Mosfellingur - 15.01.2010, Qupperneq 8
- Framboð og eftirspurn8
HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU 1290,-
Fimmtán sjálfstæðismenn skiluðu inn framboðum þegar skilafresti lauk á gamlársdag.
Efri röð: Hafsteinn Pálsson, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, Rúnar Bragi Guðlaugsson,
Hjörtur Methúsalemsson, Haraldur Sverrisson, Haraldur Haraldsson, Örn Jónasson,
Elías Pétursson og Theodór Kristjánsson. Fremri röð: Júlía M. Jónsdóttir, Kolbrún G.
Þorsteinsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Bryndís Haralds og Eva Magnúsdóttir.
Á myndina vantar Þórhall Kristvinsson.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram 6. febrúar Prófkjör Samfylkingarinnar fer fram 30. janúar
Ellefu manns skiluðu inn framboðum sínum til Samfylkingarinnar þann 9. janúar.
Efri röð: Jónas Rafnar Ingason, Anna Sigríður Guðnadóttir, Valdimar Leó Friðriksson,
Sigrún Pálsdóttir, Gerður Pálsdóttir og Þóra Bjarney Guðmundsdóttir.
Fremri röð: Baldur Ingi Ólafsson, Hanna Bjartmars Arnardóttir, Gunnlaugur B.
Ólafsson og Lísa Sigríður Greipsson.
Á myndina vantar Jónas Sigurðsson.
Frambjóðendur undirbúa sig fyrir prófkjör
Sjálfstæðisfl okkur og Samfylking efna til prófkjörs á næstu vikum til að stilla upp á lista fyrir sveitarstjórnakosningarnar sem fram fara í maí. Fimmtán
frambjóð endur gefa kost á sér hjá Sjálfstæðisfl okknum í prófkjörinu 6. feb. Hjá Samfylkingu eru 11 sem bjóða sig fram í prófkjöri 30. jan. Allir sitjandi bæjar-
fulltrúar fl okkanna bjóða sig fram til áframhaldandi setu. Uppstillingarnefnd sér að öllum líkindum um uppröðun á lista Framsóknar og Vinstri Grænna.
Opnar veitingastað í Háholti um miðjan febrúar
Kiddi Rót undirbýr opnun
VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA ����������� �����������
Í tilefni að kjöri íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 er bæjarbúum
boðið að vera viðstaddir og heiðra íþróttafólkið.
Kjörið fer fram í Íþróttamiðstöðinni
að Varmá sunnudaginn 17. janúar kl. 14.
Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra einstak-
linga sem hafa orðið Íslandsmeistarar, bikarmeistarar,
landsmótsmeistarar og fyrir að æfa og/eða keppa með
landsliði. Veittar verða viðurkenningar til efnilegasta stráks
og stelpu 16 ára og yngri í hverri grein.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Kjör íþróttamanns
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2009
Unnið er nú hörðum höndum að
því að innrétta nýjan veitingastað í
Háholti við hlið Krónunnar. Stefnt
er að því að opna þar Cafe Kidda
Rót um miðjan næsta mánuð. Kiddi
Rót rak áður stað í Hveragerði og
hefur gert síðastliðin fi mm ár. Um er
að ræða veitingastað sem býður upp
á fjölbreyttan matseðil á góðu verði
að sögn Kidda. „Við erum frægastir
fyrir okkar rómantísku hamborgara
sem eru þeir bestu á landinu. Við
notum eingöngu topp hráefni og
metnaður lagður í hvern rétt.” segir
Kiddi. Staðurinn kemur til með að
taka rúmlega 100 manns í sæti og
er 340 fm2 að stærð. Á boðstólnum
verða pítsur, steikur, hamborgarar,
austurlenskir réttir auk heimilis-
matar í hádeginu. Opið verður til
kl. 22 á kvöldin nema við sérstök
tilefni. „Við erum hvorki að fara
reka kaffi hús né pöbb, heldur klassa
veitingastað fyrir alla fjölskylduna.
Við verðum þó að sjálfsögðu með
vínveitingaleyfi og sýnum helstu
kappleiki á risaskjá. Hér eiga allir að
fíla sig velkomna” segir Kiddi.
Strákarnir í Mottó vinna nú að því
að innrétta staðinn.
Kiddi Rót við nýja
staðinn í Háholtinu.