Mosfellingur - 15.01.2010, Side 26

Mosfellingur - 15.01.2010, Side 26
 - Aðsendar greinar26 Í desember sl. var lögð fram fjárhagsáætlun sem unnin var í samvinnu allra flokka í bæj- arstjórn. Þetta er í annað sinn sem þessi háttur er hafður á eða frá því að nýr veruleiki blasti við okkur öllum haustið 2008. Í ljósi breyttra aðstæðna er mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um jafn mikilvæga þætti og fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins. Ljóst er að til þess að ná sameigin- legri niðurstöðu þurftu allir að gefa nokkuð eftir og er því áætlunin mik- il málamiðlun. Ég vil því benda á nokkur atriði í örfáum orðum sem ég tel jákvæð svo og einnig nokkra óvissuþætti. Margt jákvætt Benda má á margt jákvætt í áætl- uninni s.s. eins og að álagningar- hlutfall fasteignaskatts er óbreytt auk annars, tekist hefur að verja störf, mæta aukinni fjárþörf félags- þjónustu en fjárhagsaðstoð og húsa- leigubætur hafa hækkað mikið. Að mati undirritaðs er það hvað jákvæð- ast að hjá því hafi verið komist að hækka álög- ur á einstaka hópa eins og t.d. barnafólk. Einn- ig að niðurskurður hafi ekki verið meiri en raun ber vitni til innri starf- semi skóla bæjarins. Eitt það mikilvægasta sem bæjarfélög glíma við er að tryggja fé til menntunar barna okkar. Byrðarnar voru jafnaðar og viðun- andi þjónusta tryggð með því að hækka útsvar bæjarfélagsins úr 13,03% í 13,19%. Með frekari niðurskurði í stjórn- sýslu bæjarins eins og undirritaður lagði til hefði mátt koma í veg fyr- ir hækkun útsvars en um þá tillögu náðist því miður ekki samstaða. Óvissa um tekjuáætlunina Þá vil ég benda á að nokkur óvissa ríkir um tekjuáætlunina og þá sér- staklega tekjur úr Jöfnunarsjóði en til þess að þær haldist óbreyttar eins og gert er ráð fyrir í áætluninni þurfa tekjur ríkisins að vera óbreyttar. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir hækkun útsvarstekna um 2,7% að teknu tilliti til íbúafjölg- unar. Ekki er á vísan að róa með fjölgun íbúa né hækkun útsvars- tekna. Gera má því ráð fyrir að tekjuáætlun bæjarins sé ofáætl- uð en vonandi stenst hún. Hins veg- ar ætti það ekki að koma mjög á óvart verði þar um frávik að ræða. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkur- borg reiknar með 4,7% lækkun á út- svari. Samband íslenskra sveitarfélaga reiknar með 4% lækkun á útsvari m.v. óbreytta útsvarsprósentu. Ef miðað er við forsendur SÍS og 2% fjölgun íbúa auk hækkunar á út- svarsprósentu úr 13,03% í 13,19% þá ætti það að þýða um 0,9% sam- drátt útsvarstekna. Þetta kemur út sem allt að 100 milljónum kr. lægri tekjur en áætlunin gerir ráð fyrir. Hvað varðar aðrar tekjur í rekstar- reikningi A-hluta þá er gert ráð fyr- ir að þær aukist um 320 milljón- ir kr. á árinu 2010. Þar af er m.a. tekjufært 150 milljóna kr. hlutafé í Primacare sem reiknað er með að fáist vegna sölu lóðar til félagsins. Spurning er hvort þetta gefi rétta mynd af tekjum bæjarfélagsins og þannig rétta mynd af rekstri bæjarfé- lagsins. Rekstarniðurstaðan gæti því væri fljót að breytast í neikvæða átt. Í fjárhagsáætluninni ríkir einn- ig óvissa um framlög til vinnuskól- ans en þar er áætlað tæpum 35 milljónum króna lægri upphæð en raunkostnaður ársins 2009 var. Þetta verður að teljast óvarlegt. Þó vinnulag hafi um margt batn- að hvað varðar fjárhagsáætlun í bæjarráði þá fengu nefndir bæjar- ins ekki nægan tíma að mínu mati til að fjalla um fjárhagsáætlunina en nokkrar þeirra tóku áætlunina fyrir á fundi sínum aðeins tveimur dögum fyrir seinni umræðu í bæjar- stjórn og er það miður. Þrátt fyrir framangreint þá er sann- anlega vonast til að áætlunin gangi eftir svo ekki þurfi að koma til frek- ari skerðingar/niðurskurðar á árinu. Marteinn Magnússon bæjarfulltrúi B-lista Nokkur orð um fjárhagsáætlun 2010 Jafnaðarstefnan er í senn einstaklingsbundin lífsafstaða og alþjóðleg stjórnmálastefna. Á ensku er vísað til hennar undir hugtökunum „social“ og „democratic“. Kjörorðin eru frelsi, jafnrétti og kærleikur (bræðralag). Okkar ágæti Mosfellsbær þarf ekkert fremur en að á næsta kjörtímabili verði bæjarstjórn með samfélagslegar og lýðræðislegar áherslur. Flokkur sem að ekki hefur verið við völd þarf hinsvegar að hafa skarpa málefnalega sérstöðu. Koma beittur til leiks og bjóða skýran val- kost. Sveitarstjórnakosningar 2010 ganga út á að hafa hug- rekki í víðtæka endur- nýjun og að nýta tæki- færið til nauðsynlegra breytinga. