Mosfellingur - 15.01.2010, Síða 22
- Aðsendar greinar22
Í maí í vor verður gengið
til sveitarstjórnakosninga og
eru framboð nú í óða önn
að raða saman fólki á lista
sem áhuga hafa á að bjóða
sig fram til áhrifa. Við sjálf-
stæðismenn í Mosfellsbæ
höfum ákveðið að efna til
prófkjörs til að velja á fram-
boðslista okkar og verður það hald-
ið 6. febrúar.
Sterkur hópur
Á gamlársdag kom í ljós að það
verða 15 öflugir einstaklingar í próf-
kjöri okkar sjálfstæðismanna. Þetta
er sterkur og breiður hópur, blanda
af reynsluboltum í sveitarstjórn-
amálum og nýju fólki með aðra
reynslu, sá yngsti 18 ára og sá el-
sti 65 ára. Þarna er saman kominn
hópur einstaklinga með fjölbreytt-
an bakgrunn en allir eiga þeir það
sammerkt að hafa brennandi áhuga
á sveitarstjórnamálum og bíða með
uppbrettar ermar að fá að vinna okk-
ar góða samfélagi hér í Mos-
fellsbæ gagn. Það eru mikil
verðmæti fyrir hvert sveitar-
félag að svo stór hópur bjóði
fram krafta sína fyrir samfé-
lagið.
Aukin lýðræðisvitund
Árið 2010 stefnir í að
verða mikið kosningaár. Fyrst verða
prófkjör og forval látin ráða för víða
um land og síðan verða sveitarstjórn-
arkosningar, og jafnframt er útlit fyr-
ir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna
sem haldin hefur verið frá árinu
1944. Hvet ég alla til að nýta lýðræð-
islegan rétt sinn og mæta á kjörstað
þrátt fyrir að þau skipti verði nú öllu
fleiri en venjan er. Á þeim tímamót-
um sem íslenskt samfélag stendur á,
ríður á að við séum öll þátttakendur
í þeirri þjóðfélagsmótun sem fram-
undan er.
Í umræðunni undanfarna daga
og vikur hefur komið fram að Íslend-
ingar leggja nú aukna áherslu á lýð-
ræði. Í því samhengi er gaman að
nefna að við sjálfstæðismenn í Mos-
fellsbæ höfum á undanförnum átta
árum staðið fyrir framförum í íbúa-
lýðræði hér í sveit. Á síðasta kjör-
tímabili var m.a. haldið stórt íbúa-
þing þar sem fjallað var um helstu
málefni sveitarfélagsins. Á þessu
kjörtímabili er skemmst að minn-
ast heildarstefnumótunar sveitar-
félagsins sem unnin var 2007-8 þar
sem yfir 200 manns tóku þátt. Í því
ferli voru m.a. mótuð gildi sveitarfé-
lagsins með sama fyrirkomulagi og
á þjóðfundinum um daginn og urðu
virðing, jákvæðni, framsækni og um-
hyggja fyrir valinu.
Í framhaldinu hefur síðan verið
unnið að stefnumótun einstakra
málaflokka með virkri aðkomu bæj-
arbúa, á skólaþingi, skipulagsþingi,
menningarþingi og nú stendur fyrir
dyrum að halda íbúaþing um sjálf-
bæra þróun. Þetta er þróun sem
ber að fagna og sem við sjálfstæðis-
menn munum standa vörð um og
efla enn frekar.
Býð mig fram til forystu
Á undanförnum árum hef ég ver-
ið virkur þátttakandi í samfélags-
verkefnum í bænum okkar. Ég hef
m.a. verið formaður bæjarráðs og
skipulags- og byggingarnefndar og
svo bæjarstjóri síðan haustið 2007.
Af þessum störfum hef ég haft af-
skaplega mikla ánægju, þetta hef-
ur gefið mér mikið og ég lít stoltur
til baka. Það eru mikilvæg verkefni
framundan hjá Mosfellsbæ sem ég
er reiðubúinn og tilbúinn að takast
á við.
