Litli Bergþór - 01.12.2015, Side 9

Litli Bergþór - 01.12.2015, Side 9
Litli-Bergþór 9 Sævar (f. 27.02. 1957, d. 09.06. 1967), Ólafur Unnar (f. 18.10. 1959) býr í Reykjavík. Þau seldu og fluttu burt 1971 og skildu 1982. Ingigerður bjó á Tálknafirði í einhvern tíma en flutti síðan til Akureyrar. Jóhann bjó í Reykjavík og sambýliskona hans þar til 20 ára var Borghildur Þórðardóttir (f. 1926). Gísli Jón Oddsson (f. 06.06. 1922, d. 05.01. 1995) og Sigurbjörg (Bagga) Svanhvít Steindórsdóttir (f. 22.06. 1925, d. 23.08. 2008) keyptu Ljósaland 1971. Þau komu hingað frá Hveragerði, en áður höfðu þau rekið garðyrkjustöð í Eyjafirði. Gísli og Bagga voru um fimmtugt um þetta leyti og börn þeirra því uppkomin og koma ekki við sögu þessa. Þau byggðu gróðurhús og stunduðu garðyrkju þann tíma sem þau voru í Laugarási. Gísli lést í byrjun árs 1995 og það ár flutti Bagga aftur í Hveragerði þar sem hún bjó síðan þar til hún lést. Friðrik Svanur Oddsson (f. 22.09. 1937) keypti Ljósaland 1995, en hann stundaði enga garðyrkju þar, starfaði í yleiningaverksmiðjunni í Reykholti. Hann flutti síðan burt og mun nú búa í Garðinum. Árið 2002 keyptu Hrafn Magnússon (f. 07.05. 1959) og Þórlaug Sigfúsdóttir (f. 06.03. 1973). Þau stunduðu ekki neina umtalsverða ræktun í gróðurhúsum og fluttu til Reykjavíkur á fyrri hluta árs 2013. Börn þeirra eru: Kolbeinn Máni (f. 09.09. 1995) og Steingerður Sunna (f. 25.04. 2002) Núverandi eigendur (frá 2013) eru Böðvar Þór Unnarsson (f. 02.04. 1977), sem býr á staðnum, Jónas Unnarsson (f. 07.02. 1979) og Ragnheiður Jónasdóttir (f. 08.02. 1950). Böðvar er kvikmyndaskólagenginn fornleifafræðingur og er að ljúka námi í húsasmíði um þessar mundir. Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga nema stórhátíðardaga Allar almennar matvörur og olíur Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðið Sigurbjörg og Gísli. 30 ára þjó nusta

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.