8014/ 698-0090 eða á þátttökublaði í handverksstofu. Betra er heilt en vel gróið Fræðsluerindi frá Beinvernd um beinþynningu, áhættuþætti og forvarnir miðvikudaginn 4. nóv kl. 13:45 í borðsal Eirhamra. Allir velkomnir. Frá íþróttanefnd Vatnsleikfimi í Lágafellslaug mánud. og miðvikud. kl.12:00 Boccia Varmá þriðjud. kl.10:30 Ringó Varmá fimmtud. kl. 9:00 Dansleikfimi Varmá miðvikud. kl.14:30 Félagsvist Verður næst 23. okt og 6. nóv. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 600 - innifalið er kaffi og meðlæti. Glæsilegir vinningar í boði. Kíkt fyrir horn 5. nóv. kl. 13:00 kíkjum við í heimsókn til Palla hnífasmiðs í Álfosskvos og fáum okkur kaffi á Álafosskaffi. Farið verður á einkabílum, skráning á þátttökublaði í handverksstofu eða í síma 586-8014 Jólahlaðborð á Hótel Örk 2. desember Hlaðborð m/ gistingu í tveggja manna herbergjum m/morgunverði kr. 12.000. Aukagjald í einbýli kr. 3000. Hlaðborð án gistingar kr. 6.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 10. nóvember 2015 til Söru Elíasdóttur sara.eliasdottir@gmail.com hs. 566 6391 gsm. 694 1926 Gaman Saman Verður næst 29. okt og síðan 12. nóv. í borðsal Eirhamra kl 13:30. Kaffi og með- læti selt í matsal eftir skemmtun á 400 kr. Komum og skemmtum okkur saman með Páli Helgasyni og glaða genginu. Leshringur Verður næst 2. nóv kl. 10:30 á Eirhömrum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Einar Halldórsson í síma 8993227/5667227. BaSar 2015 Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 14. nóv kl 13:30 á Eirhömrum. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á bas- arnum. Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Kór eldri borgara Vorboðarnir syngja fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal. STYRKJUM GOTT MÁLEFNI Minnum á að félagsstarfið á Hlaðhömrum er fyrir alla eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa í Mosfellsbæ, endilega nýtum okkur frábæra aðstöðu og léttum lundina með félagslegri samveru. Alltaf opið frá kl. 13:00-16:00 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Myrra Rós gefur út aðra sólóplötu Söngkonan og lagahöfundurinn Myrra Rós Þrastardóttir hefur gefið frá sér sína aðra sólóplötu. Platan nefnist One amongst others og kom út nú í byrjun október. Myrra stóð fyrir hópfjármögnun á netinu sem gekk það vel að platan lítur nú dagsins ljós. Þá stundar Myrra nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað plötu- umslagið sitt frá grunni. Fyrri plata Myrru Rósar heitir Kveldúlfur og var gefin út um alla Evrópu árið 2012. Myrra Rós býr í Álafosskvos ásamt eiginmanni sínum Júlíusi Óttari Björgvinssyni. Nýr organisti í Lágafellssókn Keith Reed hefur verið ráðinn sem tónlistarstjóri og organisti Lágafellssóknar og tekur til starfa í byrjun desember. Keith sem hefur áralanga reynslu af kórstarfi starfar nú sem organisti í All Saints Parish í Corning í New York. En þar býr hann ásamt konu sinni Ástu Bryndísi Schram. Keith er vel þekktur innan kirkjunnar og starfaði áður sem tónlistarstjóri og organisti hjá Lindakirkju og Breiðholtskirkju. Keith er menntað- ur í kórstjórn og söng og hefur verið nátengdur kirkjustarfi í fjöldamörg ár ýmist sem sjálfboðaliði eða tónlistarstjóri. Keith tekur við af Arnhildi Valgarðsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðustu ár. Steinunn Marteinsdóttir á Hulduhólum gefur út sjálfsævisögu sína um ævi og verk Ákvað að gefa sjálfri sér bók í áttræðisafmælisgjöf Steinunn Marteinsdóttir myndlistarkona á Hulduhólum hefur gefið út veglega bók um ævi hennar og verk. Bókin nefnist Undir regnboganum og rekur Steinunn sögu sína í máli og mynd- um. Hún fjallar um uppvöxt sinn í Reykja- vík, nám sitt og störf. Bregður upp minnis- stæðum svipmyndum af fjölskyldu, vinum og öðru samferðafólki og lýsir farsælum myndlistarferli. Bókin er litprentuð og í stóru broti, prýdd fjölmörgum ljósmyndum og mynd- um af listaverkum Steinunnar, sem lýsa vel þróuninni í myndlist hennar. Samantekt á ensku er birt í bókarlok, auk þess sem allir myndatextar eru bæði á ensku og ís- lensku. Bók í áttræðisafmælisgjöf „Ég var búin að ákveða að gefa sjálfri mér það í afmælisgjöf að gefa út bók um verk mín,“ segir Steinunn sem verður áttræð í byrjun næsta árs. „Fyrst ætlaði ég að fá Árna Bergmann til að skrifa við mig viðtal en sjálfur var hann svo upptekinn við eig- in bók. Ég fór þá að punkta niður sjálf og fannst það mjög skemmtilegt. Það endaði því þannig að ég skrifaði allan textann sjálf. „Þetta hefur verið mikil vinna undan- farið eitt og hálft ár en ég hef verið heppin með samstarfsfólk og er virkilega sátt við útkomuna.“ Ekki sest í helgan stein Steinunn byrjaði sem krakki að teikna mikið og mála. Síðustu áratugi hefur hún verið afkastamikil í listmálun og leirlist. Vinnustofa Steinunnar er á heimili hennar á Hulduhólum og segist hún sækja inn- blástur úr ýmsum áttum, þó aðallega úr náttúrunni. Steinunn er hvergi nærri sest í helgan stein eftir útgáfu bókarinnar og undirbýr nú næstu sýningu sína sem sett verður upp á nýju ári. „Nú fer maður að hafa meiri tíma fyrir keramikið og myndlistina,“ segir Steinunn að lokum. Bókina Undir regnbogann má nálgast í öllum helstu bókaverslunum sem og á vinnustofu Steinunnar að Hulduhólum. Steinunn með SjálfSæviSögu Sína Svipmyndir úr útgáfuhófi á Hulduhólum föstudaginn 9. október. Myndirnar eru fengnar úr heimildastuttmynd sem verið er að vinna að í tengslum við einkasýningu Steinunnar Marteinsdóttur í Hönnunarsafni Íslands. Kvikmyndatökumaður er Edda Björnsdóttir.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.