Mosfellingur - 15.01.2010, Side 27

Mosfellingur - 15.01.2010, Side 27
www.mosfellingur.is - 27 Fyrirtæki sem auglýsa í Mosfellingi stuðla að því að þú fáir blaðið frítt inn um lúguna á þriggja vikna fresti WWW.ALAFOSS.IS ÁLAFOSS Verslun, Álafossvegi 23 www.gudni.is - gudni@gudni.is Háholti 14 - 270 Mosfellsbæ - GSM - 897-7738 VefsíðuR - RÁÐGJÖF - ÖLL STAFRÆN Útlitshönnun AUGLÝSINGAR - NAFNSPJÖLD - ljósmyndun - UMBROT stafræn útlitshönnun  GÓÐIR MENN EHF Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • endurnýjun á raflögnum • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Er næringarskortur á Íslandi? Færðu réttu næringuna? ALLT HEFUR ÁHRIF - EINKUM VIÐ SJÁLF Þessum spurningum er svarað í bókinni Meltingarvegurinn og geð- heilsan eftir breska lækninn Dr. Natasha Campbell-McBride. Hún er sérfræðingur í taugasjúkdóma- og næringarfræði. Þessi bók heillar mig mjög mikið þar sem ég hef haft mikinn áhuga á næringu um langt skeið og ákveðnar skoðanir, sumar frá brjóstvit- inu sem oft er ansi gott ef gagnrýnin hugsun fylgir. Var það mér því fjársjóður að fá þetta lesefni Dr. Campbell-McBride, kenningar og rannsóknir á meltingarveginum og fæðunni. Það dýpkaði skilning minn á allskyns líðan og hvernig líkaminn bregst við þegar maður borðar eitthvað sem ekki hentar honum. Einnig útskýrir hún afar vel starfsemi þarmanna og virkni góðu og meinvirku bakteríanna. Hún vitnar í ótal rannsóknir og vísindamenn sem hafa skoðað þessi mál að undanförnu. Líðan barna og fullorðinna hefur breyst til batnaðar þegar fólk hefur tekið út ýmsar fæðutegundir sem henta því ekki. Dr. Campbell-McBride vinnur mikið með börn með ofvirkni, at- hyglisbrest, einhverfu og margt fleira, með góðum árangri. Ég er afar sammála því sem hún setur fram t.d. um það að fita er ekki skaðvaldurinn í ofþyngd og er okkur mjög nauðsynleg. Fleiri hafa komið með rannsóknir um fituna upp á síðkastið er lúta að sömu skoðun. Egg hafa líka verið talin óæskileg nema í litlu magni, en þau eru sú fæðutegund sem líkaminn nýtir alveg til fulls, koma næst brjóstamjólk að hennar mati. Ég man í gamla daga þá var eggj- rauðu bætt í mat ungra barna. Það er góð venja þegar maður skoðar hug sinn, að hugleiða hverju maður á að trúa en það skyldi maður alltaf gera þegar nýir hlutir koma fram. Eins að huga að því hvernig þessu er háttað í náttúrunni og hjá dýrunum. Þau fara nefnilega eftir eðlisávísun sinni en ekki eft- ir auglýsingum, markaðssetningu eða hagsmunum annara. Nema þegar við mennirnir höfum tekið völdin yfir þeim. Þessum mikilvægu upplýsingum langar mig að koma á framfæri til fólks sem hefur áhuga á þessu málefni með fyrirlestri á opnu húsi 27. janúar kl 20 í listasalnum í Kjarna. Vigdís Steinþórsdóttir skólahjúkrunarfræðingur LÝÐHEILSUHORNIÐ

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.