Mosfellingur - 15.01.2010, Qupperneq 20
- Aðsendar greinar20
Í ágúst í sumar gaf Mosfells-
bær út bækling sem inniheld-
ur stefnumótun bæjarins um
sjálfbæra þróun. Framtíðar-
sýn og leiðarljós sem bæjaryf-
irvöld hafa ákveðið að stefnt
skuli að hljóðar svo: „Mosfells-
bær vill vera í fremstu röð sveit-
arfélaga hvað varðar sjálfbæra
þróun og mun því leitast við að vera
framsækið, umhverfisvænt og nú-
tímalegt bæjarfélag sem býður upp á
fjölbreytileika.“
Áherslur Mosfellsbæjar í stefnu
um sjálfbært samfélag eru:
• að vera í fararbroddi meðal ís-
lenskra sveitarfélaga í sjálfbærri
þróun
• að auka aðgengi almennings að
ákvarðanatöku í bæjarfélaginu til að
efla lýðræði
• að auka gegnsæi stjórnsýslunnar
og upplýsingastreymi til bæjarbúa
• að stuðla að fjölbreyttu mannlífi í
sátt við náttúruna
• að stuðla að aukinni umhverfisvit-
und bæjarbúa og styðja við hana
Í anda þessa mun Mosfellsbær
halda fund 9. febrúar þar sem kall-
að verður eftir hugmyndum og til-
lögum íbúa um lýðræði,
lífsgæði og sjálfbæra þró-
un í bænum. Þessi hugtök
eru víðtæk en kristallast í
ofannefndum punktum.
Hvaða fyrirkomulag sjá
bæjarbúar á tilhögun upp-
lýsingastreymis? Hvernig
verður aðgengi almenn-
ings að ákvarðanatöku bæjarfélags-
ins elft? Hvernig verður umhverfis-
vitund bæjarbúa aukin? Þessum og
mörgum öðrum spurningum þarf
að svara þegar bæjarfélagið ætlar
sér að ná markmiðum um sjálfbæra
þróun.
Áhugasömum bæjarbúum gefst
á fundinum tækifæri til að koma á
framfæri uppbyggilegum hugmynd-
um sínum um hvernig bæjarfélagið
ætti að þróast á komandi árum. Öll-
um tillögum verður haldið til haga
og unnið með þær áfram.
Ég vonast til að sjá marga liðs-
menn á fundinum þann 9. febrúar
til þess að leggja þessari mikilvægu
vinnu bæjarfélagsins okkar lið.
Jóhanna B. Magnúsdóttir,
formaður verkefnisstjórnar Sd 21
Lýðræði – lífsgæði
– sjálfbær þróun
Íbúafundur um sjálfbært samfélag í Mosfellsbæ
Undanfarin misseri hafa
verið tímar sviptinga og
áfalla á Íslandi. Sveitarfé-
lög hafa þurft að hefja nið-
urskurðarhnífa á loft til að
mæta lækkandi tekjum og
auknum útgjöldum og hag-
ræða í rekstri þeirra. Það
mun móta stöðu sveitarfé-
laga í nánustu framtíð hversu vel
tekst til með hagræðingu þeirra nú.
Mosfellsbær stendur betur að vígi
en flest sveitarfélög á landinu og get-
ur það skilað sér í samkeppnisfor-
skoti sveitarfélagins á næstu árum
og jafnvel áratugum, ef vel tekst til
við uppbyggingu þess á komandi ár-
um.
Mikilvægt er að byggja upp sam-
félag, sem byggist á frelsi, jafnrétti
og bræðralagi, kjörorðum jafnaðar-
manna. Byggja þarf upp gegnsæja
stjórnsýslu, sem hefur heiðarleika
að leiðarljósi og hlúir að hagsmun-
um bæjarbúa. Byggja þarf upp til
framtíðar, en láta stundarhagsmuni
ekki ráða för. Mikil tækifæri
munu skapast í því uppbygg-
ingarferli, sem nú mun hefj-
ast í kjölfar efnahagshruns-
ins og þess stöðugleika sem
verið er að skapa í þjóðarbú-
inu.
Ég tel mig vera þess um-
kominn að geta lagt lóð á
vogarskálar fyrirstandandi uppbygg-
ingar sveitarfélagsins, sem byggir á
framangreindum gildum jafnaðar-
manna og hef því ákveðið að gefa
kost á mér í prófkjöri Samfylkingar-
innar, sem fram fer í lok janúar.