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forystu- sæti (1.-3.) í prófkjörinu þann 30. jan. Ég vil m.a: Íbúalýðræði - að kosið verði milli valmöguleika í stærri málum eins og t.d. staðsetningu kirkju Mannlíf - að framhaldsskóli, menningarhús, garður og verslun myndi öfluga miðbæjarheild Sveit - að tryggja að ræktanlegt land verði skilgreint til landbúnaðar í aðalskipulagi Markaðir - að efla bein tengsl landbúnaðar og þéttbýlis með mörk- uðum Græn svæði - að efla og styrkja Varmársvæðið til útivistar og skóla- starfs Heilnæmi - að auka áherslur á vistvænan og heilsutengdan lífsstíl Bræður og systur! „Grípið geirinn í hönd“ og tökum þátt. Mótum okk- ar framtíð. Gangið í Samfylkinguna fyrir 16. janúar til þátttöku í lok- uðu prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ þann 30. janúar. Með ákvörðun um þetta prófkjör er stigið fyrsta skref- ið svo jafnaðarstefnan verði aflvaki mannlífs og farvegur lýðræðis í bæn- um. Látum þetta verkefni heppnast og leggjum áherslu á að opna flokk- inn og fjölga félögum. Það eru einungis nokkrir dagar sem bæjarbúar hafa til þess að skrá sig til leiks. „Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig, sveiflaw haka, og rækta nýjan skóg“. (Frekari umfjöllun á gbo@blog.is) Gunnlaugur B. Ólafsson framhaldsskólakennari og fjallagarpur 16. janúar – þitt val Þegar reynir á samfélög og ágjöfin er mikil þarf að leita allra leiða til að styrkja innviðina. Sterkir innviðir verða nefnilega undirstaða endurreisnar. Innviðir sveitarfélags eru af ýmsum toga og snúa hver með sínum hætti að öllum þjóðfélagshópum. Í þessari stuttu grein staldra ég við málefni barna og ungmenna og skipulagsmál. Börn og ungmenni eru dýrmætasta „eign“ hvers samfé- lags. Aðbúnaður þeirra í skólakerfi og íþrótta- og tómstundastarfi get- ur skipt sköpum fyrir framþróun, vöxt og viðgang samfélagsins. Í okk- ar sveitarfélagi hefur tekist vel til að mörgu leyti hvað varðar starf í þágu þessa dýrmæta fólks. Grunn- og leik- skólar okkar sem og Listaskóli hafa á að skipa fjölhæfu og metn- aðarfullu starfsfólki. Íþrótta- og tómstundafé- lög sinna kraftmiklu star- fi sem borið er uppi af sjálf- boðaliðum úr hópi foreldra með stuðningi bæjarins og fyrirtækja. En til að þróa starf- ið áfram með áherslu á jafn- ræði, jafnrétti, réttlæti og frelsi þarf sýn jafnaðarmanna að verða meira ráðandi í stefnumótun. Í kreppu hriktir í innviðunum og það er okk- ar hlutverk að gæta þess að þeir Mosfellingar sem nú eru á barns- aldri verði ekki, einir kynslóða, látn- ir axla þær byrðar sem kreppan leggur á samfélagið í formi minni þjónustu innan skólakerfisins. Það er líka á ábyrgð samfélagsins að búa þannig að íþrótta- og tókstunda- starfi að öll börn geti stundað upp- byggilega iðju í tómstundum sínum. Þannig styrkjum við innviðina. Sterkir innviðir mótast líka í gegn- um skipulagsmál sveitarfélagsins. Vandað skipulag þar sem litið er til allra aldurhópa og skyggnst inn í framtíðina styrkir innviðina. Skipu- lag nærumhverfisins hefur mikil áhrif á lífsgæði íbúanna og er að mínu viti sá þáttur sem helst hefur áhrif þegar fjölskyldur velja sér bú- setu, ásamt umgjörð málefna barna og ungmenna. Það er bjargföst trú mín að leysa megi stærstu ágrein- ingsefnin varðandi skipulagsmál með því að fá íbúa og samtök þeirra að borðinu í upphafi skipulagsferlis. Þess vegna er nauðsynlegt að sleg- inn verði nýr tónn í allri skipulag- sumræðu og skipulagsvinnu í Mos- fellsbæ. Orð eru til alls fyrst. Undirrituð hefur á undanförn- um árum starfað innan Afturelding- ar og er nú varamaður í stjórn Ung- mennafélagsins. Þá var ég fulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd um tíma og undanfarin 4 ár fulltrúi í fræðslunefnd ásamt því að vera vara- bæjarfulltrúi. Ég hef verið í forystu flokksstarfsins í Mosfellsbæ og á á landsvísu, var varaformaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinn- ar um tíma og er nú formaður kjör- dæmisráðs Suðvesturkjördæmis. Þessi reynsla mín og áhugi á mínu nærsamfélagi hvetur mig til að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingar- innar svo ég geti lagt mitt lóð á vog- arskálarnar þegar verja þarf innvið- ina og byggja upp í þágu framtíðar. Anna Sigríður Guðnadóttir frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar Verjum innviðina

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.