Mosfellingur - 15.01.2010, Síða 2

Mosfellingur - 15.01.2010, Síða 2
www.isfugl.is Bæjarblaðið Mosfellingur hefur nú sinn 9. árgang. Embla Ágústsdótt ir er Mosfell-ingur ársins 2009. Kraftmikil ung kona sem lítur á hreyfi hömlun sína sem áskorun. Hún vinnur hörðum höndum að því að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Embla er vel að nafnbót- inni komin og óskum við henni til ham- ingju. Þeir sem komu að þrettánda-brennunni hér í Mosfellsbæ eiga hrós skilið fyrir frábæra skemmt un. Öll umgjörð var til mikillar fyrirmyndar og hefur þessi viðburður gríðarlegt aðdráttarafl á fólk frá öllu höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. Flugelda- sýningin hjá Kyndli toppaði kvöldið svo gjörsamlega. Blaðið að þessu sinni litast af umræðu frambjóðenda sem bjóða sig fram í prófkjörum á næstunni. Ánægjulegt er til þess að vita að fólk vilji láta gott af sér leiða fyrir bæjarfélagið. Einstök EmblaMOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is www.mosfellingur.is Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Skeljatanga 39, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamaður: Ruth Örnólfsdóttir ruth@mosfellingur.is Prentun: Oddi Upplag: 4000 eintök Umbrot og hönnun: Mosfellingur Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... Næsta blað kemur út 6. febrúar Þrátt fyrir vaxandi skólastarf í Brúarlandi á fjórða áratug síðustu aldar voru enn dæmi um heimakennslu. Samgöngur hafa efl aust átt þátt í að viðhalda því fyrirkomulagi. Árið 1933 eru í Prófabók Brúarlandsskóla skráðir nemendur sem fengu heimakennslu í Reykjahlíð, Suður-Reykjum og í Gufunesi. Öll börnin tóku þó próf hjá Lárusi en séra Hálfdán Helgason var prófdómari. Myndin sýnir skólapilta sem fengu heima- kennslu á Suður-Reykjum: Frá vinstri: Friðrik Pétursson kennari, Jón M. Guðmunds son, Jóel Jóelsson, Andrés H. Guðmundsson,Sveinn Guðmundsson, Þórður Guðmundsson. Texti: Birgir D. Sveinsson. Mynd í eigu Salome Þorkelsdóttur. 2 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað HÉÐAN OG ÞAÐAN

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.