Mosfellingur - 15.01.2010, Síða 15
Gleðileg jól - 15
Unglingarnir sem sitja í stjórn nemendafélagsins í félagmiðstöðinni
Flógyn á Kjalarnesi héldu ásamt starfsmönnum markað en hugmyndin var
að fólk gæti komið með dót að heiman til að selja. Kostaði 1.000 kr að fá
borð til að hafa dótið á og rann ágóði af leigunni til fjölskylduhjálpar.
Það var ágæt þátttaka og komu flottar konur með ýmislegt á markaðinn
s.s. prjónavörur, skartgripi, heimatilbúna sultu og föndur. Einnig var
haldið bingó þar sem rúmlega 100 manns tóku þátt í. Vinningarnir voru
m.a. frá Vallá, Brautarholti, Esjugrund, Húsasmiðjunni, Evu nuddara, Ragn-
heiði matráð, Aristo, Brúsk, Snælandsvideo og Skógræktarfélaginu.
Góðgerðarvikan endaði með góðu Góðgerðarballi sem haldið var í
Nagyn í Borgarskóla og þar spiluðu Á móti sól.
Líf og fjör í Félagsmiðstöðinni Flógyn á Kjalarnesi
Góðgerðarvika til styrktar
fjölskylduhjálpar
Í nóvember hafa unglingar Klébergs-
skóla staðið í ströngu og tóku þeir þátt
í mörgum viðburðum á vegum ÍTR og
Samfés. Fyrst má nefna Skrekk undir
stjórn Kolbrúnar Birnu. Rímnaflæði
sem haldið var í Miðbergi en þeir
Benedikt og Anton kepptu fyrir hönd
Flógynjar og síðast en ekki síst var það
Stíll sem haldinn var í Smáralindinni
í Kópavogi. Þar voru rúmlega 60 lið
sem kepptu frá öllum landshlutum um
hönnun, hár og förðun. Þemað í ár var
„endurvinnsla”. Þær Margrét, Rósa, Íris
og Jóna kepptu fyrir hönd Flógynjar
og unnu þær flottasta hárið. Frábær
frammistaða hjá krökkunum og eiga
þau mikið hrós skilið fyrir jákvæðni.
OPNUNARTÍMI:
Þriðjudag, miðvikudag og föstudag 11-18
Fimmtudag 11-22
Laugardag 11-17
Fyrsta sunnudag í mánuði 13-17
Lokað á mánudögum
Gleðilegt ár kæru Mosfellingar!
Þökkum góðar stundir og frábærar móttökur á liðnu ári.
Heilsutengdir fyrirlestrar hefjast aftur í febrúar.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir verður hjá okkur 2. febrúar
kl. 17-18.30 og ræðir um heilbrigt mataræði og bætta
líðan fyrir börn á öllum aldri. Skráning sendist til
kolla@hraunhus.is, verð 2.000 kr. Nánari upplýsingar
eru á hraunhus.is
www.hraunhus.is * Völuteigur 6 * 270 Mosfellsbær
Endurskinsvesti afhent á Hlaðhömrum
Á dögunum fengu krakkarnir á leikskólanum Hlaðhömrum góða gjöf
frá Vátryggingafélaginu VÍS, í Mosfellsbæ. Um er að ræða endurskins-
vesti sem krakkarnir geta notað í svartasta skammdeginu. Það var Þórdís
Sigurðardóttir þjónustustjóri VÍS sem kom færandi hendi á leikskólann en
allir leikskólar bæjarins fá slíka gjöf frá VÍS.