Litli Bergþór - 01.12.2015, Qupperneq 8
8 Litli-Bergþór
LYNGÁS 1964
Hörður Vignir Sigurðsson (f. 22.09. 1934) og Ingibjörg
Bjarnadóttir (f. 30.09. 1940) fluttu í Laugarás 1964
hófu framkvæmdir í landi sínu sem er milli Kvistholts
og Laugargerðis, í og undir Kirkjuholti, vestan
Skálholtsvegar. Meðan þau voru að ljúka nauðsynlegum
byggingaframkvæmdum bjuggu þau í Gamla bænum
í Hveratúni. Þau fluttu í hús sitt í Lyngási 1967, en
Guðmundur Indriðason á Lindarbrekku sá um smíði þess.
Hörður ræktaði alla tíð blóm í gróðurhúsunum í Lyngási og
framleiddi í mörg ár „krysa“ til áframhaldandi ræktunar og
einnig jólastjörnu. Árið 2002 seldu þau stöðina og fluttu í
Hveragerði, þar sem þau búa nú.
Ingibjörg og Hörður eignuðust þrjú
börn, en þau heita: Atli Vilhelm (f.
06.01.1960) býr á Akranesi, Bjarni
(f.25.12.1961) býr á Selfossi og
Kristín Þóra (f.15.01.1965) býr í
Reykjavík.
Jón A. Ágústsson (f. 14.05.1946)
og Dagný Erna Lárusdóttir (f.
18.12.1946) keyptu Lyngás 2002.
Þau búa í Reykjavík. Ekki er lengur
stunduð garðyrkja í Lyngási.
LJÓSALAND 1965
Ingigerður Einardóttir (frá Holtakotum) (f. 27.02. 1924, d. 25.11.
2006) og Jóhann Eyþórsson (f. 17.02. 1921, d. 02.09. 2005) fengu
land þar sem Skálholtsvegur og Ferjuvegur mætast. Á þeim tíma
starfaði Ingigerður við matseld bæði fyrir barnaheimili Rauða
krossins og sláturhúsið á haustin. Fjölskyldan bjó um tíma í húsnæði
barnaheimilisins og einnig í skúr sem settur var upp við sláturhúsið.
Fyrsta íbúðarhúsið á Ljósalandi var 30m² skúr sem hafði gegnt
hlutverki vinnuskúrs við byggingu heilsugæslustöðvarinnar. Skúrinn var fluttur í heilu lagi á núverandi stað
1967. Fljótlega var síðan byggt við skúrinn og myndar hann enn einn hluta íbúðarhússins.
Ingigerður og Jóhann sóttu atvinnu
annað að mestu og byggðu ekki
varanlegt gróðurhús á landi sínu,
en plasthús byggðu þau þar sem
Ingigerður stundaði ræktun. Hún var
að sögn meðal þeirra fyrstu hérlendis
til að rækta papriku. Syni eignuðust
þau fimm:
Páll Eyþór (f. 01.12. 1950) býr á
Akureyri, Einar Jörundur (f. 04.03.
1953) býr í Kópavogi, Heiðar Ingi (f.
31.01. 1955) býr á Tálknafirði, Sveinn
Ingibjörg, Hörður og börn þeirra.
Lyngás.
Jóhann og Ingigerður.