Mosfellingur - 15.01.2010, Side 28

Mosfellingur - 15.01.2010, Side 28
Maggakaka Í eldhúsinu Uppskriftin að þessu sinni kemur frá Þóreyju Heiðdal Vilhjálmsdóttur sem- starfar hjá VBS Fjárfestingabanka. Botnar: 4 eggjahvítur 1 bolli sykur 2-3 bollar rice crispies Krem: 2-3 eggjarauður 50 gr flórsykur 100 gr brætt suðusúkkulaði Tæplega 1 peli rjómi – þeyttur Á milli botna: 1 peli þeyttur rjómi ásamt restinni af hinum 1 poki súkkulaði lakkrískurl (frá Nóa) Hitið ofninn í 120°C. Stífþeytið eggja- hvíturnar og sykurinn saman, hellið svo rice crispies varlega saman við. Skellið í tvö kökuform og bakið í 45- 60 mín. Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman – passið að hafa ekki of lint. Súkkulaðið er brætt og hrært saman við (passið að hafa það ekki of heitt). Rjóminn svo settur varlega saman við. Súkkulaðilakkrískurlinu blandað við rjómann og sett á milli botnanna. Kremið sett ofan á og má skreyta með lakkrískurli. Gott er að setja á kökuna degi áður en hún er borðuð. Verði ykkur að góðu! HJÁ ÞÓREYJU - Léttmeti28 Háholt 14 S. 517 6677 Klipping: Katrín Sif Jónsdóttir Módel: Helena Pálsdóttir Nýjasta línan fra Sebastian er komin Í Lágafellslaug koma saman tvisvar í viku eldhressar konur sem fyrir utan að synda saman gera ýmislegt sér til skemmtunar. Eftir sundið er sest á kaffi hús Lágafellslaugar og drukkið kaffi , snædd rúnstykki, spjallað og spáð í bolla og þar er oftar en ekki ljóstrað upp leyndarmálum og séð fyrir um atburði. Þessar eldhressu konur hafa líka lagt land undir fót og farið sam an í menningarferð með strætó upp á Akranes sl. haust. Einnig fóru þær á Þingvöll í mestu hálku vetrarins og drukku kaffi í Þjónustumiðstöðinni. Fyrirhuguð er ferð á Selfoss á næstunni og að sjálfsögðu verður farið með strætó. Hjördís Geirs söngkona slóst í þenn- an glaða hóp sl. haust og fór hún þess á leit við hópinn að koma og syngja með sér í Maríuhúsi sem er dagvist un fyrir alzheimer-sjúklinga og það var ekki að orðlengja það að fyrir jólin var farin önnur ferð og jólalög sungin og einnig er fyrirhug- uð vorferð. Hjördís hefur fundið nafn á sönghópinn og kallar hann Hafmeyjarnar. Meðfylgjandi mynd var tekin í Maríuhúsi 10. des. og á henni eru Hjördís með gítarinn, Guðrún, Krist- björg, Dísa, Gullý, Hulda, Jetta, Úlla og Þrúður Helgadóttir sem býr í Kanada en var stödd á landinu í jólafríi og slóst að sjálfsögðu með í hópinn. Heyrst hefur... ...að Mosfellingurinn Íris Hólm sé komin áfram í Eurovision forkeppninni í sjónvarpinu. ...að Bragi og Heiða eigi von á barni ...að í kjöri Mosfellings ársins hafi komið tilnefningar um Steinda Jr., Hönnu Sím, Bjarka Bjarna og Stefaníu Svavars og fleiri. ...að hljómsveitin Gildran ætli að koma saman á ný og halda tónleika í Mosó á næstu mánuðum. ...að Biggi og Rannsa hafi eignast stúlku á dögunum. ...að Anna Hlín taki þá í Eurovision forkeppninni sem fram fer næsta föstudag. ...að Árdís sé komin út úr skápnum. ...að Guðni Ágústsson verði ræðumaður á herrakvöldi Lions sem fram fer 12. febrúar. ...að V6 sprotahús sé flutt úr Mosó. ...að Hannes og Ólöf hafi eignast stelpu í Danmörku. ...að útvarpað hafi verið beint frá Lágafellskirkju síðasta sunnudag. ...að Karlakórinn Stefnir sé sjötugur í dag, 15. janúar. ...að Hundaheimur sé fluttur í gamla Blómahúsið við Kaupfélagið. ...að Ásdís Rán hafi skemmt sér vel á Ásláki um áramótin þar sem Dúettinn Hljómur skemmti. ...að Dóra Braga sé að taka þátt í Wipe Outinu á Stöð 2. ...að hluti flugeldasýningar Kyndils á þrettándanum hafi verið á flæðiskeri statt og mátti ekki muna mörgum mínutum þegar flæddi að. ...að Steinarr í Hraunhúsum sé með lag í forkeppni Eurovision. ...að veitingastaðurinn "Cafe Kidda Rót" opni um miðjan febrúarmánuð. ...að Aftureldingarvarningur fáist nú í íþróttahúsinu að Varmá. ...að vonda stjúpan úr Mjallhvíti hafi gert það gott sem álfadrottning á þrettándabrennunni. ...að örfá borð séu eftir á Þorrablót Aftureldingar þann 23. janúar. ...að frambjóðendur fyrir prófkjörin séu farnir að undirbúa baráttuna, meðal annars á Facebook. mosfellingur@mosfellingur.is Hressar sundvinkonur hittast í sundlauginni Eldhressar Hafmeyjar MOSFELLINGUR KEMUR NÆST ÚT 5. FEB - SKILAFRESTUR EFNIS 1. FEB.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.