Litli Bergþór - 01.12.2015, Page 5

Litli Bergþór - 01.12.2015, Page 5
Litli-Bergþór 5 Formannspistill Það eru spennandi tímar framundan. Það eru ekki bara jólin, heldur getur veturinn allur verið fullur af spennandi viðburðum. Þessi vetur er reyndar aðeins meira spennandi en aðrir vetur. Afhverju? Jú, það er nefnilega leikár. Leikdeild Umf. Biskupstungna er komin af stað og hefur hafið æfingar. Leikrit hefur verið valið og stefnt er á frumsýningu snemma í febrúar. Þessi hefð, að bjóða uppá leiksýningar í Aratungu, er eitthvað sem við í Ungmennafélagi Biskupstungna getum verið mjög stolt af. Það eru ekki mörg ungmennafélög á landinu sem eiga svo sterka leikhefð eins og við hér í sveit. Félagsheimilið okkar hentar einstaklega vel undir leiksýningar og er alltaf ánægjulegt að sjá meira líf í húsinu. Ég hvet því alla til að fylgjast með þegar sýningar verða auglýstar. Að auki langar mig að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu að sveitahátíðinni „Tvær úr Tungunum“ nú í sumar. Hundruð gesta lögðu leið sína í Reykholt þann 15. ágúst og tókst hátíðin í alla staði mjög vel. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka fyrir gott og viðburðarríkt ár. Smári Þorsteinsson formaður Umf.Bisk. Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heim- taug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Gleðileg jól

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.