Ég hvet Mosfellinga til að taka
þátt í prófkjörinu þar sem ég býð
mig fram í 1. sæti á lista sjálfstæð-
ismanna í Mosfellsbæ fyrir sveitar-
stjórnakosningarnar í vor.
Gleðilegt ár kæru sveitungar.
Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri
Sterkur hópur öflugra einstaklinga
Ég hef að íhuguðu máli
ákveðið að gefa kost á mér í
þriðja sæti á lista sjálfstæðis-
manna fyrir sveitarstjórna-
kosningarnar í vor. Ástæður
að baki þeirri ákvörðun eru
margvíslegar, svo sem áhugi
á stjórnmálum og umhverfi
okkar Mosfellinga. Megin
ástæðan er sú trú mín og von að ég
geti orðið til gagns á víðsjárverðum
tímum.
Ég hef starfað við eigin atvinnu-
rekstur í rúm tuttugu ár ásamt því að
taka þátt í félagsstörfum bæði tengd-
um atvinnu og áhugamálum. Frá
bankahruni hef ég tekið virkan þátt
í opinberri umræðu og uppbygging-
arstarfi með ýmsum þverpólitískum
hópum sem láta sig framtíð landsins
varða. Sem dæmi er ég í hópi þeirra
sem áttu í bréfaskriftum við forsvars-
menn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og
funduðu með fulltrúum sjóðsins.
Ég tók virkan þátt í starfi Endurreisn-
arnefndar Sjálfstæðisflokksins og
stýrði þar hópastarfi.
Það er trú mín að nú sem aldr-
ei fyrr sé þörf á fólki með praktíska
reynslu úr atvinnulífi, fólki sem hef-
ur ætíð þurft að standa fyrir sínum
ákvörðunum, réttum sem röngum
og gjalda fyrir þær á eigin skinni. Ég
er þess fullviss að löng reynsla mín
af atvinnurekstri og félagsmálum
geti nýst í bæjarstjórn Mosfellsbæj-
ar.
Um leið og ég er handviss um að
í núverandi ástandi búi ýmis tæki-
færi þá verður ekki horft framhjá því
að á næstu árum munum við Mos-
fellingar, líkt og aðrir, þurfa að gæta
að hverju fótmáli í rekstri bæjarins.
Engu að síður þurfum við að gæta
vel að þörfum bæjarbúa. Því hefur
aldrei verið mikilvægara að taka yfir-
vegaðar og skynsamlegar ákvarðanir
um forgangsröðun verkefna
og útgjalda. Sem dæmi tel
ég mikilvægt að gæta vel að
þeim sem verða undir í því
efnahagslega hamfaraveðri
sem geisað hefur. Ekkert er
skelfilegra en að einstakling-
ar týnist í erfiðleikum líð-
andi stundar og finni ekki
leið út í lífið þegar land rís á ný. Íbú-
ar og bæjaryfirvöld verða að vera
samstíga og gæta þess að fólk á öll-
um aldri festist ekki í viðjum kreppu
og vonleysis.
Börn og ungmenni þurfa dægra-
dvöl og verkefni við hæfi. Því þarf
augljóslega að viðhalda öflugu
íþrótta- og tómstundastarfi af ýmsu
tagi, svo daglegt líf ungra Mosfell-
inga raskist sem minnst.
Undirstaða þessa alls er atvinn-
an; framleiðsla, verðmætasköpun
– atvinnuþátttaka. Bæjarfélagið get-
ur lagt sig fram um að viðhalda at-
vinnustigi. Skapað hér umhverfi til
fjölgunar atvinnutækifæra. Frábært
dæmi um það eru áætlanir um sér-
hæfða heilbrigðisstofnun á Tungu-
melum. Ýmis önnur tækifæri eru að
mínu mati til atvinnusköpunar í bæj-
arfélaginu en í því sambandi skipt-
ir öllu að bæjaryfirvöld gangi í takt
með fólki sem vill láta til sín taka.
Annað áherslumál mitt er að
auka enn gegnsæi stjórnsýslunnar,
svo sem með frekari aðgangi að upp-
lýsingum um verkefni og rekstur.
Auðvelda má aðkomu bæjarbúa að
ákvarðanatöku, þó án þess að firra
kjörna fulltrúa ábyrgð á verkum sín-
um.
