Litli Bergþór - 01.12.2015, Page 15

Litli Bergþór - 01.12.2015, Page 15
illa og það endaði með því að Kirsuber slapp út úr rennunni okkar, hún ýtti bara og ýtti og ég gat ekki tekið á henni á neinn hátt, og hún hljóp bara eitthvað út í buskann. Ég sá fyrir mér að þetta myndi verða sögulegt og hafði ekki hugmynd um hvernig við ættum að ná henni aftur, hún sýndi matarfötunni engan áhuga og hvarf bara. Við ákváðum því að einbeita okkur að Jarðarberi og fá hana upp í bílinn. Það tók góða stund og gekk ekki vel, þótt við værum búin að setja mat í bílinn. En okkur til mikillar furðu kom þá ekki Kirsuber labbandi og fór beint inn í girðinguna og ég lokaði á eftir henni. Þarna var síðan gripið til nýrrar tækni; við hættum að reka á eftir þeim og þá gengu þær hvor á eftir annarri upp í bílinn og með honum hurfu þær síðan á braut. Sjaldan hef ég verið jafnfegin og þegar þetta hafði loksins tekist. Upplifun okkar af svínarækt á Engi er bara nokkuð jákvæð. Grísirnir brutu reyndar nokkrar rúður í gróðurhúsinu eins og við höfðum óttast, átu einangrun af hitaveiturörum og renndu gúmmílistunum af gróðurhúsinu, en þeir veittu okkur mikla gleði og við vorum mjög stolt af svínunum okkar sem hlupu frjáls um, rótuðu í moldinni og sleiktu sólargeislana. Okkur fannst við vera alvöru bændur með þessa litlu svínahjörð. Svínaræktin borgaði sig kannski ekki peningalega því það er hægt að kaupa ódýrt svínakjöt úti í búð, en það veitir okkur hins vegar ánægju að hafa ræktað sjálf okkar kjöt og að grísirnir okkar lifðu hamingjusamir til æviloka. Og ekki skemmir það fyrir, að þeir smakkast alveg einstaklega vel. Litli-Bergþór 15 Svínin undu sér vel þarna á milli gróðurhúsanna, rótuðu öllu um og eftir sumarið var ekki eftir stingandi strá á svæðinu. Það var gaman að fylgjast með þeim í gegnum gróðurhúsið, hvernig þau voru alltaf saman, lágu saman og voru miklir félagar, nema þegar kom að matnum, þá voru þau engir vinir. Grísunum fannst gott að vera klappað og klórað og vinnufólkið okkar sat stundum hjá þeim á kvöldin og klóraði þeim. Þeir elskuðu að flatmaga í sólinni. Stundum sýndi ég gestum hvernig við gáfum svínunum og þá gat ég kallað á gylturnar með nöfnum og þær komu hlaupandi. Eftir því sem leið á sumarið urðu matarföturnar stærri, oftast gáfum við þeim 3-4 sinnum á dag og þær voru sísvangar. Ekki voru þær alltaf ánægðar með matinn, sérstaklega ef ég var að reyna að lauma kúrbít eða gúrkum út í drukkinn þeirra. Best fannst þeim að fá mjólk eða mysu og þannig blandaði maður allskonar matarafgöngum frá Skálholti, grænmeti, svínafóðri og vatni saman og búinn var til drukkur handa þeim úr því. Þar sem við Ingólfur vorum byrjendur í svínarækt kom Google sér mjög vel. Þar er hægt að leita svara við mjög mörgum spurningum, og þó að ég sé búfræðingur þá man ég ekki eftir að hafa lært neitt um svín þegar ég var á Hvanneyri. Ingólfur fór dýpra í svínapælingarnar og komst að því að fyrstu svínin sem komu til Íslands með landnámsmönnum voru oftast látin ganga sjálfala úti í náttúrunni og svo rekin heim til slátrunar og það var fljótlegasta leiðin fyrir landnámsmennina til að fá kjöt. Þetta voru frekar litlir grísir sem þeir ræktuðu. Stundum kom það fyrir að svínin sluppu og komu svo í leitirnar einu til tveim árum seinna og voru þá orðin margfalt fleiri; tölur heyrðust eins og 30, 70 og jafnvel 100 svín í villihjörð. En aftur að svínunum tveimur á Engi, því allt tekur enda. Í byrjun október fengum við loks pláss fyrir þau til að fara í sláturhúsið. Við urðum sjálf að koma þeim á staðinn og við vorum lengi búin að brjóta heilann um hvernig ætti að fá þau upp í bílinn. Við bjuggum til rennu úr brettum sem þau áttu að ganga gegnum og svo upp í bílinn. Fyrst reyndum við að reka á eftir þeim, en það líkaði þeim

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.