Undirritaður er fæddur árið
1964 og hefur undanfarið starfað
sem verkefnastjóri hjá Mosfellsbæ,
stundar meistaranám í stjórnun og
stefnumótun við Háskóla Íslands
og er kvæntur og með þrjá syni á
grunnskólaaldri.
Jónas Rafnar Ingason, viðskiptafræð-
ingur býður sig fram í 3.-6. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 30. jan.
Heiðarleiki og gegnsæi
Í Mosfellsbæ er gott að búa
enda eitt fárra sveitarfélaga
sem ekki hefur eytt um efni
fram og sem vinnur að því
að stuðla að atvinnusköpun
í bæjarfélaginu. Slíkt bæjar-
félag er í góðri stöðu til þess
að skapa sterka framtíðarsýn
og leggja grunninn að fram-
tíðinni. Við megum ekki láta deigan
síga, við þurfum að búa til störf og
hlúa að börnum og unglingum með
góðri menntun. Einnig þurfum við
að skapa umhverfi þar sem börn og
unglingar geta stundað íþróttir við
hæfi. Mosfellsbær er eftirsótt bæjar-
félag til búsetu og fyrst bæjarfélaga
þegar minnst er á fjölskylduvænt
umhverfi þar sem hægt er að lifa í
nálægð við náttúruna.
Ég vil taka þátt í að byggja upp
enn öflugra samfélag og sækist því
eftir 2.- 4. sæti í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í febrúar. Ég hef um nokk-
urra ára skeið, ásamt frábæru fólki,
leitt uppbyggingu á fimleikadeild
Aftureldingar í Mosfellsbæ. Deildin
hefur, þrátt fyrir ungan aldur, byggt
upp frábært fimleikafólk sem unnið
hefur nokkra Íslandsmeistaratitla og
fjölda verðlauna á mótum.
Með öflugu íþróttafélagi leggjum
við grunninn að fjölskylduvænu
samfélagi og stuðlum að vellíðan
barna og unglinga ásamt því að ala
upp sterka kynslóð Mosfellinga sem
hefur heilsuna að leiðarljósi. Íþróttir
auka sjálfsaga og þróa keppnisskap
sem nýtast mun vel þegar út í lífið
er komið. Ég vil áfram leggja mitt
af mörkum og stuðla að kraftmikilli
uppbyggingu á íþrótta- og lýðheilsu-
starfi. Það kemur dagur eftir þennan
dag og við þurfum að nota kreppu-
tímann til þess að móta stefnu okkar
í íþróttaaðstöðu og auka gæði innra
starfs okkar.
Í Mosfellsbæ búa um
8.500 manns í ört vaxandi
bæjarfélagi. Mosfellsbær
er orðið sjöunda fjölmenn-
asta sveitarfélag landsins.
Við hjónin kusum fyrir
tæpum 12 árum að setjast
hér að, ala upp dætur okk-
ar tvær og taka þátt í að
byggja hér upp betra samfélag. Ég
hef kynnst ýmsum hliðum Mosfells-
bæjar og tel að metnaður sé rétta
orðið yfir stjórnskipan hér. Félagar
mínir í pólitík eiga heiður skilið fyr-
ir gott uppbyggingarstarf sitt. Mikill
metnaður einkennir leikskóla- og
skólastarf hér í bæ. Því hef ég kynnst
þann stutta tíma sem ég hef setið í
fræðslunefnd fyrir hönd sjálfstæðis-
manna. Það sem einkennir starfið
er fjölbreytni og val, þó sumir hlutir
séu samræmdir í leikskólum og skól-
um þá blómstrar einstaklingsfrels-
ið í mismunandi áherslum. Ég hef
áhuga á því að kynnast þessum vett-
vangi enn betur og láta til mín taka
í því þróunar- og uppbyggingarstarfi
sem framundan er í fræðslumálum í
Mosfellsbæ.
Tímarnir eru óvenjulegir en þrátt
fyrir allt spennandi og þeir fela í sér
ótal áskoranir sem við höfum ekki
tekist á við áður. Með gildi Mosfells-
bæjar að leiðarljósi, virðingu, já-
kvæðni, framsækni og umhyggju
munum við stuðla að því að það
verði ekki eingöngu gott að búa í
Mosfellsbæ eins og í öðru vel þekktu
bæjarfélagi heldur verði best að búa
í Mosó. Ég vil taka þátt í að móta þá
framtíðarsýn.
Eva Magnúsdóttir, er forstöðumaður
sölu- og markaðsmála hjá Mílu ehf.
varaþingmaður í Kraganum og formaður
fimleikadeildar UMFA. Hún sækist eftir
2.- 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Best er að búa í Mosfellsbæ