Í lokin vil ég hvetja alla til þess að
taka þátt í prófkjörinu þann 6. febrú-
ar og óska ég eftir stuðningi í þriðja
sæti.
Elías Pétursson
Ágætu Mosfellingar
Það er stór stund þegar
börn byrja í grunnskóla og
var mikill spenningur á heim-
ili mínu þegar yngsta dóttir
mín hóf grunnskólagöngu
sína síðasta haust. Undirbún-
ingur fyrir skólagönguna byrj-
aði markvisst í leikskólanum
m.a. með verkefninu „Brú-
um bilið“ og höfðum við rætt skóla-
byrjunina heima, en engu að síður
var sú stutta samt búin að ímynda
sér þetta eitthvað öðruvísi því eftir
fyrsta skóladaginn sagði hún með
undrunarsvip: „Mamma þetta var
bara alveg eins og í leikskólanum“.
Þegar við fórum að ræða málin þá
kom í ljós að hún hélt að strax fyrsta
daginn myndi rigna bókstöfum og
tölustöfum. Leikur myndi heyra sög-
unni til og þau fengju vart að anda.
Því var þungu fargi af henni létt og
bætti hún því við að kennarinn væri
líka skemmtilegur.
Skólar barnanna okkar skipta
mjög miklu máli og velja margir sér
búsetu eftir því hvernig þeim líst
á skólamálin. Sem foreldri þriggja
barna sem hafa verið og eru í leik-
og grunnskólum bæjarins er ég
sannfærð um að hér í Mosfellsbæ er
rekið metnaðarfullt skólastarf. Í skól-
unum starfa samstilltir hópar fólks
sem leggja mikið upp úr því að það
nám sem fram fer taki mið af þroska
og þörfum hvers barns þar.
Skólafólkið er líka hugmyndaríkt
og þróunarverkefnin bæði fjölbreytt
og spennandi. Má nefna fimm ára
deildir við grunnskólana, tónlist-
arnám fyrir alla og einstakan Lista-
skóla. Hér er útikennsla, spennandi
raungreinakennsla og tungumála-
nám. Líkamsrækt fyrir unglinga
sem ekki njóta sín í almennri íþrótta-
kennslu. Krikaskóli, nýjasti skóli
Mosfellsbæjar, hefur þegar
komist á spjöld skólasögu
Íslands. Pollagallaskólinn
sem er samþættur leik- og
grunnskóli fyrir börn frá 1-
9 ára, þar sem mikil áhers-
la er lögð á tengingu skól-
ans við nærsamfélagið.
Í Mosfellsbæ er áhersla lögð á
þjónusta við foreldra vegna yngstu
barnanna, enda slíkt nauðsynlegt
í nútímasamfélagi. Frístundasel
grunnskólanna mynda heildstæða
umgjörð um skóladag barnanna og
er dóttir mín ánægð með starfið.
Hún stundar m.a. Kirkjukrakka og
ýmislegt val og er alsæl með Íþrótta-
fjör Aftureldingar sem hún fer í
tvisvar í viku. Þar kynnast þau hin-
um ýmsu íþróttagreinum s.s. Tae-
kwondo, handbolta, fótbolta, blaki
og fimleikum og sér maður hvernig
hugmyndir hennar um íþróttagrein-
arnar breytast við að prófa. Það er
til fyrirmyndar hvað vel hefur tekist
til með samþættingu starfsins milli
skóla og Aftureldingar.
Nýlega lukum við gerð fjárhags-
áætlunar fyrir árið 2010 þar sem
áhersla er lögð á að verja grunn- og
velferðarþjónustu sveitarfélagsins.
Við óhjákvæmilega hagræðingu er
forgangsraðað í þágu barna og vel-
ferðar og ekki er gert ráð fyrir hækk-
unum á þjónustugreiðslum barna-
fjölskyldna í leik- og grunnskólum.
Bæjarstjórn stóð sem einn maður
og er það von mín að áfram takist
okkur að ná samstöðu um skólastarf-
ið og velferð barnanna okkar.
Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi
gefur kost á sér í 2. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna
Skólarnir okkar