Mosfellingur - 22.10.2015, Síða 26
Þjónusta við mosfellinga
- Aðsendar greinar26
Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan
Líkami og sál
Þverholti 11 - s. 566 6307
www.likamiogsal.is
Verið hjartanlega velkomin!
Íslenska fótboltaævintýrið er í algleym-
ingi og nær hámarki þegar flautað verður
til leiks á EM í Frakklandi næsta sumar.
Á sama tíma geta Mosfellingar glaðst yfir
farsælu barna- og unglingastarfi Knatt-
spyrnudeildar þar sem iðkendum hefur
fjölgað um þriðjung og hlutfall stúlkna
aukist.
Mikið hefur verið fjallað um árangur
íslenska landsliðsins og á hverju hann
byggi. Nefnt hefur verið að undirstað-
an liggi í góðu barna- og unglingastarfi.
Bætt aðstaða með tilkomu gervigrasvalla
og knattspyrnuhalla er einnig talin hafa
skipt sköpum. Framlag þjálfara, foreldra
og velunnara sem hafa lagt á sig mikið og
óeigingjarnt starf er ómetanlegt. Þjálfarar
hafa lagt metnað sinn í að sækja mennt-
un og eru meðvitaðir um mikilvægi sitt sem leið-
beinendur og fyrirmyndir. Þátttaka foreldra hef-
ur aukist jafnt og þétt og sjálfboðaliðar sjá um að
móta umgjörð sem allt starfið byggir á. Allt eru
þetta mikilvægir þættir og án þeirra rúllaði bolt-
inn tæplega.
Við höfum átt því láni að fagna að búa yfir
góðum þjálfarahópi. Lögð hefur verið áhersla á
að gefa ungum þjálfurum tækifæri og hafa þeir
þroskast og eflst með hverju viðfangsefni. For-
eldrar hafa stutt vel við starfið eins og Liverpool-
skólinn og Intersportmótið sanna. Hvorutveggja
eru stórir viðburðir sem vekja athygli og laða að
æ fleiri gesti. Því ber að fagna en nú er svo komið
að umfang þeirra er orðið slíkt að nauðsynlegt er
að staldra við og huga að framtíð þeirra.
Það er staðreynd að vinnan við þessa stóru
viðburði sem og öll umsjón með barna- og ungl-
ingastarfinu hefur hvílt á of fáum herðum. Sömu
aðilarnir draga vagninn of lengi og þreytast. Slíkt
endar með að þeir stíga til hliðar og nýir aðilar
taka við stjórninni. Þannig er hætt við að reynsla
og þekking tapist og mikil vinna felst í því að geta
ekki fylgt í fótspor forvera sinna.
Við undirrituð höfum setið saman í stjórn
barna- og unglingaráðs frá því í mars 2013 og
erum stolt af framlagi okkar til starfsins en með-
vituð um að margt er ógert og annað má betur
fara. Mikilvægt er í starfi sem þessu að fá sem
flesta að verki til að dreifa álagi og byggja upp
þekkingu og reynslu. Það er einlæg ósk okkar að
fleiri taki virkan þátt í starfinu til að þekking og
reynsla glatist síður og vinna við frekari uppbygg-
ingu dreifist á fleiri hendur.
Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Mosfellsbæ
gæti verið betri. Aðeins allra yngstu ið-
kendur fá innitíma á veturna en aðrir
verða að æfa úti óháð veðri. Úthlutun á
innitímum er mikil vonbrigði þar sem
stærsta deild félagsins fær ekki úthlut-
að tímum í samræmi við umfang og eðli
starfsins. Það hefur komið niður á starf-
inu hjá yngri flokkunum og miðstigi hjá
stúlkum.
Núverandi aðstaða er of lítil og við-
hald er í lágmarki. Iðkendur eru orðnir
rúmlega 400 og gera má ráð fyrir að þeim
fjölgi um a.m.k. 100 á næstu tveimur
árum. Núverandi aðstaða á Varmá rúm-
ar ekki þann fjölda og stækkun er óhjá-
kvæmileg. Gervigrasvellirnir eru börn
síns tíma og brýnt að fá þá endurnýjaða.
Nýtanlegur hluti Tungubakka minnkar á
hverju ári vegna viðhaldsleysis og þeim fækkar
sem vilja nota grasið í núverandi ásigkomulagi.
Þannig er mikilvægt að huga að uppbyggingu og
endurnýjun æfingasvæða deildarinnar ásamt
endurbótum í vallarhúsum.
Knattspyrnudeildin er stærsta deild Aftureld-
ingar með um þriðjung af barna- og unglinga-
starfi félagsins. Okkur þykir framlag félagsins til
starfsins ekki nægilegt. Yfirumsjón, samhæfing og
stuðningur mætti vera meiri. Öll vinna við skrán-
ingar og innheimtu æfingagjalda hvílir á deild-
um og sjálfboðaliðum þeirra en ekki á skrifstofu
félagsins. Engin íþróttafulltrúi er starfandi hjá fé-
laginu sem hefur í för með sér að verkefni sem
þeir sinna alla jafna lenda hjá deildunum
Við höfum hér rakið helstu atriði er lúta að
barna- og unglingastarfi Knattspyrnudeildar.
Margt hefur áunnist og er það vel en viðfangs-
efnin eru mörg og aðkallandi. Það er okkar sann-
færing að við getum leyst þau í sameiningu enda
þarf heilan bæ til að búa til fótboltabörn. Takist
okkur það er framtíð knattspyrnunnar í Mosfells-
bæ björt.
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir er móðir tveggja barna
sem stunda íþróttir hjá Aftureldingu. Hún hefur setið
í stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar
frá 2012 og verið formaður ráðsins frá 2013.
Sigurður Rúnar Magnússon er faðir tveggja
barna sem stunda íþróttir hjá Aftureldingu.
Hann hefur setið í stjórn barna- og unglingaráðs
knattspyrnudeildar sem gjaldkeri frá 2013. Hann er
einnig gjaldkeri karatedeildar frá 2014.
Af barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar
Það þarf heilan bæ
til að búa til fótboltabörn
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem
hentar þér í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA
3
3ja lagaVirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Kynning á
Betri Reykjavík
Kynning á verkefninu Betri Reykjavík
verður haldin þriðjudaginn 3. nóvember
klukkan 16.30 í Listasal Mosfellsbæjar.
Í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar segir að kjörnir
fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar skuli fá
viðeigandi þjálfun og fræðslu í lýðræðismálum.
Betri Reykjavík er samráðsvettvangur á netinu þar
sem íbúum borgarinnar gefst tækifæri til að setja
fram hugmyndir sínar um málefni er varða þjónustu
og rekstur Reykjavíkurborgar. Efstu hugmyndir eru
sendar nefndum borgarinnar til meðferðar.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar koma og kynna
verkefnið út frá sjónarhóli stjórnsýslunnar.
Fundurinn er opinn öllum.