Mosfellingur - 22.10.2015, Síða 22

Mosfellingur - 22.10.2015, Síða 22
 - Íþróttir22 Meistaraflokkur karla í blaki spilar sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni á morgun, föstudag. Liðið er mjög breytt frá fyrra ári. Í haust komu inn nokkrir nýir liðsmenn. Eduardo Herrero, sem er aðstoðarþjálfari allra flokka hjá blakdeildinni, spil- ar með liðinu og er mikill styrkur í honum en hann kom frá Spáni í byrjun sept- ember. Liðið ætlar sér í úrslita- keppnina en þangað fara fjögur efstu liðin í deildinni og einnig er stefnan sett á úrslitakeppnina í bikarkeppni BLI. Fyrsti heimaleikur á föstudag Einn leikur er búinn og var hann við ríkj- andi Íslands- og deildarmeistara síðustu tveggja ára, HK, og sást á þeim leik að mik- ið býr í liðinu en þeir töpuðu leiknum 1-3. Á föstudaginn taka þeir á móti Stjörn- unni úr Garðabæ sem er margfaldur Ís- landsmeistari og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á sporttv.is. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta að Varmá og styðja við bakið á liðinu. Aðgangseyrir á leikinn er 500 kr. Meistaraflokkur karla í blaki • Fyrsti heimaleikur á morgun Ætla sér að komast í úrslitakeppnina Völundur GuðmundssonViktor E. C. GauvritSigþór Helgason Sebastian S. MeyerReynir ÁrnasonKrzysiek Majewicz Kolbeinn JónssonJakob BaldurssonJón Ó. Bergþórsson Ismar HadziredzepovicGunnar P. HannessonAndris Apinis Eduardo Herrero Aðstoðarþjálfari Rogerio Ponticelli ÞjálfariNokkrir unglingar úr Aftureldingu keppu á með U19 landsliðinu á N-Evrópumótinu sem fram fór í Danmörku á dögunum. Það eru þau: Rósborg Halldórsdóttir, Gunnar Pálmi Hannesson, Sigdís Sigurðardóttir, Sigþór Helgason og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Blakkrakkar í 4. flokki á Ísafirði Blakkrakkar í 4. flokki lögðu land undir fót á dögunum og skelltu sér á mót á Ísafjörð. Það voru kátir krakkar sem stóðu sig mjög vel og komu heim með tvenn bronsverðlaun úr ferðinni. Hér er hópmynd af krökkunum, þjálfurum og bílstjóra áður en lagt er í hann. Kepptu með landsliðinu www.mosfellingur.is Flottir Mosfellingar í U-19 ára landsliði Íslands spiluðu tvo vináttuleiki við Norður-Íra á dögunum. Arnór Gauti Ragnarsson sem spilar nú með Breiðbliki, Birkir Þór Guðmunds- son sem spilar með Aftureldingu og Axel Óskar Andrésson sem spilar með Reading á Englandi. Þessir efnilegu knattspyrnumenn eru allir uppaldir Aftureldingarmenn. Arnór GAuti, Axel óskAr oG Birkir Þór Þrír mosfellingar í u-19 Þrír 13 til 14 ára strákar úr Aftureldingu voru valdir á Hæfileikamót KSÍ í fótbolta fyrstu helgina í október. Mótið fór fram í Kórnum í Kópavogi og stóðu Mosfellingarnir sig vel. Efnilegir strákar á Hæfileikamóti KSÍ eyÞór Aron Wöhler ÍsAk snær ÞorvAldsson róBert orri Þorkelsson

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.